Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2010

Menning og fjölskyldulíf í 4. veldi

Á fimmtudaginn fórum við Guðrún á alveg frábæra leiksýningu sem ber nafnið Heilsugæslan. Verkið er samið af furðufuglinum og lækninum Lýði Árnasyni en með aðalhlutverk fara Elfar Logi Hannesson og Margrét Sverrisdóttir (kona Odds Bjarna fyrir þá sem hann þekkja). Í verkinu fær heilbrigðiskerfið ærlega á baukinn og ég hef ekki hlegið svona mikið síðan ha ha ha og Eyjólfur. Á föstudaginn átum við svo öll pizzu saman, horfðum á Batman, vöknuðum svo snemma á laugardag, útbjuggum nesti, fórum í skógar og nestisferð, sund í Varmahlíð, heimsókn til tengdó, héldum lítið þorrablót þegar við komum heim, horfðum á handbolta, vöknuðum snemma á sunnudag, fórum í golf, Guðrún fór með strákana í sund, hún fór reyndar út að hlaupa um morguninn líka, fengur okkur svo að borða og keyrðum til Akureyrar í leikhús og sáum 39 þrep sem er alveg drepfyndið og meinskemmtilegt ha ha ha og Eyjólfur en og aftur. Ég held að þetta hljóti að þýða það að maður getur legið í sófanum næstu vikurnar og beðið af sér ónæð

Kappleikjaæsingur

Það er orðið svolítið síðan að ég fór að verða ónæmur fyrir slöku gengi íslenska landsliðsins í handbolta. Eða þ.e, ég ber tilfinningar mínar ekki á torg á meðan leik stendur. Þessu er ólíkt farið með suma aðra á heimilinu og er ég þá að tala um Guðrúnu. Þegar strákarnir "okkar" hefja leik rennur á hana eitthvað æði og er hún yfirleitt orðin óð frá því að boltinn liggur fyrst í netinu. Þá skiptir ekki máli hvort liðið skoraði. Ég sit sem steinrunninn og drengirnir leita skjóls inni í herbergjum sínum en hún lætur móðinn mása með tilheyrandi ópum og handapati. Í gær var ég ekki heima til að fylgjast með handboltanum og hafði nokkrar áhyggjur af innastokksmunum og börnunum. Ég tók nú samt áhættuna á því að bregða mér af bæ. Þegar heim var komið og við settumst við matarborðið fór ég að spyrja drengina hvernig móðir þeirra hafði hagað sér yfir leiknum (eins og allir vita þá tapaði Ísland leiknum með jafntefli). Brynjar vildi meina að það ætti að sekta hana í hvert skipti sem hún

Hausinn að komast í lag

Mynd
Varð bara að setja hér inn smá montmynd af síðasta bocknum sem ég skaut í Svíþjóð. Nú er búið að hreinsa af hausnum og hornin fara vonandi fljótlega í mælingu fyrir medalíu. Síðan á ég önnur horn í hreinsun og Guðrún getur ekki beðið eftir að fá fleiri horn á stofuveggina. Síðan hefur hún verið að nuða í mér að fá einhleypurnar mínar upp á vegg og ætli maður láti það ekki eftir henni fljótlega. Kveðja, Bjarni

Unaðsleg köld baka

Hér er góð uppskrift eftir allt jólasukkið Botn 400 g af grófu salti 4 eggjahvítur Fylling 1 dós majones 2 mtsk kardimommudropar 1 mtsk kanill 1 búnt steinselja (ekki niðurskorna) 6 blöð matarlím 100 gr suðusúkkulaði 1 dós sardínur Hrærið saman grófu salti og eggjahvítum, bressið niður í lausbotna form. Þeytið saman majones, kardimommudropa og kanil. Bræðið matarlím yfir vatnsbaði og hrærið steinseljunni saman við. Fletjið steinseljuna og matarlímið út með kökukefli og merjið súkkulaðið með hvítlaukspressu. Blandið saman við majonesblönduna og smyrjið ofan á botninn. Að lokum er skreytt með sardínum. Þetta er gott að borða rúgbrauði og glasi af White Nun hvítvíni Kveðja, Bjarni

Séð og heyrt

Mynd
Það sást til Hallbjarnar Hjartarsonar í Samkaup Strax á Skagaströnd í hádeginu á þriðjudag. Kallinn leit út fyrir að vera nokkuð brattur og keypti hann m.a gróðurmold og 2 croissant stykky, nýbökuð. Hallbjörn ræddi ekki við neinn en sást síðan ganga heim á leið í fylgd svarts kattar. Lesendur eru minntir á að Kántrýútvarp, útvarpið þitt við sjóinn, Kántrýútvarp Skagaströnd, menningarauki við húnvetnska strönd sendir út allan sólahringinn. Kveðja, Bjarni

Vinnufélagi byrjaði að kyrja þessa vísu:

Stígur hann á stokkinn, mígur hann í sokkinn, ljósan ber hann lokkinn, helvítis fokking fokking. Ég læt fólki eftir að giska á hvern um er kveðið. Kveðja, Bjarni

Áramót

Áramót eru tími óraunhæfra markmiða og bjartsýni á betra útlit. Einhverra hluta vegna tengjast þessi markmið alltaf þyngd. Eðlisfræðin blívar. Það fyrsta sem maður gerir eftir áramót er að stíga á viktina og þá er gott að hafa í huga nokkur atriði: 1) Viktið ykkur á morgnana 2) Hafið fyrst þvaglát 3) Kreistið einnig út saur ef hægt er 4) Prumpið 5) Reynið að vikta ykkur liggjandi til samanburðar 6) Takið 10 mælingar og veljið skástu úr 7) Gerið morgunæfingar á viktinni 8) Viktið ykkur í öllum herbergjum 9) Skráið loftþrýsting 10) Og síðast en ekki síst, verið nakin Varðandi lið 2,3 og 4, þá getur verið áhugavert að gera þetta allt á meðan þið standið á viktinni. Hafið þá blað og penna í hönd og skráið ört niður breytingar. Gangi ykkur vel í baráttunni við aukakílóin. Kveðja, Bjarni