Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2023

Allt á hvolfi

Mynd
45 Threshold - 3x(15+40m) - tæplega þriggja tíma threshold æfing  Ég verð að viðurkenna að ég var búinn að kvíða aðeins fyrir æfingunni sem ég tók í gær enda lengsta interval æfing sem ég hef tekið. Eftir upphitun í 35 mínútur skellti ég mér í 15 mínútur á threshold sem tæknilega séð á að vera það afl sem ég gæti haldið í klukkustund. Á eftir kom svo 40 mínútna kafli á endurance til að þreyta mann áður en maður fór aftur í threshold. Þetta endurtók ég svo aftur. Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið vel og ég negldi öll þrjú settin býsna vel. Það var áhugavert hvað ég fann þreytuna koma skyndilega inn en það gerðist ekki fyrr en ég átti 10 mínútur eftir í síðasta settið. Þá var bara eins og það væri kveikt á rofa... "klikk"... þú ert að þreytast. Mér leið bara furðuvel eftir þetta og það er ekkert mikil þreyta í löppunum í dag. Finn samt alveg fyrir þessu. En vikan er rétt að byrja og í dag þarf ég að taka 3 klst. endurance. Föstudagur er 60 mínútna recovery, laugardagur

Fyrsta alvöru vikan

Mynd
Þriggja tíma threshold æfing á miðvikudaginn næsta. Jæja þá er alveg frábærri helgi í Reykjavík lokið. Ég fór með 5. flokki Þórs í körfunni til að keppa 4 leiki á Hlíðarenda. Það var gaman að kynnast liðsfélögum Brynleifs og þetta eru alveg ótrúlega nettir og skemmtilegir gaurar. Það var samt ekki laust við að maður væri orðinn lúinn þegar maður kom heim seint í gærkvöldi enda fullt starf að passa upp á að strákarnir gleymi hvorki sjálfum sér eða einhverju dóti hér og þar. Ég var orðinn svo grillaður að ég sjálfur gleymdi dýnunni sem Harpa lánaði mér. Ég settist á hjólið klukkan 21 í gærkvöldi og tók tveggja tíma æfingu. Reiknaði einhvernveginn með að ég myndi ekki endast svona lengi en leið bara vel og kláraði. Ótrúlega gott að hreyfa sig eftir óþarflega mikið sukk um helgina. Ég var búinn að setja inn í dagatalið að Ingvari væri óhætt að setja á mig langar æfingar miðvikudag og fimmtudag í þessari viku og hann náttúrulega tók mig á orðinu. Ég tek 3 þriggja tíma æfingar í vikunni og s

Upptekinn

 Ég er svo gjörsamlega á hvolfi að ég veit ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður. Þangað til ég átta mig og gef mér tíma til að skrifa hvernig gengur, þá bendi ég á heimasíðu Tri í Reykjavík. Þar eru geggjuð Black Friday tilboð í gangi, frí heimsending á öllu yfir 15 þús krónum. Nagladekk á frábæru verði, föt, hjól osfv. www.tri.is knús

Lífið í borginni

Mynd
Á leið frá Reykjavík í gær Ég var að vinna í Reykjavík þessa vikuna og þó þetta hafi ekki verið nein skemmtiferð þá var satt best að segja mjög gott að breyta aðeins um umhverfi. Eftir erfiðar vikur á hjólinu var líka fjandi fínt að fá smá hvíld. Ég reyndar fór í World Class í Hafnafirði  á miðvikudaginn og tók eina æfingu með Hjólreiðafélaginu Bjarti og það var bara mjög skemmtilegt. Valur kunningi minn bauð mér í heimsókn í Tri (hjólabúð) í vikunni og sýndi mér í alla króka og kima. Hann bauð mér kaffi og tertu og við spjölluðum um hjól og hjólasportið í víðu samhengi. Tri er að stækka og þeir eru komnir með alveg geggjaðan lager (m.a. fyrir stærri og betri vefverslun) og með ótrúlega flott verkstæði í húsið við hliðina á. Ég notaði tækifærið og keypti mér slatta af geggjuðum Castelli fötum á frábæru verði.  Threshold/Tempo- nokkurskonar over/under afbrigði sem var hrikalega skemmtileg. Þegar við komum að sunnan í gær (föstudag) tók ég eina klukkutíma rólega æfingu og var ekki eins s

Consistency

Mynd
Síðustu 4 vikur! Er á hraðferð, á leið í flug til Reykjavíkur þar sem ég fæ smá hvíld frá æfingum. Kannski kominn tími á það og gaman að sjá hvort maður verður ekki sterkari þegar maður kemur til baka. Búinn að hjóla rúmlega 340 km í þessari viku og er sáttur með það. Verst að ég komst ekkert í ræktina. Hérna sést hvernig Ingvar lét mig dúndra upp æfingamagninu síðustu 5 vikur. Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta er að þróast hjá okkur og er vel á verði með allt sem gæti bent til þess að ég sé að ganga of langt. Bakverki, þreytu og öll þessi klassísku merki. En ég er duglegur að passa matinn og hvíla mig vel. Meðaltal síðustu vikna á Strava Ég ætla að njóta þess að taka því rólega í Reykjavík 3 daga en Valur Rafn kunningi minn er reyndar búinn að bjóða mér í hjólatíma í World Class í Hafnafirði. Það verður gaman að komast þangað og hitta fólk. Kem aftur norður á föstudag og reikna með að setja allt í fullan gang þá. Lifið heil!

Base

Mynd
CTL skorið mitt (Chronic Training Load/Fitness) er farið að stíga upp aftur eftir haustfríið. Ég held áfram að moðast í þessum æfingum og er núna í grunntímabili (base season). Eins og ég hef komið inn á margoft þá vill Ingvar að við leitum allra leiða til að auka við æfingamagnið og það verður kannski svolítið undir mér komið að troða inn aukaæfingum. Ég ætlaði mér aldrei að vera kominn svona vel af stað á þessum árstíma en þetta er vonandi eitthvað sem skilar sér í vor. Við verðum búnir að byggja upp góðan grunn, þetta snýst allt um það. Síðustu vikur hef ég verið að hjóla rúmlega 40 km á dag að meðaltali og ég virðist þola þetta ágætlega- ennþá allavega. Það er helst að þetta taki á andlega og það er ekki alltaf jafn auðvelt að gíra sig upp í að setjast á hjólið í 2 klst., sérstaklega ef erfið æfing er fyrir höndum og nóg af verkefnum í hversdagslífinu. En það þýðir bara ekkert að vera að velta því fyrir sér, bara setja undir sig hausinn og láta vaða. Alltaf gott þegar það er búið.

Tjing tjing!!

Mynd
Þetta eru s.s. engar risavikur hjá mér en þetta tikkar inn. Ég klárað síðustu viku með stæl og hún gekk í heildina mjög vel. Ég var 8 klst. á hjólinu og fór 2 tíma í ræktina. Eftir smá þreytu eftir lyftingar náði ég að snúa við blaðinu og var mjög öflugur á laugardaginn. Mér líður vel og finnst ég vera að bæta mig þrátt fyrir að kvefið sé þrálátt og maginn ekki alveg eins og hann á að vera. Training Peaks heldur vel utan um ýmis gögn. Mataræðið hjá mér hefur verið nokkuð stabílt upp á síðkastið og það er allavega á hreinu að ég er að éta nóg. Ég passa mig sérstaklega að næra mig vel í kringum æfingar og éta nóg á hjólinu. Kjúklingur, fiskur, grænmeti, hrísgrjón og kartöflur eru meginuppistaðan í fæðinu hjá mér og á hjólinu ét ég hafrastykki, Haribo hlaup og banana. Vikan á Training Peaks. Ingvar setti upp nýja viku fyrir mig á sunnudaginn og þó hún sé aðeins styttri en sú síðasta þar sem ég er með börnin þá er hún örlítið erfiðari. Ég tek 2 tíma endurance í dag og svo er helvíti erfið

Mental toughness og Chat GPT

Mynd
Nær dauða en lífi uppi á Maska á Tenerife. Það er nánast óskiljanlegt hvað maður leggur mikinn sársauka á sig í þessu hjólarugli á köflum. Í verstu tilfellum stendur maður varla undir sér þegar maður er búinn. En það er á einhvern furðulegan hátt gott og jafnvel ávanabindandi. Ég hef stundum verið í heimspekilegum pælingum um af hverju ég sé á kafi í þessari hjólamennsku og æfingum? Af hverju ég sé að keppast við að koma mér í eins gott form og ég mögulega get? Hvað rekur mig áfram? Þegar ég hljóp sem mest var ég líka í svipuðum pælingum en átti erfitt með að finna svör. Ég var bara lost í einhverju ferðalagi með óljósa hugmynd um endastöð. Það sem ég komst næst því að finna út úr þessu var að lesa bókina Personal best eftir lækninn George Sheenan- sem var einmitt í svipuðum pælingum. Nóg um það, ég held bara áfram að pæla. Exercise is done against one‘s wishes and maintained only because the altnerative is worse.    - George Sheenan  Árið 2017 upplifði ég það á eigin skinni að fara „