Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2011
Það er ljótt að ástandið hérna sé orðið svo slæmt að fólk geti jafnvel hugsað sér að flytja til Noregs. Annars finnur maður það nú á eigin skinni núna hvað farið er að þrengja mikið að. En andskotinn sjálfur, Noregur? Neee

Einu sinni var þjóð

sem átti sterkasta mann í heimi og fallegustu konurnar. Skömmu síðar var þjóðin að eigin mati orðin ein sú best menntaða í heimi og hafði á sínum snærum þá almestu fjármálasnillinga sem höfðu skriðið á yfirborði jarðar. Eftir efnahagshrunið er þjóðin nú hinsvegar allt í einu orðin færust allra þjóða í að komast út úr fjármála og bankakreppum. Með okkar takmarkalausu gáfur og þjóðarstolt að vopni erum við fyrirmynd annara þjóða í baráttunni við auðvaldið. Þetta má allavega lesa úr fjölmiðlaumræðunni þessa dagana. Guð hjálpi okkur, eða blessi Ísland.

Ég elska hlaupaúrið mitt.

Mynd
Hér er sprettæfing dagsins.

Vígin falla

Það er ótrúlegt hvernig maður er alltaf að brjóta niður einhverja múra í lífinu, eða opna dyr, eftir því hvernig á það er litið. Á ákveðnum tímapunktum í lífinu, t.d. þegar maður er unglingur, ætlar maður aldrei á sinni lífsfæddri ævi að gera hitt eða gera þetta. Maður ætlar aldrei að prófa dóp, maður ætlar aldrei að reykja, aldrei að kaupa listaverk, alrei að tuða í börnunum sínum og sussa á þau þegar fréttirnar eru, alrei að hætta að hlusta á dauðarokk og aldrei að hætta að leika sér með dót. Á þessum aldri ætlar maður líka einfaldlega að verða mjög cool gamalmenni sem lifir á brúninni, eða eitthvað álíka. Svo fer maður að opna dyr, prófa hluti. Stundum lendir maður á vegg, labbar inn í myrkvað herbergi og þá er bara að vona að maður rati út aftur og geti lokað hurðinni og læst.Sumar hurðir þola alveg að vera opnar áfram en maður nennir samt kannski aldrei þangað inn aftur (t.d að pússla). Veröldin stækkar smám saman og maður fer að velta fyrir sér fullyrðingunni um að ekkert sé til