Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2024

Holter ✅

Mynd
Rétt áður en ég reif af mér elektróðurnar til að taka æfingu í morgun. Jæja það er ég búinn að fara í 24 tíma hjartaskanna og reikna s.s. ekki með að það komi neitt slæmt út úr því. Ég hef áfram verið alveg einkennalaus. En þetta var í rauninni miklu meiri græja en ég bjóst við og maður var með dinglandi utan á sér tæki sem var álíka stórt og gamall takka-gemsi í leðurhulstri. Tækið var svo tengt við 5 elektróður sem voru límdar á kassann á mér. Klukkan 11 í morgun reif ég þetta svo af mér og skilaði á bráðamóttökuna. Æfing dagsins var 3x8 mínútna threshold og ég ætla ekki að ljúga því að hún tók vel í. Eftir langa hvíld í æfingum á svona mikilli ákefð finnst mér ég vera svolítið lengi að koma mér í gang. Ég held samt að formið sé klárlega til staðar en ég þarf aðeins að venja vöðvana aftur við svona intensity.  Í vikunni var ég að panta mér keppnistreyju og vesti merktu HFA á pedal.is og rak þá augun í Pedla buxur á 30% afslætti. Ég notaði tækifærið og keypti þær því ég þekki hvað þær

Analytics

Mynd
Á GC-505 á leiðinni upp í Soria að fá sér hádegismat. Nú virðist sem hjartavesenið sé að baki og lausnin hafi verið að hætta þessari nikotínneyslu. En til að vera on the safe side, þá var settur á mig Holton skanni uppi á sjúkrahúsi áðan. Ég er því allur í einhverjum helvítis snúrum og drasli þangað til klukkan 11 í fyrramálið. En þó það líti út fyrir að þetta fái allt farsælan endi þá er ég pínu sjokkeraður yfir þessu öllu. Að maður hafi verið farinn að ganga svo nærri sér með neyslu á nikótíni að það hafi verið farið að hafa áhrif á hjartað í manni. Ég vona að þetta verði til þess að ég falli aldrei í freistni aftur. Síðan ég kom frá Kanarí þá er ég búinn að taka 11 hjólaæfingar, mest allt endurance. Ég ætla ekki að ljúga því að ég sé að njóta þeirra í botn, þetta er að verða komið gott af inni hjólreiðum í bili. Sólin og útiveran kveiktu í manni og nú get ég ekki beðið eftir að taka fyrstu útiæfingarnar. Verst að það er ekki útlit fyrir það á næstunni, spáin er köld, dökkblár litur

Meira um áhrif nikótíns á hjartsláttinn

Mynd
Melding úr úrinu mínu um breytingar á hvíldarpúls. Í gær fékk ég meldingu úr Apple Health um breytingar á hvíldarpúlsi og smá graph sem fylgdi með. Það er ágætt að skoða þetta til að minna sig á afhverju maður er að hætta að troða í vörina á sér. Hvíldarpúlsinn hjá mér hefur hrunið og það gerist akkúrat þegar ég hætti þessum óþverra. Eins og síðustu daga hefur þetta gengið þokkalega að mestu að vera án nikótíns, en það má segja að það hafi komið smá bakslag í gærkvöldi. Þegar ég var búinn að borða og sestur fyrir framan fréttirnar þá helltist yfir mig löngunin. Já og reyndar líka núna í morgunsárið þar sem ég sit og sötra morgunkaffið. Það eru þessi móment sem maður tengir helst við neysluna og eru fjandi erfið; líka eftir æfingar, í heita pottinum og þegar maður fer í bað. En jæja, það er bara að sjúga upp í nefið og hætta að væla. Vikan á Strava endaði í 11,5 klst. Ég kláraði vikuna í gær með 11,5 klst en Ingvar hafði bara sett inn 8,5 klst. Þetta var eiginlega allt zone 2 vinna og I

Dagur 2 án nikótíns

Mynd
Maður er kominn í lakkrísinn í staðinn. Þetta er dagur 2 hjá mér í nikotínstraffi og það gengur í rauninni bara vel. Auðvitað fylgir þessu deyfð og sorg, maður var jú að missa vin. En líkamleg einkenni hafa ekki mikið látið á sér kræla og þetta er ekki eins bölvað og þegar ég hætti að reykja. Þá var ég hreinlega veikur í 2-3 daga á eftir. Ég bíð í rauninni bara eftir einhverju hressilegu bakslagi. En eins og ég segi þá er þetta bara að mestu leiti gott, en ég sakna þess mest að fá mér ekki í vörina með morgunbollanum og eftir matinn.  Although we don’t yet have much evidence on the long term health effects of nicotine pouches, we know nicotine is addictive and harmful to health. For example, it can cause problems in the cardiovascular system (such as heart arrhythmia), particularly at high doses. - Ivy Shih, University of Sidney Ég fann ekkert fyrir hjartsláttaróreglu í gær fyrr en eftir æfinguna mína þegar ég var kominn upp í sófa og búinn að borða. Í dag hef ég ekki fundið fyrir nein

Nikotine svelti

Mynd
Simulated mean heart rate following application of nicotine patches at rest (left) and during exercise (right). - M. Gajewska et.al, 2014) Gærdagurinn var ekki góður hjá mér varðandi ruglið á hjartanu.  Í rauninni versti dagurinn síðan á föstudaginn þegar kíkti á bráðamóttökuna. Ég vaknaði 05:45 í gærmorgun, tók æfingu og fór svo út á flugvöll. Þar settist ég niður, fékk mér morgunbollann og tróð í vörina á mér. Ég var rétt kominn í loftið þegar þetta byrjaði og þetta var meira og minna að trufla mig í allan gærdag. Það var eitthvað sem sagði mér að nikótínið væri ástæðan og ég tók þá hræðilega erfiðu ákvörðun um að prufa að fá mér ekki í vörina þegar ég vaknaði í morgun og bíða og sjá hvað gerðist. Ef aukaslögin kæmu aftur myndi ég klessa lummu í andlitið á mér. Klukkan er nú orðin 12:00 og ég hef ekkert fundið fyrir neinum aukaslögum og það sem meira er þá er hvíldarpúlsinn hjá mér dottinn niður í 51 í augnablikinu. Á venjulegum degi þar sem ég er að brasa og vinna eins og í dag er h

Gangurinn

Mynd
CUBE LITENING AERO C:68X PRO 2023 Langaði bar aðeins að fara yfir stöðuna á pumpunni eftir þessa helvítis óreiðu. Var fucked á föstudaginn, fínn mest allan laugardaginn. Kom smá rugl á mig á sunnudaginn, aðeins verri í gærkvöldi og svo ekki laveg góður í dag. Ég drekk 2 kaffibolla á dag og hef skrúfað vel niður í púðunum, tek færri og hef þá miklu styttra en ég er vanur. Ég tók frekar auðvelda klukkutíma æfingu fyrir flug til Reykjavíkur í morgun (er á fundi) og ætla að taka 1,5 - 2 klukkutíma á morgun. Þetta vesen byrjaði hvort sem er þegar ég var með 3 hvíldardaga og ég held að þetta séu pottþétt ekki æfingarnar. Ég held að Ingvari lítist ekkert allt of vel á þetta og hann setti bara á mig recovery og endurance æfingar út vikuna sem er stutt miðað við hvað við hefðum verið að gera. Ég reyni bara að sýna þolinmæði áfram og fara vel með mig. Það er gott að vita að maður komist í þennan 24 tíma skanna fljótlega en ég stefni að því að vera laus við þetta fyrir þann tíma. Valur vinur minn

Jebb, I did it

Mynd
Nú er þetta víst orðið hluti af mér og ekki aftur snúið. Harpa var staðráðin í að fá sér húðflúr á Kanarí en ég var að engjast um með þetta og þorði þessu ekki. Eins og ég ræddi um í einhverri færslu um daginn þá var ég að ofhugsa þetta eins og margt annað. Mig persónulega langaði ekki að taka eitthvað copy/paste af netinu og mér fannst þetta þurfa að hafa einhverja merkingu fyrir mig. Helst vildi ég hafa puttana í hönunni sjálfur. Fljótlega eftir að við komum út fórum við á stofu og pöntuðum okkur tíma- Harpa með allt sitt á hreinu en ég sagðist ekki vera viss og var s.s. ekki undir neinni pressu. Þetta varð alveg þvílíkt hugarangur hjá mér og ég alveg við að beila á þessu. En þegar dagurinn kom leið mér eins og ég ætti alltaf eftir að sjá meira eftir að sleppa þessu en að láta bara vaða, sem ég og gerði á endanum. Við örið á viðbeininu setti ég setninguna "lífið er ekki fyrir alla" og hitt er hjól, banani, kaffibolli og orðið Brekka (teiknaði það sjálfur). Ég ætla ekki að ú

Nautnir og allskonar óregla, líka í hjartanu

Mynd
Aldrei má ekki neitt sagði einhver. Þegar ég og Guðrún vorum að skilja byrjaði ég að fikta við að reykja aftur eftir langt hlé. Þetta fór út í sósíal reykingar þegar maður kíkti út á lífið og svo einn lítill vindill á kvöldi að meðaltali. Ég náði að halda furðu miklu kontróli á þessu en vissi innst inni að ég væri að leika mér að eldinum. Ég var líka farinn að æfa þokkalega mikið og mér fannst frekar öfugsnúið að svæla reyk ofan í lungun á sama tíma og ég var að koma mér í form. Þá datt ég í nikotínpúðana og þá má kannski segja að ég hafi misst stjórnina aftur. Kaffi og púðar hafa verið mín helsta nautn síðustu árin og mér finnst hreinlega ekkert betra en að drekka morgunkaffi, fá mér eina lummu og skrolla yfir fréttir. Ég hef líka verðlaunað mig eftir erfiðar æfingar (þegar ég er búinn að fá mér að borða) með einum góðum kaffibolla og eitri í vörina. Það er ekki heilbrigt en þetta er orðinn hluti af kikkinu við að æfa. Ég hef vitað það innst inni allan tímann að þrátt fyrir að maður s

Kem vel undan ferðinni

Mynd
Soria klifrið! Maður veit aldrei hvað fólki finnst skemmtilegast að sjá úr svona hjólaferðum en þessi mynd vakti athygli margra og sumum fannst þetta hálf gasalegt. Við Harpa lögðum af stað frá Hótelinu okkar á Kanarí um hádegi í gær og komumst loks í rúmið okkar kl. 05:00 í morgun eftir 17 tíma ferðalag. Við ákváðum að keyra bara beint norður og það gekk vel enda færð góð og engin umferð. Þegar við vorum að keyra Reykjanesbrautina var mér reyndar hætt að lítast á blikuna og farinn að velta því fyrir mér hvort ég væri ekki að verða of gamall í svona vitleysu. En við stoppuðum á N1 í Hafnafirði til að fylla á bílinn og keyptum okkur eitthvað í gogginn. Ég keypti svo kaffi og einhverja orkudrykki til að skjóta á mig á leiðinni og svo héldum við af stað. Harpa náði að sofna á leiðinni en ég tók þetta í einum rykk og þurti ekki einu sinni að taka pissustopp. Skráð þyngd hjá mér síðustu tvö árin Ég steig á viktina þegar ég vaknaði í morgun og var nákvæmlega jafn þungur og þegar ég viktaði m

Á heimleið

Mynd
Það er ekkert sem toppar það að komast á kaffihús lengst uppi í fjöllum eftir skemmtilegt klifur. Þarna erum við á uppáhalds veitingahúsinu okkar Restaurante Casa Fernando að fá okkur nýkreistan papaya mango safa. Og svo toppar maður þetta alltaf með tvöföldum espresso. Jæja þá er sælan búin í bili og við förum út á völl í hádeginu. Þetta frí er búið að vera alveg upp á 10 þrátt fyrir að hótelið sem ég valdi hafi verið hálfgert slum. Hér eiga það flestir sameiginlegt að vilja sitja með sígó og marinera á sér lifrina fyrir utan íbúðina sína frá morgni til kvölds. Á næsta ári verður Harpa fimmtug og ég er að spá í að bjóða henni hingað út og þá verður ekkert slor- fjögurra stjörnu hótel og endalaus lúxus.  Það er óhætt að segja að það sé fallegt í fjöllunum. Við enduðum þetta ferðalag á því að fara upp í Soria og fá okkur að borða. Hæfilega langt og ótrúlega fallegt klifur.  Ingvar kíkti inn á Training Peaks hjá mér á sunnudaginn og sagði að það hefði ekki verið vitlaust fyrir mig að tak

Í gangi núna - Kanarí 🌴 ☀️

Mynd
Á frægum djúsbar lengst uppi í fjöllum. Hef ekki gefið mér tíma til að droppa hérna inn og blogga enda s.s. í mörgu að snúast hér í sólinni. Finnst ég verði að henda hérna inn einu stuttu enda bullandi traffík á síðunni- takk fyrir það! Við höfum það geggjað gott og þessi eyja stendur sannarlega undir væntingum hjólalega séð. Það var búið að segja okkur að þetta væri betra en Tenerife en ég bjóst ekki við að þetta væri svona sturlað. Umhverfið, hjólamenningin, fjöllin, leiðirnar, kaffihúsin, veðrið.... allt upp á 10. Síðustu vikur á Strava- það er nokkuð ljóst að CTL (Chronic Training Load) skorið mitt á eftir að rjúka ansi vel upp hérna. Ég reyni að gefa mér betri tíma seinna í að gera upp ferðina og fara aðeins yfir leiðirnar en ég nenni því ekki núna. En eitt er víst, að maður er taka ansi vel á því. Velti fyrir mér hvort ég hefði átt að henda inn hvíldardegi en ég bara tími því ekki. Vonum að það sleppi enda er þetta lang mest rólegt hjá okkur.  Meira seinna...

Stöðuleiki þrátt fyrir miklar annir

Mynd
Ég er með frekar gamaldags hjólatösku og það er býsna mikið verk að pakka þessu til að lágmarka hættuna á skemmdum í flutningi. Börin á sófanum að horfa á Eurovision. Það er óhætt að segja að spennan sé að aukast hjá okkur Hörpu. Við keyrum suður í fyrramálið, gistum eina nótt í Keflavík og fljúgum svo út á þriðjudagsmorgun kl. 09:00. Ef allt gengur að óskum lendum við á Kanarí rúmlega 14:00 á staðartíma og vonumst til þess að ná það snemma á hótelið að við náum að setja saman hjólin og taka smá hring. Það er mjög mikilvægt til að tékka á hvort allt sé í lagi og svo er það líka betra fyrir líkamann að fá smá hreyfingu fyrir fyrsta stóra daginn. Ná úr sér hrollinum. Síðuastu fjórar vikur á Strava. Þessi vika er búin að vera hálfgerð geðveiki hjá mér og á tímabili var ég ekki viss um hvort ég næði að taka allar æfingar skv. plani. En ég setti undir mig hausinn og náði fullri viku. Það var helst um helgina þar sem ég var með tvær 3 tíma æfingar þar sem þetta var orðið frekar sveitt. Það v

Span

Mynd
Mamma kíkti í kvöldmat til okkar í vikunni. Þessi vika er búin að vera á hvolfi eins og við var að búast og ég er ekki einu sinni byrjaður að taka mig til fyrir Kanarí. En helgin er eftir. Mesta stressið var samt með TCR-ið mitt sem ég þurfti að fara með í Útisport út af biluðum bremsum. Það vantaði varahluti en Vilberg reddaði þessu með að taka varahluti af gravel-hjólinu sínu. Ég krossa fingur að þetta haldi allt saman. Mjög óþægilegt að fara í svona ferð og vera ekki viss um að allt sé í lagi. Eftir að algera bugun í æfingunni á miðvikudaginn þá náði ég að snúa hlutunum við í gær. Þá var 5x1mín sprettir, nokkuð þétt æfing sem mér var búið að kvíða fyrir. Lykillinn af því að tækla hana var gríðarlegt fiskát, hrísgrjón, súrdeigsbrauð, magnesíum, vítamín, góður svefn og hvíld. Ég fann alveg fyrir þreytunni sem fylgir þessum sprettæfingum en ég var miklu sprækari en deginum áður. Í dag er 1 klst. recovery æfing og svo bíða mín 6 klst. um helgina. Þá fæ ég 2 daga til að koma mér til Kana