Andrew Wyeth

The dam, 1960
First snow (Groundhog day study) 1959

Einn af mínum uppáhalds listamönnum er Andrew Wyeth (1917-2009). Þó hans þekktustu verk hafi verið máluð með eggjarauðum og litarefni -eins og gömlu meistararnir notuðu- þá var hann býsna helvíti seigur með vatnslitum. Hér má sjá skemmtilega samantekt af vetrarmyndum eftir Andrew, bæði vatnsliti og egg tempera verk.

Ég get alveg týnt mér í að skoða málverkin hans. Þau eru eitthvað svo rosalega dulræn og í þeim er svo mikil saga. Þau eru líka á einhvern hátt einmannaleg. Það er smá Gyrðir í þeim- eða Andrew í Gyrði. Þó stílinn á vatnlitamyndunum hans sé kannski mjög ólíkur því sem ég er að gera, þá get ég tekið mér ýmislegt til fyrirmyndar. Það fyrsta sem mér dettur í hug eru brúnirnar (edges).

Vatnlsitamálun er stundum sögð battle between edges. Það þurfa að vera bæði skarpar og veikar línur. Mænir á húsi sem er sköróttur, boginn eða með veikar línur verður t.d. ekki trúverðugur. Skuggi af ljósastaur er væntanlega beinn. Þarna hefur maður stundum kastað til hendinni og það getur skilið á milli þess að vera með þokkalegt málverk í höndunum eða vont málverk. Takið t.d. eftir skugganum undir skemmunni við hliðina á húsinu.

Fyrir þá sem ekki mála hljómar þetta kannski frekar ómerkilegt en allir ættu að geta haft gaman að því að skoða myndirnar hans.


“I prefer winter and fall, when you feel the bone structure of the landscape – the loneliness of it, the dead feeling of winter. Something waits beneath it, the whole story doesn’t show.” – Andrew Wyeth

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101