Séra Örn


Mér hefur ekki alveg gengið eins og ég hefði viljað í þessum vetrarmyndum- en ég er óþolinmóður og svo liggur mér heldur ekkert á. Ég kom að því um daginn hvað mér finnst Bláfjallið alltaf fallegt séð sunnan af bæum og langar því til að birta eina mynd sem Séra Örn málaði 2011 og er í eigu Bjössa Gauta.

Þessi mynd er alveg snilldar vel heppnuð hjá karlinum. Ég veit ekki mikið um myndlist þannig lagað eða mynduppbyggingu, en þarna finnst mér gott jafnvægi á milli forgrunnsins og hvorugt of mikið eða lítið unnið. Töfrarnir við þessa mynd gerast þegar maður gengur frá henni og gefur henni 2-4 metra. Alveg miljandi 3-vídd.

Þið getið prufað með því að stækka hana og minnka hana svo aftur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101