Afmæli Dagbjartar

Dabjört að prófa nýja úrið frá frænkunum í sveitinni

Hef einhverra hluta vegna ekki komið hér inn vikum saman. Það er samt allt ágætt að frétta en ég hef bara haft öðrum hnöppum að hneppa. Það hefur gengið vel í vinnunni síðsutu 2 vikur, veðrið verið fínt og flest í blóma. Hef reyndar verið í smá meiðslum sem hafa haldið mér frá æfingunum mínum, en það er að birta til í þeim málum.

Í dag á Dagbjört afmæli. Guðrún kom hér í morgun og við opnuðum gjafir og borðum amerískar pönnukökur. Ég gaf Dagbjörtu nýtt hjól og svo fékk hún fullt af öðrum góðum gjöfum; úr frá frænkum sínum, strigaskó frá ömmu og afa í sveitinni, Barbie dúkku frá langömmu, Barbie bíl frá mömmu sinni og bræðrum, íþróttatoppa og fullt af fötum.

Þórður á líka afmæli í dag og það stefnir í partý í kvöld. Börnin fara því í gistingu til mömmu sinnar en koma aftur til mín á morgun.

Ég er búinn að vera að mála aðeins. Tók að mér að mála verk fyrir eina fjölskyldu og það tókst býsna vel. Ég held að þetta hafi komið mér í gang og nú þarf ég að fara að mála myndir fyrir Dyngjuna. Ekki veitir mér af peningunum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101