Sumarið kom og fór

 Það var tiltektar- og skipulags-session hjá mér um helgina. Ég er búinn að vera að taka geymsluna í gegn og henda dóti. Fór með fulla kerru á föstudaginn og þetta er allt farið að líta betur út. Núna á ég bara eftir að fara með dósir og þrífa svalirnar og gluggana, þá er þetta orðið helvíti gott fyrir sumarið.

Áðan skrapp ég á bike24 og pantaði mér restina af því sem mig vantar fyrir hjólaferðina, þ.e. fyrir utan einhverjar fatalufsur, svenpoka og tjald. Ég ákvað að klára bara þennan kostnað alveg áður en ég fer að flikka eitthvað upp á ferðahjólið. Ég er jafnvel að spá í hvort ég reyni ekki að láta það bara alveg eiga sig að lappa upp á það þangað til ég kaupi gír-höbbinn. Það er varla að það taki því að skipta út öllum vírum og dóti ef maður er að fara að slíta þetta allt í sundur næsta haust eða vetur.

Annars er ekki margt að frétta. Börnin koma í dag og því verður þessi vika að öllum líkindum mjög fljót að líða. Það er s.s. ekkert planað hjá okkur en ætli við kíkjum ekki aðeins í sund og verðum svo bara eitthvað að dunda heima. Kannski að við kíkjum aðeins austur um helgina ef mamma og Egill verða heima.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101