Hamborgarar

Á Sporvejen í Köben- sem við mælum eindregið með.

 Eitt af því fáa sem við börnin ákváðum áður en við fórum til útlanda um daginn var að borða nóg af skyndibita og ís. Og við stóðum við það.

Í Kaupmannahöfn átum við 2x á Mc Donalds og einu sinni á Sporvejen sem er rétt hjá Strikinu. Vel gert á tveimur dögum. Kannski hægt að bæta því við við átum líka á KFC í eitt skipti.

 Ég hef alltaf verið sucker fyrir BicMac og hann stóðst væntingar í fyrra skiptið- en í seinna skiptið lentum við í algerum hörmungum á Mc Donalds við Kongens Nytorf (minnir mig). Þar voru allir með allt niður um sig og við fengum allt vitlaust afgreitt, drykkir voru volgir og franskarnar kaldar. Hamborgararnir, sem voru líka kaldir, voru ekki einu sinni með öllum áleggjum, sama hvernig það er hægt á Mac Donalds. Það var svo mikil kaos þarna inni að við gengum bara út. Á Sporvejen át ég hinsvegar hamborgara með kræklingi og hvítlaukssósu sem ég mæli eindregið með. Á þeim stað drukku börnin líka risastóra krús hvort af kóki og það hélt Brynleifi vakandi til klukkan 3 um nóttina.

Hjá pabba fengum við geggjaða borgara sem hann gerði sjálfur og grillaði af stakri snilld. Meðlæti var heimagert coleslaw og franskar úr airfryer. Það var skuggalega gott. Á leiðinni til Þolla átum við á Max (besta hamborgarakeðja á norðurlöndum) og svo átum við smash-borgara á Brödernas í Västerås. Þeir borgarar voru mjög góðir en aðeins of mikið af sósu og fitu. Á leiðinni til pabba aftur átum við svo á Burger King og fékk sá staður algera falleinkun hjá okkur öllum. Ég var búinn að gleyma hvað þessi staður er endemis mikið drasl og horbjóður.

Mér finnst fátt betra en góður hamborgari en ég verð að viðurkenna að það er of mikið að éta þetta annahvern dag. Ég er ekki búinn að fá mér hamborgara eftir þetta (borða þá reyndar orðið mjög sjaldan) og Brynleifur hefur algerlega strækað á hamborgara. Hann fékk algert ógeð og ég veit ekki hvernig það muni ganga að koma þessari eðalfæðu í hann aftur, sem er s.s. allt í góðu. Og það sem er betra er að hann ætlar aldrei að drekka kók aftur. Honum fannst andvakan svo skelfileg að hann er kominn í daufari efni.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101