Guðs lömb

Jæja þá erum við búin að vera í sveitinni um helgina og höfðum það gott að vanda. Daníel og Brynjar fengu sín fyrstu lömb og var það mikil gleði. Reyndar fékk Brynjar gráan hrút svo ekki er nú útséð með hvort það lamb fái að upplifa mývetnskan vetur. Brynjar var nú reyndar farinn að benda Agli á aðra hrúta í húsunum sem mætti endilega lóga. Þeir skráður svo samviskusamlega niður á miða númerin á lömbunum og ætla að finna þau í réttunum í haust. Ég held reyndar að þeir ætli með miðana í skólann á morgun til að sína krökkunum "lömbin". Þegar við fórum svo heim í dag voru þeir báðir búnir að skíra afkvæmin. Og nöfnin; Pétur og María. Það er ekki að spyrja að því, biblíu uppeldið skilar sér.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101