Rugl

Ég gleymdi tölvunni í vinnunni um helgina. Það var í raun nokkuð erfitt að ganga í gegnum það sorgarferli, sérstaklega á föstudagskvöldið. Var plataður á sjóinn á laugardaginn og var vaknaður kl.04 um nóttina og kom heim kl.19 um kvöldið. Guðrún var búin að þrífa allt, lét renna í bað og eldaði dásamlega hamborgara. Þessi elska.

Ég var því miður frekar glataður félagskapur og hún fann mig hrjótandi með golfblað á maganum. Steindauður fram á morgun. Fer eitthvað lítið á sjóinn í þessari viku en er farinn að kryfja skötuseli alveg eins og ég eigi lífið að leysa. Þetta er gott stuff.

Fórum í leikhús í gær. Leikfélag Sauðárkróks sýndi Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonar og er óhætt að segja að þetta hafi verið áhugaleikhús af bestu gerð. Það eina sem skyggði á sýninguna var návist leiðinlegustu konu á yfirborði jarðar sem sat hrínandi eins og gilta með höfuðmein stutt frá okkur. Ég reyni að láta fólk ekki fara í taugarnar á mér en þegar þessi er annarsvegar, þá langar mann til að rífa af sér hendina og lemja hana með henni. En þetta var sumsé pistill um leikhús.

Góðar stundir, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101