Þroskun

Ég sat einn í bílnum í gær og var á fleygiferð um suðurlandið. Nánar tiltekið undir fjallinu rétt hjá Hveragerði þar sem er búið að fjarlægja hálft fjallið með malarnámi. Þá allt í einu, bara rétt si-svona, fannst mér ég vera svo fullorðinn. Já, þroskaður, lífsreyndur og alvarlegur. Ég er ekki frá því að ég hafi verið ábúðarfullur á svip með báðar hendur á stýrinu. Er þá ekki kominn tími til að prjóna sér strætóskýli úr hildum og fara að selja þar vindþurrkaða ruggustóla skreytta með kynhárum af jólasveininum?

Annars endaði þessi bílferð á golfvellinum á Hellu. Keppti þar á 1.mai móti í ágætis veðri og ekki dónalegt að vera með gosstróka í forgrunni á sumum brautum. Í kom inn á 76 höggum með forgjöf og var jafn annsi mörgum í 8 sæti. Ekki slæm byrjun á golfsumrinu sem verður vonandi öfgakennt. Jæja var að hlaða niður stubbunum og ætla að fara að kíkja á nokkra þætti.

Hafið það gott, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101