Matur



Það var rosalega öflugur dagur hjá mér í gær. Þegar ég kom heim úr vinnunni hófst ég strax handa við matseld. Ég hleypti upp suðu á reyktu hrossaketi, setti yfir kartöflur, útbjó jafning og sauð sviðalappir. Það kom mér reyndar nokkuð á óvart að ég var sá eini sem var að missa mig úr gleði en aðrir fjölskyldumeðlimir náðu að sýna stillingu á meðan þeir neyttu fæðunnar. Þegar ég var búinn að borða og ganga frá í eldhúsinu fór ég að úrbeina súpukjöt og skera niður grænmeti í kjötsúpu. Þessari súpu voru gerð skil í kvöld. Life is good.

Ákvað að lokum að deila með ykkur alveg frábæru myndbandi. Þetta lag er gjörsamlega að gera allt brjálað á Skagaströnd þessa dagana. Lang heitasti smellurinn.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Geggjað;)
Vúhúúúúú, einn, tveir, þrír, .......
Kv. frá Ås
fofofo sagði…
klassa mæm
Skarpi sagði…
tær snilld...mér finnst ég vera 10 ára aftur...það voru góðir tímar:)
Bjarni sagði…
Já ég vildi bara að ég gæti safnað svona hári eins og söngvarinn. Nú er ég bara að safna hári í andliti, eyrum og nefi. Get allavega keypt mér svona föt.

Kveðja, Bjarni

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101