Já og ég gleymdi

að nefa rósmarín sem ég kryddaði skötuselinn með.

Átum hvítlaukskjúklinginn í gærkvöldi. Jesú kristur veri minn hvítlaukur, þvílík bomba. Mæli með að fólk eldi þetta og má ég þá mæla með því að fólk éti með þessu Nan-brauð, salat og ég myndi vilja hafa einhverja kalda jógúrtsósu. Hér kemur uppskriftin. Jónína sem vann með mér hjá Matís lét mig fá þessa uppskrift en ég veit ekkert hvaðan hún kom (uppskriftin) Njótið:

Farrouge Mishwa
(Grillaður hvítlaukskjúklingur)

1 kjúklingur skorinn í bita
1 msk. paprikuduft
Salt og nýmalaður pipar
4 msk. Tartaoor bi Sade
3 hvítlauksrif pressuð
3 msk. ólífuolía
2-4 msk. sítrónusafi

Nudda papriku, salti og pipar á kjúklingabitana. Hræra saman taratoor, olíu og 2 msk. af sítrónusafa. Hella sósunni yfir kjúklingabitana og geyma í kæli yfir nótt. Grilla bitana á vel heitu grilli og bera fram heita með watercress salati og sítrónubátum.

Taratoor bi Sade
(Hvítlaukssósa)
45 hvítlauksrif
150 ml. ólívuolía
Safi úr einni sítrónu

Hvítlaukurinn settur í matvinnsluvél og saxaður, olíunni hellt samanvið og að lokum sítróunsafanum. Má nota sem sósu eða marineringu. Geymist í 2 vikur í kæli, lengur í frysti.

Batatas Bi Houmus
(Kartöflur með kjúklingabaunum)
120 ml. ólífuolía
1 stór laukur, saxaður smátt
350 ml. kartöflur skornar í teninga
2 hvítlauksrif söxuð smátt
225 gr. soðnar kjúklingabaunir
5 tómatar afhýddir og kjarnhreinsaðir skornir í litla bita
Cayenne pipar
1/2 tsk. kóríander fræ
Salt og pipar
50 gr. fersk steinselja

Hita olíuna í potti. Mýkja laukinn í olíunni þar til hann tekur smá lit. Bæta við kartöflunum og hvítlauknum og hræra í 3-4 mín. Bæta þá kjúklingabaununum, tómötunum, cayenne pipar eftir smekk og kóríander fræjum. Sjóða með lokið á í 20 mín. eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Krydda með salti og pipar og hræra saxaðri steinselju samanvið áður en borið er fram.
Má bera fram heitt eða kalt.

Kveðja, Bjarni

Ps. Þetta Batadas er möst

Ummæli

Halldór sagði…
Svona möst eins og rándýru villisveppirnir í gamla daga, hehehehe.
Bjarni sagði…
Hei! Þeir skiluðu sínu og allir voru sáttir við sósuna. Maður býr ekki til villisveppasósu og sleppir að kaupa villisveppi.

Kveðja, Bjarni

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101