Búinn .. ... ......... .

að standa í eldhúsinu í mest allan dag og dunda mér við eldamennsku. Við turtildúfurnar erum ein heima og því ekki úr vegi að elda eitthvað sem fellur ekki í ljúfann löðinn hjá strákófétunum.

Rétt í þessum skrifuðu orðum vorum við að renna niður grilluðum skötusel. Kryddaði þetta með maldonsalti, svörtum pipar og rifnum sítrónuberki og lét standa í ískáp í 2 tíma. Síðan átum við með þessu eitthvað mauk úr svörtum ólífum, ferskum kryddjurtum, balsamico, sellerí, salti & pipar, sítrónu og kannski einhverju fleira. Svo var kartöflustappa með sítrónu, ólívuolíu, salti og pipar. Þetta var alveg fínasti matur.

Á morgun ætlum við að éta líbanskan kjúkling með sérstöku hummus sem ég elda úr kartöflum, kjúklingabaunum, hvítlauk, tómötum og kryddjurtum. Það verður eitthvað skrautlegt því ég bjó til einhverja mareneringu fyrir kjúklinginn sem inniheldur 45 hvítlauksrif! Ég reyndar notaði hana ekki alla en; vá maður! Mikil matarhelgi.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101