Smalastafur

Siggi var úti

Siggi var úti með ærnar í haga
allar hann hafði þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga
vissi hann að lágfóta dældirnar smó.
Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti.
Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti.
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti,
aumingja Siggi hann þorir ekki heim.


Höfundur: Jónas Jónasson

Ég vil minna lesendur síðunnar að það að þetta er samið af langa langa afa mínum, Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Það hefur orðið einhver leiður misskilningur þar sem þetta er tengt við bankahrunið og annan Sigurð sem er ekki með ærnar í haga heldur humar í maga.

Doktor Gunni vildi fara að senda Magnús Ver og einhverja til að fara og ná í Sigurð til London. Mér finnst nær að tala við Sofíu Hansen sem hefur mikla reynslu í að fá fólk til Íslands. Eða reyna það allavega.

Kannski er þetta ekkert til að grínast með. Ég veit það ekki, ég er svo smekklaus.

Kveðja, Bjarni

Annars þarf að far

Ummæli

Halldór sagði…
Þarft nú ekkert að vera að verja hann þó að þú gefir honum rjúpur, svikarinn þinn...

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101