Vatnslitanámskeið

Ein mjög einföld sem ég er samt alltaf ánægður með. 

Það var haft samband við mig frá Þekkingarneti Þingeyinga og ég beðinn um að leiðbeina á vatnslitanámskeiði eftir hálfan mánuð. Fyrst fékk ég í magann og langaði til að humma þetta fram af mér og vona að þetta gleymdist bara. Síðan hringdi ég í Dittu hjá Þekkingarnetinu til að afþakka þetta en þegar símtalinu lauk var ég að sjálfsögðu búinn að taka þetta að mér.

Ég á alltaf erfitt með að taka hrósi og þegar fólk hælir mér fyrir myndlistina mína, þá líður mér oft hálf kjánalega. Mér finnst eins og ég eigi þetta ekki skilið og að fólk sé bara að vera næs. Og varðandi þetta verkefni þá finnst mér eins og ég hafi ekki burði eða þekkingu í að vera með svona námskeið. En ef ég afmarka mig og nýti tímann vel þá vonandi næ ég að koma einhverju til skila. Í grófum dráttum ætla ég að skipta þessu upp í þrjá þætti:
  1. Efni og búnaður
  2. Tækni (do's and dont's)
  3. Æfing (mála mynd)
Annars er ekkert nýtt að frétta nema ég átti við líkamlega bugun að stríða í gær. Ég var gjörsamlega búinn á því og átti í mestu vandræðum með að klára 1,5 klst endurance æfingu. Í dag er 1 klukkutími recovery og ég næ þá vonandi að jafna mig fyrir átökin á laugardag þegar ég tek 3 klst. threshold æfingu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101