Sveitahelgi

 

Barnlaus vika að hefjast og því var gott að fá smá aukakúr í morgun.

Ekki margt að frétta, nema kannski helst það, að þetta veðurfar upp á síðkastið verður að teljast einstakt. Frost, logn og heiðskýrt dag eftir dag. Svona eiga vetur að vera. Það er búið að vera dásamlegt að hjóla í vinnuna og sinna erindum. Var að tékka á spánni og það lítur út fyrir að þetta verði svona allavega í 6 daga í viðbót.

Við börnin og Þórður fórum austur um helgina og sáum um búið fyrir Egil og mömmu. Það var hrikalega næs. Við átum góðan mat og nammi í ómældu magni.

Nú er maður að reyna að setja sig í gírinn fyrir vikuna. Guðrún sækir börnin á eftir og þá hefst piparsveinalífið. Það eina sem er ákveðið er að fara í ræktina 4x í vikunni, fara í fiskbúð eftir vinnu í dag og svo hitta 2 vinkonur í kaffi. Einfalt og gott.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101