Langafasta

 

Í fjárhúsunum hjá afa og ömmu

Nú er víst Langafastan byrjuð og þá étur maður ekki kjöt. Ekki það að ég sé orðinn gyðingstrúar, mér fannst þetta bara sniðugt. Mér líður yfirleitt vel þegar ég ét mikið grænmeti og fisk og það er fínt að nota þetta sem æfingu til að minnka enn frekar kolefnisfótsporið sitt. 

Langafastan hefst á Öskudegi og lýkur um Páskana. Þegar þetta er skrifað eru komnir 4 dagar hjá mér og ég bara búinn að gleyma mér einu sinni en það var þegar ég át litla pizzasneið með skinku. En þetta gengur vel, nóg af fiski í kortunum og nú mallar Chili sin carne á eldavélinni.

Annars er vetrarfrí hjá okkur börnunum og við búin að kíkja aðeins í sveitina. Erum komin aftur til Akureyrar og erum bara í slökun. Það er leikur í gangi í sjónvarpinu. Liverpool sökkar og ég ætla að segja upp boltanum.... ég er annars hugar eins og sést á þessu samhengislausa rugli.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101