Græjupistill

 

Sweetroll á stýrið fyrir tjald og svefnpoka

Þó ég liggi ekkert í græjupælingum þessa dagana þá er ég alltaf eitthvað með fjallaferð næsta sumars bakvið eyrað. Ef ég ætti skítnóg af peningum þá myndi ég sjálfsagt kaupa mér alveg nýtt töskusett á fjallahjólið því stóru ferðatöskurnar (sem maður notar á malbiki) eru ekki gerðar fyrir svona brölt og djöfulgang eins og maður stefnir á. En peningar eru issue.

Ég er samt búinn að ákveða að kaupa mér Sweetroll framan á stýrið þar sem ég mun sennilega geyma tjald, svefpoka og kannski léttan jakka. Pokinn er vatsheldur og gott að koma smá af þyngdinni að framan.

Cargo mounts á gafflana

Til að geyma stóra vatnsbrúsa set ég tvær cargo festingar á gafflana. Kosturinn við þessar festingar eru að ég get líka keypt þurrpoka og geymt dót á göfflunum. 

Ranger framebag

Fyrir mat, viðgerðarsett og dót sem getur verið gott að komast í án vandræða ætla ég að kaupa Ranger Framebag frá Revelatedesign. Ég gæti reyndar sennilega komið 3 lítra vatnsblöðru í hann með slöngu til að drekka en held að það gæti verið smá vesen.

Widefoot flöskuhaldari.

Þar sem ég er með tösku í stellinu þá er ekki pláss fyrir brúsafestingar á hefðbundum stað og þess vegna myndi ég setja flöskuhaldara undir stellið. Þetta er þá flaska sem ég get fyllt á úr flöskunum sem eru á gafflinum. 

Ortlieb töskur festar á afturgrind

Ég á bæði stórar og litlar Ortlieb Rollers sem ég nota í hefðbundna hjólamennsku. Ég á því erfitt með að réttlæta það að kaupa mér nýjar töskur að aftan. Ég ætla því að nota minni töskurnar og reyna að strappa þær niður með teygjukrókum. Ég er þá líka með möguleika að festa þurrpoka á milli þeirra.

Moloko stýristaska

Ég er búinn að kaupa mér Moloko stýristösku. Í hana fer sími, GPS, peningar, sólgleraugu og annað smádót sem gott getur verið að komast í án þess að fara af hjólinu.

Þetta er nú svona pælingin hjá mér í augnablikinu. Þetta mun kosta sennilega kosta mig 50 þúsund hingað komið en ég held að það sé alveg þess virði. En ég ætla samt líka að skoða hvort ég komist upp með að fara ódýrari leið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101