Dagurinn í dag er búinn að vera nokkuð annasamur. Ég byrjaði á því að hjóla í vinnuna og þurfti svo að fara niður í bæ í hádeginu til að fara til læknis. Eftir vinnu þá hjólaði ég heim og sótti peru og hjólaði svo í Byko. Núna er ég að fara í ræktina og eftir það ætla ég að labba niður í bæ til að éta með Þórði. Ég tók ágætlega á því áðan á hjólinu og er búinn að hjóla 14 km í dag. Ég var reyndar orðinn alveg orkulaus þegar ég kom heim og fékk mér jólaöl og Cliff Bar til að fylla á orkubyrgðarnar.

Í síðustu viku fór ég bara einu sinni í ræktina en gerði æfingar heima á hverjum degi eins og skáti. Stefni á 4 æfingar í þessari viku og ætla að taka hvíldardag á laugardag. Annars engin plön. Kannski maður kíki út um helgina enda mikið líf í bænum. 

Stefnumótalífið hjá mér hefur verið mjög rólegt. Eftir smá skot um daginn hef ég hreinlega ekki haft orku til að standa í einhverju Tinder spjalli og bíð bara eftir að hin fullkomna dama detti af himnum ofan. Nýt þess bara að vera einn með sjálfum mér.

Fyrir nokkrum dögum fékk ég vörutalningarblað úr Dyngjunni og staðan er þannig, að lagerinn minn er eiginlega bara alveg orðinn tómur. Ég þarf því að fara að negla mig við vinnuborðið og mála einhverjar klassískar Mývatnsmyndir.

Góðar stundir

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101