Breskir panelþættir

 


Breskir panelþættir eru aðgengilegir á YouTube. Þetta er endalaus uppspretta af ótrúlega fyndnu efni og yfirleitt eru nýjir þættir komnir í loftið daginn eftir að þeir eru sýndir á Bretlandi. Helsti gallinn við þetta er hversu pínlegt verður að horfa á sambærilega þætti hér heima. Þar er t.d. hægt að mislukkaða tilraun Stöðvar 2 við að gera íslenska útgáfu af Would I lie to you, sem var hörmung. En það sem ég mæli mest með er:

  1. 8 out of 10 cats does countdown
  2. Would I lie to you?
  3. The Big Fat Quiz Of The Year
En síðan er líka fullt af öðru dóti sem dúkkar upp í suggestions og er alveg þess virði að kíkja á, t.d. Mock of the week. Ef fólk er orðið leitt á Netflix og vantar eitthvað áreynslaust sem alltaf er hægt að grípa í, þá mæli ég eindregið með þessu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101