Áfram veginn

Ástæðan fyrir langri þögn hér inni var fyrst mjög góð, en svo verri. Of personúleg til að ræða hér. En ég verð í lagi.

Ef frá er skilið tilfinningalegt drama þá er allt annað fínt að frétta. Börnin hafa það gott, peningamál.... bla bla bla. ræktin bla bla og matur bla bla bla

Fallegt veður... bla bla kalt.. hvenær kemur vorið? 

Langar að fara í spandexgalla og hjóla. Langar í sumar og sól, langar að sjá íslenska pickup-a með risahjólýsi þeysa um landið í peningamekki. Sitja með pólskum hjónum á tjaldsvæði og tala um Andrzej Duda.

Labba niður í bæ í léttum jakka og reykja vindil fyrir utan Kaktus án þess að skjálfa úr kulda. Sitja á sundlaugarbakka og vera að ærast vegna öskrandi barna. Sjá kúk á botninum og fljótandi plástur. Fá sér pylsu eftir sundið. 

Ég væri fjandakornið meira að segja alveg til í að sulla ís á fyrrnefndan jakka, í sumar og sól, undir gömlu apóteki.

Labba með sjónum, hringja í vin og sjá máf skíta á útlending við Landsbankann. Skoða steinselju með Jóni Þór og gefa svörtum ketti harðfisk.

Skrönglast með Orra upp Oddeyrargötuna þegar líksnyrtirinn er að hefja dósasöfnun. Áður en kirkjuklukkurnar hringja.

Áfram veginn

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101