Hausinn í bleyti

Hillur sem ég er að spá í fyrir stofuna

Nú er ég mikið með hausinn í bleyti varðandi flutning í Hjallalundinn. Ég er eiginlega orðinn vandræðalega spenntur fyrir að koma mér vel fyrir og langar ótrúlega til að hafa þetta huggulegt. Ég hef gengið svo langt að vera farinn að spá í matarstell, stofublóm og mottur. Ég á erfitt með að koma orði á hvernig mig langar til að hafa þetta, en lykilorðin eru; skandinavískt, umhverfisvænt, menningarlegt, hlýlegt, minimalískt og litríkt.

Ég er búinn að vera í sambandi við listamann í Kaliforníu sem heitir Andrew Faulkner varðandi eftirprentun á verki til að hafa fyrir ofan sófann. Ég frétti af honum í gegnum Gene heitinn og við höfum verið að fylgja hvorum öðrum á instagram. Hann spurði hvort ég væri jafnvel til í einhver vöruskipti. Það finnst mér sannur heiður og eiginlega furðulegt? Fyrir þá sem hafa áhuga á list þá getið þið kíkt á heimasíðu Andrew Faulkner.

En já, annars er maður búinn að vera að spá í litum á veggina og almennri uppröðun í stofuna og hvernig maður komi stúdíóinu fyrir og helst langar mig að hafa góða aðstöðu fyrir börnin að mála og föndra. Að lokum er ég búinn að ákveða að það verður mikið af blómum. Over and out.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101