Still life 1


Aldrei bjóst ég við því að mér gæti þótt skemmtilegt að mála kyrralífsmyndir.

Mér finnst conceptið áhugavert, því að vissu leiti meikar þetta lítinn eða engan sens. Óskyldir hlutir, héðan og þaðan, jafnvel ekki með nein sjáanleg tengsl. Þetta er gott efni í heimspekilegar vangaveltur.

Á hinn bóginn gefur þetta manni frelsi til að útbúa sinn litla heim sem er án tenginga við hversdagslegt streð, pólitík og annað. Fullkomið frelsi- líka frá reglum um uppsetningar og liti.

Þetta hér var fyrsta tilraun mín á kyrralífsmynd. Kaffikanna, soyjasósa, tómatar, sítróna og skorpnuð fíflablöð. Raðað ofaná handklæði sem allt er útsullað í málningu. Meikar mikinn sens.

Útkoman er ásættanleg að mínu mati. Skuggi á sítrínu kemur samt skringilega út. Ég ætla að prufa að gera þetta aftur og þá ætla ég aðeins að breyta tækninni í skuggunum og endurskoða fíflana.

Ég hef á tilfinningunni að ég sé að fara að mála meira af matvælum á næstunni.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101