Lífræn skissa

Ég segi lífræn því það er líf í henni. Í skissum er oft miklu meiri sannleikur en í málverki og án þvingunar gerast einhverjir töfrar oft á tíðum. Ekki misskilja mig- ég er ekki að halda því fram að þetta sé eitthvað meistaraverk.

Þegar menn slá á æfingarsvæðinu í golfi fljúga allir boltar þráðbeint og langt, en þegar komið er út á völl fer allt í hnút. Þetta er bara í hausnum á manni- period. Nú er bara að reyna að plata á sér hausinn og vera alltaf bara að skissa. Það er hægara sagt en gert. Að lokum langar mig að vitna í bandaríska listamanninn Robert Henri:

"The objective is not to create a work of art. The object should be to get in the frame of mind that makes art inevitable.“


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101