Húsavik

Fór með staffið mitt til Húsavíkur í kvöld til þess að éta og baða okkur. Fallegt niður á höfn eins og alltaf. Tók fullt af myndum og hefði getað verið þarna endalaust. Kinnarfjöllin seiðmögnuð í skýjum og þoku. Þegar ég kom heim þurfti ég svo að mála þó ég væri þreyttur. Var hundóánægður með skissuna- enda í dálítið furðulegum hlutföllum- en ákvað samt að mála. Vann í djöfli án þess að vita hvert ég var að fara. Útkoman var betri en ég hefði þorað að vona. Hún er pínu tryllt og svífandi en samt eitthvað skemmtileg. Góða nótt

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101