Flokka

Fór í flokku í dag að henda rusli úr vinnunni. Þar inni er ein gryfja með ruslapressu mikilli. Þar hendir maður úrgangi sem fer í urðun, þ.m.t. ýmsu glerdrasli. Ég segi ekki að örvunin sem ég fékk við að henda gömlum ljósakúplum þarna ofaní hafi verið kynferðisleg, en allt að því. Samt kannski meira svona: AAAAAARRRRRGGG ég er brjálaður! Það buldi í húsinu þegar ég lét dótið vaða þarna ofaní.

Ég held að það væri kjörið að koma fyrir skilti þarna sem hvetur fólk til að öskra þegar það hendir úrgangi sem fer í urðun. Fá aðeins meiri tilfinningar í þetta. Hægt væri að koma upp desibila-mæli fyrir háfaða og veita afslátt af sorphirðugjöldum fyrir þá sem fara yfir ákveðin mörk.

Það er vísindalega sannað að með því að öskra og fá útrás fyrir reiði öðlast maður sálarró, bætta geðheilsu og innri frið. Æskilegt er að þetta fari fram utan heimilis og því er Flokka, Sorpa og aðrir slíkir staðir kjörnir fyrir slík athæfi. Frá lýðheilsusjónarmiðum er þetta líka skref í átt að bættri andlegri heilsu landsmanna og sparar sjálfsagt pening til lengri tíma litið.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Er þetta það sem þú varst að læra í skólanum í vetur?

Halldór

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Tour de France 101