Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2019

Power-dagur

Mynd
Dagbjört Lóa veik heima á þriðjudaginn.  Þetta endaði með því að verða einn af þessum power-dögum. Dagbjört Lóa var loksins orðin nógu frísk til að fara á leikskólann (eftir 7 daga heima) og ég kom henni þangað í morgun og Brynleifi í skólann. Eftir vinnu gaf ég börnunum aðeins að éta og svo lærði ég með stráknum. Því næst fór ég með þau í ræktina, sótti svo mat á Salatsjoppuna og Sprettinn og við fórum svo heim að borða. Síðan horfðum við aðeins saman á Fyndnar fjölskyldumyndir áður en ég kom þeim í bólið. Og nú er ég búinn að vera að taka til, þvo þvotta og græja okkur fyrir ferð í sveitina. Við verðum þar um helgina að sjá um rollurnar. Þegar Brynleifur kom heim úr skólanum sagði hann mér að það væri einhver hakkari (anonymous með grímu) að fara að skemma youtube. En hann kunni ráð við því. Hann og Patrekur ætluðu að gera nýtt youtube til vonar og vara og svo ætluðu þeir að fara til útlanda (með þyrlu) og finna hvar hakkarinn á heima. Þeir ætluðu síðan að brjótast inn hjá...

Verkalýðsbaráttan

Mynd
Eins og flestir hefur maður verið að fylgjast með kjaraviðræðum og hugsanlegum verkföllum. Staðan virðist vera grafalvarleg en ég er nú bara þannig gerður að ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Þetta leysist allt og við lifum þetta af (svona flest vonandi). Ég verð samt að segja að ég hef fulla samúð með fólki sem er að vinna einhversstaðar á skítakaupi. Það kom mér reyndar mjög í opna skjöldu þegar ég var að sækja um almenn störf í atvinnuleysinu mínu hvað taxtarnir voru svívirðilega lágir. Maður hefði alltaf þurft að vinna kvöld- og helgarvinnu til að ná endum saman. Og þá komum við kannski að kjarna málsins. Ef hækka á dagvinnutaxta á almennum vinnumarkaði upp í kannski 450 þúsund, þá þýðir það jafnvel að einhver sem vinnur kvöld og helgarvinnu fer að slaga upp í 800 þúsund krónur á mánuði. Þetta mun væntanlega bara þýða skert þjónusta þar sem fyrirtæki hafa ekki efni á að láta fólk vinna jafn mikið. Það er kannski í lagi í sjálfum sér, en þetta skilar sér væntanlega líka...

Postilla

Ég kíki oft á hvað það er mikil traffík á blogginu mínu og ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það skipti mig ekki máli. Þetta er eins og með "lækin" á samfélagsmiðlunum, það er einhver umbunarfaktor í þessu sem kitlar hégómann. Ég er samt farinn að átta mig á því að bloggið mitt mun aldrei verða neitt vinsælt og fyrir því eru ýmsar ástæður. Það er t.d. of óreiðukennt og ófyrirsjáanlegt. Það er ekki um myndlist, það er ekki um hjólaferðir, ekki um bókmenntir og ekki um mat. Það var stundum fyndið- en er það sjaldnast lengur. Það er einhvernveginn bara um allt það sem ég hrærist í hverju sinni og því er ekki beint að neinum markhópi. Nema náttúrulega bara vinum mínum sem vilja fylgjast með mér og hafa kíkt hérna inn síðustu 12 árin. En svona vil ég hafa þetta. Ég er fyrst og fremst að skrifa þetta fyrir sjálfan mig. Einhverskonar dagbók sem má alveg endurspegla hvernig mér líður Dag frá Degi. Dagbók sem greinir frá því hvað ég er að gera, sama hversu ómerkilegt það kann a...

Ferðin klár!

Mynd
Mynd visitsmaland.se  Steig stórt í skref í gær og gekk frá flugmiða fyrir hjólaferðina mína í sumar. Nú er ekki aftur snúið! Ég endaði með að halda bara plani (sjá undir Hjólaferð 2019) og pantaði þann 8. júlí til Kaupmannahafnar og svo þann 21. júlí heim frá Stokkhólmi. Ég hef þá einn dag í Lundi hjá pabba til að setja hjólið saman og græja mig af stað. Svo eru það bara blessuð Smálöndin, brunnir kálfar, rasssæri og illa lyktandi föt. Ég man eftir því í gamla daga hvað maður gat stundum gubbað yfir skítafýlunni af bakpokaferðlöngum sem komu við í Mývatnssveit. Þetta var einhver blanda af hrælykt, mannasaur og hvítlauk. Nú er það spurning hvort maður kemst sjálfur í þennan hóp og verði litinn hornauga þegar maður kemur inn á kaffihús? Nei annars, andskotinn hafi það, maður hlýtur nú að geta passað sig og verið duglegur að henda sér í stöðuvötn eða leita uppi sturtur. Nú þarf ég að fara að yfirfara listann minn aftur og sjá hvað ég þarf að kaupa mér og hvað ég get fengið...

Ketosnakk

Mynd
Kolvetnasnauðar brauðbollur með rækjusalati og mygluostur Ég er búinn að vera lasinn um helgina. Kannski er slappur frekar rétta orðið þar sem ég hef nú alveg getað borið mig um kofann og fóðrað mig og börnin. Það er nokkuð öfugsnúið, að þegar maður er slappur/lasinn, þá finnst manni maður eigi skilið að borða bara hvað sem er sér til huggunar. Rökréttara væri að velja eitthvað hollt til að komast í gegnum veikindin og byggja sig upp. Ég ákvað nú að missa mig ekkert og fer því hress með gott samviskubit inn í vikuna. Át keto pizzu á föstudaginn (fathead pizza) og svo egg, beikon og avocado í gærkvöldi. Síðan fékk ég mér keto magic cookies í gærkvöldi (þar sem ég átti svo bágt) og er búinn að búa til allskonar nammi namm í dag. Í morgun byrjað ég á að fara í Nettó og kaupa mér eitthvað sænskt brauðmix sem innheldur ekki nema 1 g kolvetni per brauðsneið. Úr því bakaði ég brauðbollur. Svo gerði ég rækjusalat til að éta með þessu. Síðan var til grænkál og ég ákvað að gera grænká...

Meira um skuggann

Mynd
Ég minntist aðeins á Jung hérna á blogginu í gær. Hver elskar hann ekki? Ég ætla hér aðeins að birta meiri hugleiðingar honum tengdum. Jung hafði mikinn áhuga á “skugganum” - formum hans og innihaldi - og skoðaði hann gjarnan sem “það sem manneskjan vill ekki vera”. Hann sá greinilega að yfirsjón, afneitun eða það að vilja ekki takast á við skuggaþætti (shadow elements) er oft rót vandamála milli einstaklinga, hópa eða hreyfinga; og er gjarnan það sem espar upp fordóma milli minnihlutahópa eða landa og getur hleypt af stað allt frá félagslegum þrætum og upp í meiriháttar stríð (www.thesap.org.uk). En hversvegna hefur þetta heillað mig svona mikið upp á síðkastið? Jú með því að reyna að skoða ómeðvitaða hluti í eigin fari (skuggann) hef ég komist nær því að skilja afhverju ég bregst illa við vissum aðstæðum (sem kveikja kannski reiði og vanlíðan). Einnig hefur það gefið mér dýpri skilning á viðbrögðum annara og þolinmæði við að takast á við erfiða og oft ómeðvitaða hegðun.  E...

Sálfræðingar og aðrir bjargvættar

Mynd
Það væri lygi að segja að ég hefði mikla þekkingu á kenningum Carl Jung. Ég hef samt klórað í yfirborðið á verkum hans og haft bæði gagn og gaman af. Síðan ég krassaði í vinnunni og vandræðin í einkalífinu hófust (þetta fylgdist nokkurnveginn að), þá hef ég leitað mér aðstoðar á býsna mörgum stöðum. Ég áttaði mig eiginlega ekki á því hvað þetta eru orðnir margir aðilar sem hafa hjálpað mér fyrr en ég fór að taka þetta saman í kollinum. Fyrst talaði ég við heimilislækni sem reyndist mér mjög vel. Þá komu 3 eða 4 tímar hjá sálfræðingi. Því næst fór ég á 8 vikna námskeið hjá Sjálfsvirði (hitti svo konuna sem hélt námskeiðið tvisvar eða þrisvar eftir það). Síðan talaði ég við geðlækni tvisvar sem ég kynntist á Dale Carnigie námskeiði (sem var partur af ferlinu). Að lokum má svo nefnað að við Guðrún fórum í paratíma, fyrst hjá sálfræðingi og svo hjá fjölskylduráðgjafa. Mörg skipti á hvorn stað. Á þessum tíma hef ég farið í gegnum mikla sjálfsskoðun og lesið alveg óhemju magn af all...

Lyfjakokteill

Mynd
Læknirinn: Já förum aðeins yfir þetta. Þú ert að taka skjaldkirtilslyf, lyf til að lækka blóðfitu- og kólestról, kvíðastillandi lyf, verkjalyf, blóðþrýstingslyf, vöðvaslakandi, bólgueyðandi og Metformin út af sykursýkinni..... já og þú varst farin að taka lyf út af þvaglekanum (sem kom til vegna yfirþyngdar). Sjúklingur: Það stemmir Læknir: Og hvað get ég gert fyrir þig núna? Sjúklingur: Ég held ég sé komin með gigt. Læknir: OK frábært ég skrifa upp á lyf fyrir þig. Þá ættirðu að hressast. Sjúklingur: Ok takk frábært Fluga á vegg:  Hefur sjúklingurinn prufað að breyta mataræðinu og fara út að hreyfa sig? Sjúklingur:  buuhhhhhh þú skilur mig ekki... .... þú ert með fordóma Læknir:  Það er ekki mitt hlutverk að koma í veg fyrir sjúkdóma, heldur lækna þá.

123

Mynd
Ég er kominn á það stig að mér finnst ég þurfi að blogga daglega. Jafnvel þegar ég hafi ekkert að segja. Miðað við það sem hefur á dag minn drifið gæti ég greint ítarlega frá: Alþjóðlegri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir 3 helsingjastofna (Grænlands, Svalbarða og Rússlandsstofnun) Sagt frá öskudagsbúningakaupum í Hertex með Dagbjörtu Lóu Uppskrift af grænmetisrjómameðlæti Hvernig ég bar á vaxjakkann minn Ég ætla að melta þetta til morguns.

Meiri lestur

Mynd
Simone de Beauvoir Ég var nú lengur en ég ætlaði mér að spóla mig í gegnum Náðarstund eftir Hannah Kent (um síðustu aftöku á Íslandi). Það var samt alls ekki vegna þess að mér hafi ekki fundist hún góð. Þó hún hafi daðrað við að vera tilgerðarleg á köflum, þá hélt hún mér alveg til enda og mæli ég eindregið með henni. Eins og margar góðar heimildaskáldsögur kveikir hún líka upp hjá manni löngun til að fara og skoða þær söguslóðir sem hún gerist á. Mér finnst t.d. alveg magnað að enn skuli vera hægt að skoða rústirnar af skemmu Natans Ketilssonar. Eftir að ég kláraði Náðarstundina opnaði ég svo Pyrrhus og Cineas eftir Simone de Beauvoir og hún er mjög læsileg, svona allavega til að byrja með. Það er nú reyndar oft þannig með heimspekirit, en svo þyngist gjarnan róðurinn eftir því sem maður siglir lengra inn í verkin. Svona torfbækur eru nú ekki alltaf skemmtilegar, en þær skilja oft mikið eftir sig. Eftir ræktina í gær kíkti ég svo á Amtbókasafnið og fann þar bókina Listamanna...

Sky blue Sky

Mynd
Ég er búinn að vera með æði fyrir þessu lagi síðustu daga eftir að það dúkkaði upp á einhverjum playlista á Spotify. Þetta hitti mig beint í hjartastað, en ég var samt ekkert að spá í textanum. Nú las ég hann yfir og þá sér maður hvað lagið nær ótrúlega vel að túlka ákveðið hugarástand. Hér er brot úr honum:  With a sky blue sky This rotten time Wouldnt seem so bad to me now Oh, I didnt die I should be satisfied I survived That's good enough for now Þær koma ennþá dýfurnar í þessu helvítis ferli en við skulum vona að þetta fari að skána eitthvað. Maður veit allavega að maður lifir þetta af. 

Il neige

Mynd
Það heldur áfram að snjóa. Eftir frekar rólega byrjun á vetrinum hefur heldur betur bætt í.  Svo mjög að mér finnst þetta eiginlega bara orðið fínt! Ég gæti ímyndað mér að þeir sem eru að upplifa sinn fyrsta vetur á Akureyri hugsi með sér "jæja hvað er að frétta". Í minningunni voru veturnir í Mývatssveitinni eitthvað í líkingu við þetta- eða það segir minnið manni (sem er mjög svikult). Það er skrítið hvernig maður man bara eftir öllu á kafi í snjó en minningar tengdar snjólausri jörð að vetri eru eiginlega bara ekki til. Við börnin komum til Akureyrar um kaffileytið í dag og höfum tekið því frekar rólega. Brynleifur reiknaði aðeins í Sprota en svo leyfði ég þeim bara að hanga í símanum og horfa eitthvað. Kíkti sjálfur aðeins á Silfrið og hef svo bara verið að ganga frá, þvo þvott og elda. Nú tekur barnlaus vika við. Hugsa að ég gisti í Dalsgerðinu en verð væntanlega á einhverjum þvælingi og laus við. Ætla að vera duglegur í ræktinni og fara í sund. Já og bókasafnið...

Að eiga bíl, eða ekki

Mynd
Það getur verið ótrúlega gott fyrir sálina að rölta í vinnuna á morgnana. Við erum búin að vera með afnot af bílaleigubíl síðan í nóvember, og nú eru tveir og hálfur mánuður eftir af samningstímanum. Við skiptum þessu þannig að þegar ég er með börnin, þá hef ég bílinn, og öfugt. Ég hef verið að nota hann meira upp á síðkastið en ég gerði í fyrstu. Ein ástæðan er sú að ég hef verið duglegur að fara í ræktina og tek þá gríslingana með mér. Þegar allt er á kafi snjó er meira en að segja það að dröslast með 2 börn bæinn á enda. Eins hefur bílinn komið sér vel í tengslum við starfsdaga í leikskóla og veikindi. Þetta er náttúrulega voðalega þægilegt. Ég verð því að viðurkenna að ég er farinn að kvíða því svolítið að skila honum. Það verður smá átak að koma sér inn í hjóla/labba gírinn aftur- þetta er svo hrikalega þægilegt líf. Þegar það er snjólaust er þetta reyndar ekkert vandamál fyrir Brynleif því hann getur alveg hjólað eins og vindurinn. Það er annað með litla stýrið, það eru al...

Er keto bara vitleysa?

Mynd
Keto magic cookie með rjóma Ég átta mig vel á því að keto er tískubylgja og eftir nokkur ár munum við líklega líta til baka með bros á vör og segja "manstu þegar allir voru að láta húðflúra sig, fóru í sjósund, drukku Nocco og borðuðu keto?". En hvað sem öllum tískufyrirbrigðum líður, þá er keto samt kannski í rauninni bara nálægt því sem við ættum helst að vera að éta; kjöt, fiskur, grænmeti (sem vex ofan jarðar) og hollar fitur. Til lengri tíma litið er samt sennilega ekki vitlaust að bæta inn grófum kolvetnum (sérstaklega ef maður hreyfir sig mikið) og passa upp á trefjarnar. En þeir sem vilja dýfa sér í lífefnafræðina á bakvið þetta geta lesið þetta hér og þetta hér . Einnig vil ég benda fólki á myndina Magic Pill á Netflix. En ef ég á að hraðsjóða upp eitthvað hér til að segja hvað það er sem fær mig til að fíla það að fara eftir þessu, þá gæti það litið svona út: Maður þarf ekki að passa sig á fitu (reyna að velja holla samt) Minni sveiflur í blóðsykri og...

Núna

Mynd
Ég held áfram að reyna að vera jákvæður og grufla í einhverju sjálfshjálpardóti. Það er allt að drukkna í sjálfshjálparbókum og svoleiðis dóti út um allt og kannski hálf hallærislegt að vera alltaf að vitna í eitthvað svona. En mér er bara fucking sama þar sem margt af þessu hefur hjálpað mér. Það er um að gera að lesa sem mest og vera opinn fyrir ólíku stöffi, taka svo það út úr því sem nýtist manni og henda hinu. Ég ætla því að vitna enn og aftur í Tolle: Leiðindi, reiði, sorg eða hræðsla eru ekki hluti af þér, ekkert persónulegt. Þetta er allt saman bara hugarástand/tilfinningar. Það kemur og fer. Ekkert sem kemur og fer ert þú. Mig langar alltaf til að eignast eintak af bókinni Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle en ég held að hún sé löngu uppseld frá framleiðanda. Bókin er leiðarvísir um hvernig þú getur lifað lífinu dag frá degi án þess að vera alltaf að velta þér upp úr fortíðinni eða framtíðinni. Hann skrifaði bókina eftir að hafa orðið fyrir nokkurskonar andlegri vakn...

Kynbætur

Mynd
Hér kemur eitthvað sem ég veit að allir hafa beðið lengi eftir. Um daginn þurfti ég að fara inn á hagstofan.is til að ná mér í einhver gögn (búinn að gleyma hvað það var). Eitt leiddi af öðru og ég endaði með því að bera saman fjölda mjólkurkúa og mjólkurframleiðslu í tonnum síðan 1980. Hver hefur ekki lent í því?

Testosterone

Mynd
Jæja nú er helgin að baki og ég kom afskaplega vel út úr henni. Að komast heim í Brekku og vera einn með hundunum og kindunum reyndist vera hin mesta hugleiðsla- og slökun. Ég hef kannski ekki alltaf kunnað að meta bústörfin nægilega vel, en núna var þetta frábær jarðtengin. Fara í húsin tvisvar á sólahring, moka sig í hænukofann, svitna og anda að sér fjárahúsapestinni; I love it! Þess á milli las maður og skrifaði, drakk kaffi og horfði út á vatn. Og ég var að fíla það í botn að vera einn. Þórður kom svo á laugardagskvöldið og kláraði helgina með mér og það var líka ágætt að fá smá félagsskap í lokin. Er ekki allskonar alltaf best? Hann kom að sjálfsögðu líka sterkur inn í Keto-ið og við átum reykta nautatungu með rjómasveppasósu, súrum gúrkum og sinnepi. Það var ekki slæmt. Svo átum við á Salatsjoppunni í gærkvöldi, þannig mataræðið hefur verið fínt og mér líður vel af því. Var reyndar svo svangur þegar ég kom heim í gærkvöldi að ég át kaldan kjúkling, smá hárkarl, lýsi og magn...

Farmers strength

Mynd
Nú er ég búinn með 2 af 4 gjöfum hérna heima í Brekku um helgina. Ég er búinn að vera að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að láta bústörfin nægja sem líkamsrækt um helgina, eða hvort ég eigi að skella mér líka í ræktina? Þegar maður er ekki í "gjafa-formi" tekur þetta nú furðulega mikið á!!! Mér finnst ég allavega aðeins finna fyrir þessu. Ég hef verið að reyna að fjölga hjá mér æfingum og taka þær á minna álagi upp á síðkastið. Hlustaði á mjög góðan fyrirlestur um daginn þar sem fjallað var um volume vs. intensity. Sá sem var að tala lagði mikla áherslu að fara oftar, taka minna á því og passa sig á því að yfirkeyra sig aldrei þannig maður þurfi ekki að sleppa æfingu. Ég er því að reyna að hlusta á líkamann. Í gærkvöldi steikti ég mér bleikju sem ég át með gúrkum og ídýfu. Það var helvíti gott. En síðan át ég fullt af súrkáli og var þrútinn eins og blöðruselur þegar ég vaknaði. Vissuð þið að súrkál er einhver saltríkasta fæða sem finnst á jörðinni? Ég sem hé...

Myndlist

Mynd
Kisuskissa frá Västerås Ég var að henda inn nokkrum vatnslitamyndum af handahófi undir "Myndlist" hérna á síðunni. Ég stefni svo að því að uppfæra það eitthvað fljótlega og bæta inn einhverjum hugleiðingum. Þetta er bara svona eitt og annað sem ég fann í tölvunni, m.a. þessi kisumynd sem er úr lítilli skissubók sem ég tók með mér til Svíþjóðar fyrir ári síðan. Ég var að hugsa um að taka eitthvað skissudót með mér hingað austur í sveit um helgina og prufa að mála en, fannst ég svo ekki alveg vera í stuði til þess. Það nægir mér einhvern veginn að blogga og lesa bækur þessa dagana. Eitt er ég hinsvegar búinn að ákveða. Þegar ég byrja að mála aftur ætla ég að sleppa fram af mér beislinu og fá algera útrás. Mér finnst eins og það séu ennþá einhverjar hömlur á mér sem halda aftur af mér bæði við skriftir og málerí. Eins og að vera að hlaupa í draumi og komast ekkert áfram. En þetta kemur.... þetta kemur. Jákvæðni dagsins er að ég gerði ágætis hluti í vinnunni og ekki ...

Bóklestur

Mynd
Ég er búinn að vera býsna duglegur að lesa upp á síðkastið. Segja má að lestrartörnin hafi hafist rétt fyrir jólin og standi en yfir. Ég fer reyndar ekki hratt yfir þegar ég les en aðal málið er að nuddast í þessu og gefa símanum frí þegar maður leggst upp í rúm. Þá kemst maður alltaf í gegnum eitthvað af bókum. Margir hafa verið að setja sér einhver markmið í bóklestri fyrir árið, en ég hef nú svo sem ekki hugsað mér það. Ég ætla samt að reyna að halda áfram á sömu braut og vera duglegur að lesa. Þó ég ætli nú ekki að gerast einhver bókmenntagagnrýnandi langar mig til að hlaupa örstutt yfir hvað ég er búinn að lesa og hvernig mér fundust þær bækur. Stormfuglar - Einar Kárason Frábær bók sem ríghélt manni frá upphafi til enda. Bókin er stutt, hnitmiðuð og engu orði er ofaukið. Meitlaður texti með löngum setningum sem minna á öldur og gefa bókinni líf. 60 kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Mikið listaverk sem minnir mann oft nokkuð á Laxness, og þá einna helst Sölku V...

Meira um hjólatúra næsta sumar

Mynd
Akureyri - Vagnbrekka via Vaðlaheiðargöng Hjólasportið mun breytast hjá mér næsta sumar. Það mætti segja að það verði minna spandex og meiri rólegheit. Ég hef ekki gefið upp á bátinn að eignast góðan racer, en það verður að bíða betri tíma. En ég hlakka líka hrikalega til að túra um í rólegheitunum með nesti og skoða mig um. Maður getur jafnvel tekið með sér skissubókina og sundföt. Ég veit ekki hvort ég verði beint með einhver markmið fyrir sumarið, en ég er búinn að setja niður á blað ákveðnar leiðir sem mig langar að fara. Eitthvað af þessu getur líka verið fín æfing fyrir Svíþjóðarreisuna. Akureyri - Vagnbrekka 71,7 eða 87 km (Víkurskarð) Akureyri - Siglufjörður 77,0 km Akureyri - Bakkasel 51 km  Akureyri - Úlfá 55 km Í Bakkaselstúrnum er markmiðið að skoða söguslóðir úr bókinni Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson. Í leiðinni myndi ég vilja ganga inn Seldalinn og reyna að finna smalabirgið hans. Eins langar mig upp á Almenningsfjallið og leita að hestabeinum sem þa...

Meiri sjálfshjálp

Rakst á myndband með Caroline Myss sem er einhver silki- smooth sjálfshjálpargúru frá USA. Ástæðan fyrir að ég rakst á þetta var að hún var að fjalla um kenningar Jungs sem mér finnst áhugaverðar. Svo poppaði upp eitthvað myndband með henni um ástæður þess að sumt fólk jafnar sig ekki á áföllum. Síðan kemur hún með 5 aðferðir fyrir fólk til að ná þessum áfanga sem stundum getur virðst svo óralangt í burtu: Force yourself to forgive  Redefine healing for yourself (define as a day to day journey) Stop asking for the reasons why things happen as they do Imagine yourself in another direction- create new life Have people witness your wounds three times then get going Þetta er nú svolítið í átt við þær möntrur sem ég hef verið að þylja hér upp síðustu vikur. En maður þarf alltaf að vera að minna sig á svona hluti aftur og aftur. Ég held t.d. að það sé mjög gott að hafa punkt 2 í huga og hugsa ekki um þetta sem eitthvað ferli sem endi með fullkomnun. Heldur miklu frekar sem fer...

Annasöm helgi

Mynd
Brjálað fjör hjá strákunum og Lóa fékk að vera með. Það er óhætt að segja að helgin hafi verið annasöm og þessvegna liðið frekar hratt. Á föstudaginn héldum við börnin þorrablót og buðum Þórði að vera með okkur. Heimagerð sviðasulta, hangikjöt, rófustappa, slátur, kartöflumús, harðfiskur, flatbrauð og vel kæstur hákarl. Þetta var að sjálfsögðu alger snilld. Í gær var ég svo búinn að lofa Brynleifi og vinum hans að koma saman heima hjá okkur til þess að baka. Þó það hafi mikið gengið á um tíma, tókst okkur að baka Betty Crocker, sulla á hana kremi og svo skreyttu þeir tertuna með hlaupi og M&M. Þegar ég var búinn að ganga frá eftir þessa sprengju eldaði ég svo purusteik sem heppnaðist ágætlega. Frá Þorrablóti Í dag var ég búinn að lofa Dagbjörtu Lóu að fara á sleða en ákvað svo að halda henni bara inni þar sem hún er kvefuð. Við fórum svo í ræktina í morgun og eftir að við komum heim fór ég bara að laga til og þrífa. Síðan eldaði ég lambakjöt í kvöldmatinn og eitthvað k...

Nýtt keto-season að hefjast

Mynd
Mynd tekin af: https://blog.greenchef.com Ég var svo ánægður með árangurinn af keto tilrauninni minni fyrir jólin að ég var búinn að ákveða að prufa þetta aftur. Ég var nokkurnveginn á hreinu keto frá 15. október til 15 nóvember, en eftir það hélt ég mig nú sæmilega á mottunni fram yfir jólin. Eftir jól hef ég svo aðeins verið að missa mig í óhollustuna og ég finn það á líkamanum. En annars var helsti ávinningurinn af þessu fyrir mig að maður var að verða tálgaður og sá sixpakkið, mig langaði aldrei í nammi og mér leið vel í líkamanum. Engir liðverkir og húðin góð. Planið hjá mér núna er svona: Keto frá 3. febrúar til 3 mars. Lágkolvetnafæði + allt grænmeti og ávöxtum frá 3. mars til 3. apríl. Frá 3. apríl og fram í júlí áfram lágkolvetnafæði með 1x nammidag í viku. Undantekningarnar á þessu verða: Kótilettumáltið 27. febrúar með vinnunni Fimmtudagskaffi annan hvern fimmtudag frá 3. mars Í kvöld ætla ég að taka mynd af mér svo ég geti fylgst með árangrinum og svo v...

Ortlieb komnar í hús

Mynd
Nú er ekki aftur snúið þar sem hjólatöskurnar eru komnar í hús. Hlakka til að máta þær á hjólið þegar það kemur og prufa að pakka í þær. Við fyrstu skoðun fara þær fram úr væntingum. Það er hægt að fá dýrari og flottari týpur af Ortlieb en þessar eru samt mjög gæðalegar og 100% vatnsþéttar. Samanlagt tæplega 70 lítra geymslurými. Svo er ein taska framan á stýrið fyrir síma, veski, gleraugu og annan búnað sem maður getur þurft að grípa til. Nú er bara að panta flugmiða.

Be who you are....

"Be who you are and say what you feel, because those who mind don´t matter, and those who matter don´t mind." ―  Bernard M. Baruch Jákvæðni #16 Ég hlakka til eyða deginum með börnunum mínum