Power-dagur
Dagbjört Lóa veik heima á þriðjudaginn. Þetta endaði með því að verða einn af þessum power-dögum. Dagbjört Lóa var loksins orðin nógu frísk til að fara á leikskólann (eftir 7 daga heima) og ég kom henni þangað í morgun og Brynleifi í skólann. Eftir vinnu gaf ég börnunum aðeins að éta og svo lærði ég með stráknum. Því næst fór ég með þau í ræktina, sótti svo mat á Salatsjoppuna og Sprettinn og við fórum svo heim að borða. Síðan horfðum við aðeins saman á Fyndnar fjölskyldumyndir áður en ég kom þeim í bólið. Og nú er ég búinn að vera að taka til, þvo þvotta og græja okkur fyrir ferð í sveitina. Við verðum þar um helgina að sjá um rollurnar. Þegar Brynleifur kom heim úr skólanum sagði hann mér að það væri einhver hakkari (anonymous með grímu) að fara að skemma youtube. En hann kunni ráð við því. Hann og Patrekur ætluðu að gera nýtt youtube til vonar og vara og svo ætluðu þeir að fara til útlanda (með þyrlu) og finna hvar hakkarinn á heima. Þeir ætluðu síðan að brjótast inn hjá...