Meiri sjálfshjálp
Rakst á myndband með Caroline Myss sem er einhver silki- smooth sjálfshjálpargúru frá USA. Ástæðan fyrir að ég rakst á þetta var að hún var að fjalla um kenningar Jungs sem mér finnst áhugaverðar. Svo poppaði upp eitthvað myndband með henni um ástæður þess að sumt fólk jafnar sig ekki á áföllum. Síðan kemur hún með 5 aðferðir fyrir fólk til að ná þessum áfanga sem stundum getur virðst svo óralangt í burtu:
- Force yourself to forgive
- Redefine healing for yourself (define as a day to day journey)
- Stop asking for the reasons why things happen as they do
- Imagine yourself in another direction- create new life
- Have people witness your wounds three times then get going
Þetta er nú svolítið í átt við þær möntrur sem ég hef verið að þylja hér upp síðustu vikur. En maður þarf alltaf að vera að minna sig á svona hluti aftur og aftur. Ég held t.d. að það sé mjög gott að hafa punkt 2 í huga og hugsa ekki um þetta sem eitthvað ferli sem endi með fullkomnun. Heldur miklu frekar sem ferðalag þar sem þú þarft að minna þig á það oft á dag að þér líði betur, þetta sé að skána, það séu bjartari tímar framundan. Punktur 1 getur sjálfsagt verið mörgum ofviða. Ég skil það.
Annars var dagurinn fínn hjá mér. Fjör í vinnunni, góð æfing í ræktinni og svo keto veisla hjá Þórði. Dagur 2 í keto gekk bara fínt en græðgispúkinn kíkti nú samt reyndar í heimsókn um tvöleitið. Ég kæfði hann með nokkrum möndlum og kaffibolla. Át annars tvisvar í dag- bara hádegis og kvöldmat.
Jákvæðni #19 Lífið gæti verið svo miklu verra
Ummæli