Hjólaferð 2019

Lund - Västerås


Hér mun ég aðeins setja fróðleik og pælingar um hjólaferðina mína. Mig langar að halda einhverskonar dagbók utanum ferlið og leyfa fólki að fylgjast með hvernig maður fer frá því að vita ekki neitt um hjólaferðir yfir í það að láta drauminn rætast. Hvaða dót þarf að hafa með o.s.frv. Ég ætla samt að reyna að forðast það að hafa þetta of tæknilegt og langar að höfða til sem flestra. Sjáum hvernig það vindur upp á sig.

Afhverju Svíþjóð? 🇸🇪


Ástæður þess að mig langar að hjóla í Svíþjóð eru nokkrar: Það er auðvelt og ódýrt að komast þangað og þar er nóg af fáförnum sveitavegum með bundnu slitlagi. Á sumrin er yfirleitt ekki of heitt, maður má tjalda hvar sem er og ég get bjargað mér á tungumálinu. Ég get byrjað ferðalagið hjá pabba og Hafrúnu og endað það hjá Þolla. Þannig nýti ég ferðina en betur og hitti vini og fjölskyldu. Var ég búinn að segja að Svíþjóð er líka frábært land? Emil, Lína, eplatré, rauðir tréhestar, elgir, ertusúpa með fleski og Volvo. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Leiðin


Eins og ég legg þetta upp mun ég fljúga til Kaupmannahafnar þann 8. júlí og vera ca. 2 daga í Lundi hjá pabba. Ég mun leggja af stað hjólandi miðvikudaginn 10. júlí og þá ætti ég örugglega að geta verið kominn til Þolla í Västerås fimmtudaginn 18. júlí. Þá hef ég helgina þar áður en ég flýg frá Stokkhólmi.


Ég mun kannski skoða betur seinna hvað er þess virði að skoða á leiðinni og birta eitthvað um það hér. Þó mér finnist fínt að láta hlutina bara ráðast, og þrátt fyrir að maður geti lesið sig til jafnóðum á Google, þá er kannski ráðlegt að lesa sig aðeins til svo maður missi nú ekki af einhverju ódauðlegu. En ég hlakka allavega mikið til að hjóla í gegnum Smálöndin og aldrei að vita nema maður heimsæki Emil og Línu.

Búnaður í ferðalagið


Það er býsna mikið fyrirtæki að græja sig upp í svona hjólaferð og kannski eins gott að maður muni hafa áhuga á að gera þetta oftar en einu sinni. En á móti kemur að flest af þessu nýtist manni á öðrum vettvangi. Hjólið nýtist mér vel sem samgöngutæki, útilegudótið get ég notað í gönguferðum og útilegum, fötin eru bara mest hefðbundin útivistarföt og restin er bara beisík. Hér fyrir neðan mun ég aðeins fara betur yfir helsta búnaðinn.


Ákvað að skrifa hér undir ef ég gleymdi einhverju. Kannski ég taki regnslá?

Ef þið hafið áhuga á að vita meira um búnaðinn smellið þá hlekkina fyrir neðan.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap