Hjólið

TREK 520




Ég ákvað að fá mér Trek 520 sem er ferðahjól með stálstelli- enda þarf þetta að þola töluverðan atgang og mikla þyngd. Samanlögð þyngd sem hjólið þolir er 125 kg. (farangur + knapi) og hjólið sjálft er 13,8 kg. Ég má því taka með mér 16 kg af farangri í flugið og svo handfarangur (miðað við að ég kaupi miða með 30 kg heimild).

Ég fíla að hjólið er með retro lúkk og hefur verið framleitt nánast óbreytt frá 1984. Það er lífstíðarábyrgð á stellinu, sem ætti vonandi að segja eitthvað til um gæðin. Reyndar er gaffallinn úr áli á 2019 módelinu og ég er pínu svekktur með það. En vonandi er það ekkert sem maður á eftir að finna fyrir.


Það er rosalegur kostur að hjólið kemur með grindum að framan og aftan og er því tilbúið í ferðalagið. Ég á bara eftir að setja á það bretti. Hjólið sjálft með brettum og nýjum hnakki mun kosta mig rétt um 200 þúsund krónur þar sem ég fékk það á forpöntunartilboði. Það er sama verð og það kostar strípað út úr búð í USA.

Þeir sem hafa reynt að kaupa sér hjól sem hægt er að nota í allt vita að það er ekki hægt. Ég var í þeirri stöðu að mig vantaði hjól sem ég gæti notað í sem flest, þ.m.t. í innanbæjarsnatt, til að flytja á vörur úr búð, notað mér til heilsubótar og mig langaði að hafa möguleika á að ferðast eitthvað. Ég hefði því sennilega ekki getað valið betur.

Þegar frá líður og hjólið verður komið í hús mun ég henda inn meira hérna.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap