Færslur

Sýnir færslur frá október, 2022

Sunnudags

Mynd
Drekkutími hjá Dagbjörtu Lóu um helgina.  Nú er sunnudagur og fínni helgi að ljúka. Samvera með börnunum, lokahóf hjá hjólreiðafélaginu og sæmilegur slatti af frískandi æfingum og útiveru. Ég fór í ræktina í gærmorgun og þar var stöðvaþrek í boði sem vara drullu krefjandi og fínt. Áðan skellti ég mér svo út að hlaupa og fór 10 km á frekar rólegu pace-i. Lappirnar voru eitthvað frekar blúsaðar en góðu fréttirnar að hnéin eru ekki að kvarta neitt. En ég er helvíti þreyttur núna og þegar ég labbaði í búðina fann ég vel að það er kominn tími á hvíld. Æfingavikan úr Training Peaks- grænar æfingar eru þær sem ég setti inn fyrirfram og kláraði. Hinar voru ekki planaðar. Er reyndar ekki búinn að setja inn allar samgönguhjólreiðarnar. Miðað við að það sé off season hjá mér þá er ég sennilega að keyra óþarflega hart á þetta. Stundum missir maður yfirsýnina, sérstaklega þegar manni líður bara vel. Ég er búinn að taka 17 æfingar á þremur vikum og Vetrarhlaupið hefur líklega tekið aðeins úr mér...

Kaffi, ráðstefna ofl

Mynd
Það er óhætt að segja að það hafi verið frekar þungar lappirnar á manni í dag. Dagurinn var býsna annasamur eins og stundum áður. Vinna, koma Dagbjörtu í fimleika, versla í matinn, koma Brynleifi í körfu, sækja Dagbjörtu, taka æfingu, fara í bað, elda og ganga frá. Klukkan er að verða níu og ég rétt að setjast niður núna, sæll og glaður. Það er gott að hafa í nógu að snúast, þá líður manni vel. Ég tók fyrstu inniæfinguna á hjólinu í langan tíma og það væri synd að segja að ég hafi saknað þess. Þessi klukkutími var lengi að líða og lappirnar þreyttar þó ég hafi bara verið að malla á á 145W og púlsinn yfirleitt bara í 120. Ég ætla að skella mér  í ræktina í fyrramálið og svo út að hlaupa á sunnudaginn. Æfingar síðustu vikna. Ég er búinn að vera býsna duglegur í æfingum upp á síðkastið þó ég sé ekki að rúlla eftir neinu plani. Það er líka áhugavert að ég er samt að taka helmingi færri klukkutíma á viku miðað við það sem gerist þegar ég er að hjóla markvisst. Það er gott og blessað en ...

Dagur eftir hlaup

Mynd
Svifryksbærinn Akureyri Ég er búinn að vera ótrúlega peppaður í allan dag út af þessu hlaupi í gær. Það er bæði vegna þess að ég er svo ánægður með hvernig mér gekk og svo fannst mér bara svo djöfull gaman að hlaupa og vera í kringum allt þetta fólk. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég fyndi ekkert fyrir hlaupinu en ég gæti alveg klárlega verið mun verri. Ég er með væga strengi og líður eins og lappirnar séu pínu brothættar. En þetta er allt innan eðlilegra marka. Ég ákvað að sleppa bara æfingu í dag, enda búinn að æfa 4 daga í röð og það er allt brjálað að gera með börnunum í tengslum við tómstundir og við að elda og halda heimilinu á floti.  Smellti einni mynd á leiðinni heim úr vinnunni. Svifryksmengunin hér í bæ er búinn að vera viðurstyggð upp á síðkastið og það er eiginlega ekki hægt að hjóla meðfram helstu umferðargötunum. Hversu sjúkt er það?

Vetrarhlaup UFA- uppgjör.

Mynd
Team Fljótfær! Þá er fyrsta Vetrarhlaupið búið og það er óhætt að segja að það hafi verið hrikalega gaman, en erfitt. Alveg eins og það á að vera. Ekki var það heldur til að eyðileggja stemmninguna að ég lenti óvænt í liði. Menn að nafni Atli og Elli gengu upp að mér og Kristni á Grænavatni og sögðu að við værum með þeim og Rakel hans Ása í liðinu Fljótfær (ég þekki þetta fólk samt ekki neitt).  Eftir að hafa hitað sæmilega upp kom ég mér fyrir á ráslínu í miðjum hópnum. Það kom mér á óvart hvað startið var hægt og ég þokaði mér upp hópinn í rólegheitum og fannst hraðinn bara vera þægilegur þó þetta væri á fótinn. Ég reyndi að spara mig í bröttustu brekkunum, en þegar við vorum komin upp fyrir kirkjuna á Hesjuvöllum fór maður að gefa í niður í móti. Á þeim kafla missti ég 2 hlaupara frá mér og aðrir 3 náðu mér. Þarna hélt ég að ég væri að gefa eftir og beið eftir að fleir kæmu fram úr. Graf yfir hæð og hraða. Þegar við vorum að koma að Benna Jensen var ég aðeins farinn að hafa áhyg...

Lögmannshlíðarhringurinn- brautarskoðun

Mynd
Ég hjólaði Lögmannshlíðarhringinn Ég skellti mér út að hjóla eftir vinnu í dag og ákvað að skoða brautina fyrir fyrsta vetrarhlaupið. Eins og ég sagði í síðasta pósti þá var ég ekki alveg viss út frá brautarlýsingunni hvernig hún liggur, en þetta skýrðist allt. Hún byrjar örlítið á fótinn en eftir ca. 1 km kemur býsna brött brekka en svo er þetta mest niður í móti alveg að Lónsbakka. Það koma aftur hækkanir úr Giljahverfinu að Orkugarði, þar sem markið er. Ef ég á að vera hreinskilinn þá líst mér ekkert allt of vel á þetta. En ég er búinn að ákveða að láta mig hafa það og gera bara mitt besta. Það kemur svo bara í ljós hvort ég verði að drepast eftir þetta. Ástæðan fyrir að ég ætla að drífa mig er helst sú að mig langar að hitta fólkið og vera með. Vera í hópi. Ég hef alltaf saknað þess að geta ekki tekið þátt í svona almenningshlaupum, það er drullu gaman. Þar sem þetta er nánast helmingi lengra en ég bjóst við (8,8 km) þá ætla ég að setja mér hófstillt markmið um að halda hraða upp á...

Raunveruleikinn mættur

Mynd
Tók þessa fallegu mynd þegar við fórum í heimsókn í Dálkstaði í gær. Veðrið er búið að vera rosalega fallegt upp á síðkastið. Nú er frábær helgi að baki og saltfiskurinn byrjaður af fullum þunga, fiskibollur komnar í ofninn og Brynleifur úti að kenna systur sinni að skate-a. Á eftir ætlum við að kíkja á Billa og Nóa þar sem Harpa er í vinnunni en svo væntanlega bara eitthvað að lufsast eftir það. Ég er að reyna að skrúfa niður símatímann hjá þeim og það er frekar erfitt. Það þýðir líka að ég þarf að finna mér eitthvað annað að gera á sama tíma🙈. Ég skellti mér í ræktina áðan og tók vel á því. Ég er eitthvað að hamast við að þyngja í bekkpressu og það gengur ágætlega. Það fylgdu því smá verkir á meðan á því stóð en góðu fréttirnar eru að þeir hverfa svo algerlega þegar ég hætti. Ég er farinn að halda að ég sleppi við að láta fjarlægja titanplötuna. Fínt að vera með auka styrkingu. Nú er komið í ljós hvaða leið verður farin í fyrsta Vetrarhlaupi UFA og það voru gríðarleg vonbrigði fyrir...

Brúðkaup og sunnudagshlaup

Mynd
Við Harpa í brúðkaupi í gær. Við Harpa skelltum okkur í brúðkaup hjá Dagbjörtu frænku Hörpu og Gesti, óðalsbændum á Dálksstöðum í gær. Veðrið var frábært, athöfnin falleg og mjög fyndin (Oddur Bjarni gaf þau saman), maturinn var geggjaður og það var bara rosalega gaman hjá okkur. Ég man hreinlega ekki hvenær ég fór í brúðkaup síðast en það er orðið ansi langt síðan. Í hádeginu skellti ég mér svo út að hlaupa. Ég var búinn að hafa áhyggjur af því að lappirnar á mér væru að kikna undan þessu nýja áreiti en það var alveg óþarfi. Mér leið vel frá fyrstu mínútu, það vel reyndar að ég var alveg viss um að það kæmi eitthvað hroðalegt bakslag eftir nokkra kílómetra. Þetta var of gott til að vera satt. Hádegishlaup dagsins. Ég hljóp að heiman, niður skautasvellsbrekkuna, gegnum innbæinn og miðbæinn, upp í háskóla, Borgarbraut og meðfram Gleránni heim aftur. Ég mallaði fyrst á +6/min/km en þegar ég átti 3 km eftir gaf ég aðeins í og leið bara ágætlega. Það kom smá seiðingur í vinstra hnéið en al...

Heilsuúr

Mynd
Apple Watch vs. Garmin - mynd Pinterest Nú er Apple úrið mitt að verða 5 ára eftir tæpan mánuð og alveg að pissa út. Helsta vesenið er að hjartsláttamælingin er alltaf að detta út og það gengur alls ekki þar sem það hefur svo mikil áhrif á TSS skorið. Einnig fer maður að draga í efa hversu mikið er að marka önnur gögn sem byggja á hjartsláttarmælingum. Einnig gengur illa að "zynca" æfingum á milli ólíkra forrita. Þetta pirrar mig mjög mikið. En Apple úrið góða (iWatch 3) fékk ég í 40 ára afmælisgjöf frá pabba og Hafrúnu (sem minnir mig á hvað ég er að verða gamall). Ég hef verið mjög ánægður með það og mæli alveg klárlega með. En það sem helst hefur farið í taugarnar á mér er hvað batteriíð endist skelfilega stutt. Garmin endist í fleiri daga og er miklu meiri vinnujálkur og maður þarf ekki alltaf að stóla á snertiskjá, sem getur verið bömmer í bleytu og kulda. Maður getur líka sofið með það án þess að vera alltaf að hlaða það. Hér er ágætis grein sem ber saman kadiljákana í...

Ferðahjólið líka komið á nagla

Mynd
Það var ekki átakalaust að koma ferðahjólinu á nagla. Ég var orðinn þreyttur á að hjóla á Puggnum á auðum stígunum en það er samt búin að vera svo mikil ísing að það er ekki neitt vit að vera naglalaus. Ég dreif mig því í að setja naglana undir ferðahjólið eftir vinnu. Þessar felgur eru alltaf svolítið erfiðar og þessi Schwalbe nagladekk eins og grjót. Ég hugsa að ég hafi verið hátt í klukkutíma að koma þessu upp á-og var orðinn sár í puttunum af þessu brasi. En þetta kom að lokum. Eftir það hjólaði ég í Bónus og keypti prótein og einhverjar fleiri vörur sem ekkert vit er í að versla í Nettó. Ég ætlaði líka í sund í leiðinni en það var skotvopnanámskeið í gangi og ég þorði ekki að vera úr símasambandi. Eftir það fór ég heim og fékk mér kjöt í karrý. Síðan er ég bara búinn að vera að lufsast og ganga frá þvotti. Ég tók 11 hlaup á síðustu vikum og hef verið að lengja hægt og rólega. Ég var helvíti stirður í fótunum fyrripartinn í dag en held ég hafi haft gott af því að labba í vinnuna. O...

Hitt og þetta.

Mynd
Á leið heim úr vinnu- sólin farin að lækka á lofti. Lífið gengur sinn vanagang og er alveg ágætt hjá mér þessa dagana. Stressið og vanlíðanin sem var í vinnunni um daginn hefur verið á niðurleið og mér finnst ég ráða betur við þetta. Það er alveg brjálað að gera en samt bara skemmtilegt og svo mikið betra þegar manni finnst maður hafa yfirsýn. Svo eru vinnufélagarnir svo skemmtilegir að það er alltaf gaman að mæta á morgnana. Ég fékk uppgjör úr Dyngjunni um daginn og var það langt yfir því sem ég hafði búist við. Ég náði ekki að fylla á myndalagerinn fyrir sumarið en samt hafa einhverjar restar mjatlast út. Að sjálfsögðu er ég staðráðinn í að fara að draga fram penslana og gera smá lager fyrir næsta ár. Þetta hef ég oft sagt áður en vonum að nú verði meira um efndir. Nestor vinur minn í Brasilíu er farinn að rukka mig um innganginn að bókinni hans sem hann bað mig að skrifa. Mér finnst þetta mikill heiður og ætla að standa við loforðið en mér hefur reynst erfitt að koma mér af stað. Ég...

Ræktin og hlaup

Mynd
Alltaf líf og fjör í ræktinni. Lífið hjá mér heldur áfram að snúast um líkamsrækt og hlaup þessa dagana. Ég skellti mér í ræktina í gær og það var styrktaræfing fyrir efripart á boðstólnum. Við vorum að taka þunga bekk- og axlarpressu og þetta gekk alveg sæmilega. Ég þyngi rólega upp á milli æfinga og held að verkirnir/óþægindin sem fylgja lyftunum séu frekar á undanhaldi og ég finn ekkert fyrir þessu í dag. Ætli ég sé ekki kominn upp í 70-80% af þeim þyngdum sem ég var að taka síðast og er bara sáttur við það, enda rétt að byrja. Í dag er þoltími í ræktinni í dag og svo ætla ég að fara út að hlaupa á morgun. Ég hafði upp á einhverri konu hér í bæ sem er að selja nagla undir hlaupaskó og ætla að kaupa af henni 30 stk. í kvöld til að vera vel skógaður á næstunni. Það þýðir líka að ég verð að kíkja á hlaupaskó á eftir til að eiga bæði neglda og óneglda. Ég er staðráðinn að halda hlaupunum inni í prógraminu í vetur eins og kostur er.

Massafín vika

Mynd
Ég og Harpa á Árshátíð Akureyrarbæjar. Ég og Harpa skelltum okkur á árshátíð Akureyrarbæjar í gærkvöldi og áttum ljómandi fína kvöldstund. Risafylleríssamkomur eru reyndar ekki í miklu uppháhaldi hjá mér en ég vildi endilega fara með Hörpu og hitta vinnufélagana hennar. Við skelltum okkur í fyrirpartý og svo var fínn matur og dúndrandi tónlist frameftir kvöldi. Ég fór langt út fyrir þægindarammann og skellti mér í dýragarðinn fyrir framan sviðið og dansaði. Mér líður alltaf eins og fiski á þurru landi í svona aðstæðum en það er s.s. enginn að horfa á mann og enginn man neitt daginn eftir. Vikan mín á Training Peaks. Ég skellti mér út áðan og lokaði æfingavikunni með einu hlaupi sem verður að teljast langt fyrir mig á þessum tímapunkti. Það var mikið slabb og blautur snjór og þetta var býsna þungt. Ég var frekar stirður til að byrja með en datt svo í gang eftir 1-2 km og var býsna góður þangað til á 6. kílómeter. Þá var ég farinn að lýjast aðeins en hefði s.s. alveg getað hjassast 2 km....

Eru mjólkurvörur slæmar fyrir mann?

Mynd
Ég borða minna af mjólkurvörum miðað við það sem áður var, en þær eru ekki á bannlista. Stundum koma upp mýtur í ákveðnum kreðsum íþrótta og líkamsræktar sem tengjast matvælum. Á tímabili var annar hver crossfit-ari á keto, kolvetni hafa verið sögð eitruð og einhverntíman óttaðist maður ekkert meira en að drekka nýmjólk því hún væri svo feit. En oft þegar maður fer að kafa ofan í þetta sér maður fljótt að það er lítið á bakvið þetta og það þarf að skoða þetta í stærra samhengi. Eitt af því sem maður heyrir oft þessa dagana er að mjólkurvörur séu bara fyrir kálfa og ungabörn. Þær séu bólgumyndandi og dragi úr getu íþróttamanna, sértaklega í þolíþróttum. Um daginn hlustaði ég á podcast með heimsklassa þjálfara sem var að fjalla um næringu og ein af hans gullnu reglum var að sleppa alfarið mjólkurvörum. Hann klikkaði út með að segja "nefnið mér einn góðan atvinnumann í hjólreiðum sem borðar mjólkurvörur". Ég er nú reyndar nokkuð viss um að það hljóti að vera hægt, auðveldlega. Þ...

Veturinn að koma?

Mynd
Dagbjört Lóa uppstríluð sem Harry Potter. Hún gerði sjálf gleraugun, töfrasprotann og bindið. Ég fékk mér göngutúr upp í Lundarskóla fyrir hádegið í dag til að kíkja á þemadaga í skólanum. Þemað þetta árið er Harry Potter og það var ótrúlega gaman að ganga um skólann og skoða allt það sem krakkarnir voru búnir að gera. Uglur, töfrasprotar, arinn með fljúgandi umslögum og allskyns skraut hvert sem litið var. Ég elska þessa þemadaga og hugsa að það sé meira gagn af þessu fyrir börnin í samanburði við margt hefðbundið skólastarf. Sköpun, samvinna og gleði. Nú er farið að hríða hérna á Akureyri og ég er guðslifandi feginn að hafa tekið hlaupatúrinn í gær. Ég er búinn að vera að hjóla naglalaus síðustu daga á ferðahjólinu en það hefur alveg verið á mörkunum að það gangi upp. Sennilega hendi ég því líka á nagla í kvöld svo ég þurfi ekki alltaf að vera á Puggnum þegar það er ísing. Ég fór til heimilislæknis á miðvikudaginn þar sem ég var með einhverja ónotatilfinningu yfir því að það væri eit...

Ánægjulegt hlaup!

Mynd
Hlaup dagsins. Ég var búinn að ákveða að næsta hlaup hjá mér yrði einskonar álagspróf fyrir hlaupið sem ég ætla að taka þátt í eftir tæpan hálfan mánuð. Ég skellti mér út eftir vinnu þrátt fyrir að vera pínu stressaður með hálkubletti og frosna polla hér og þar. Það slapp alveg til. Ég byrjaði á að taka rúmlega kílómeter í upphitun en hélt svo ca. 4:20 min/km í rétt tæpa 2,5 km, en skokkaði mig svo niður og fór 5 í heildina á 25 mínútum. 4:20 pace skilaði púls upp á ca. 153 sem er undir threshold hjá mér (á hjólinu). Mér leið vel allan tímann og hefði alveg getað haldið áfram í 2,5 í viðbót á þessum hraða. Eftir 2 vikur treysti ég mér eflaust til að ýta aðeins meira á þetta og er þá sennilega einhverstaðar í kringum 21 mínútu með 5 km sem er framar björtustu vonum. Ég er ótrúlega ánægður með framvinduna í þessu og hnéið á mér var alveg verkjalaust þar til ég hljóp mig niður, en þá kom smá seiðingur, ekkert alvarlegt. Nú er bara að missa sig ekki í gleðinni og halda áfram að vera skynsa...

Vetrarfæri, hlaup og rækt.

Mynd
Dagbjört að koma úr fimleikum í gær. Nú þegar það er búið að snjóa á okkur hérna fyrir norðan þá var ágætt að vera með Pugginn tilbúinn á nöglum. Ég þurfti að sækja Dagbjörtu úr fimleikum í gær og ákvað að skjótast á hjólinu og leyfa henni að sitja aftan á. Ég held að þetta sé nú reyndar ekki leyfilegt skv. umferðarlögum en við förum okkur hægt og henni finnst þetta rosalega mikið sport. Nú er hugur í mér að fara að græja ljós og nýtt stýri á hjólið en það stendur bara ekkert alltof vel hjá mér peningalega séð. Afmæliskaffi í morgun. Í dag er afmælið hans Brynleifs og er hann víst orðinn 11 ára kappinn sá. Af þessu tilefni vaknaði ég klukkan 06:15 og græjaði amerískar pönnukökur með ferskum berjum og beikoni. Þetta er orðin hefð hjá okkur á svona stórhátíðisdögum. Guðrún og Lukka kíktu að sjálfsögðu yfir og við fjölskyldan áttum notalega stund saman áður en við héldum til vinnu og skóla. Svo ætlum við öll út að borða í kvöld með stóru bræðrum, Ollu og Emilíu (afabarni). Það er fínn gan...

Brompton folding bike

Mynd
Mynd www.brompton.com Það er til formúla fyrir hversu mörg hjól maður þarf að eiga og hún er einfaldlega: n+1  þar sem n er sá fjöldi hjóla sem þú átt plús 1. Það vantar alltaf eitt hjól í viðbót. Nú á ég 4 hjól sem uppfylla mest allt það sem ég þarf og langar til að gera á hjólum; ferðahjól fyrir malbik og utanvegar sem ég nota líka til að koma mér á milli staða innanbæjar og svo götuhjólin. Mig langar alveg til að skoða að fá mér malarhjól en það er ekki að fara að gerast næsta árið. Lítur furðulega út en það ku vera fjandi fínt að hjóla á þeim. Það sem ég myndi trúlega skoða áður en ég færi að kaupa mér malarhjól er að fá mér Brompton folding bike . Þetta hjól er verkfrkæðilegt meistaraverk sem maður getur nánast sett í vasann.... eða þannig. Það er ekkert mál að setja þetta í ferðatöskuna eða innrita inn sem tösku. Það er hægt að brjóta það saman á 10-20 sekúndum og kippa með í strætó eða setja í skottið á bílnum. Það er hægt að kippa þessu með í flug til Reykjavíkur og sleppa...

Narcissist

Mynd
Nokkur einkenni narsisima- að vera fullur aðdáunar á sjálfum sér. Hefur einhver lent í að glíma við narsisista í persónulega lífinu eða vinnu? Þetta eru áhugaverðir karakterar og yfirleitt best að loka bara á þá strax ef maður getur. Maður hefur lesið að margar persónuleikaraskanir, t.d. þessi og jaðarpersónuleikaröskun séu nánast ólæknanlegar- m.a. vegna þess að það er nær útilokað að láta viðkomandi átta sig á og viðurkenna hvað er að. Þessi einstaklingar eru mjög ólíklegir til að leita sér meðferðar og þær skila oft ekki miklu. Nóg um það. Veðurspáin fyrir morgundaginn er hörmung og ekki alveg ljóst hvort ég geti farið út að hlaupa. Kannski fæ ég bara að fara á hlaupabrettið hjá Hörpu. Ætla að reyna að hlaupa 5-6 km. Ég er byrjaður að reyna að finna mér eitthvað götuhlaup í nóvember/desember til að taka þátt í. Markmiðið er að hlaupa 5 km á undir 23 míntútur. Það ætti að vera gerlegt ef ég verð skynsamur og fer að henda inn smá tempó og sprettum. Í gær bæði hljóp ég og fór í ræktina...

Föstudagspistill

Mynd
Er búinn að vera að garfa í gömlum myndum til að koma mér í stuð fyrir skipulagningu á næstu fjallaferð. Þessi er þegar ég kom í Laugafell frá Nýjadal í byrjun ágúst 2021. Hef s.s. ekki frá mörgu að segja en finnst ég verði að kvitta fyrir helgina. Tók börnin aftur í gær þar sem mamma þeirra skrapp til Reykjavíkur og lífið snérist um það. Tók mér frí frá átökum og við Dagbjört skelltum okkur í sund. Brynleifur fór svo á körfuboltaæfingu og við Dagbjört elduðum kjúklingavængi og buðum Halldóru í mat. Það var allt mjög ljúft. Vaknaði klukkan 06:15 í morgun og joggaði stuttan hring hérna í hverfinu. Var stirður í fótum og frekar þungur á mér. Lyftingaæfingin á miðvikudaginn situr í mér. Ég keypti mér kort í TFW í gærkvöldi og pantaði mér svo tíma kl. 16:30 í dag. Held að það sé hnébeygja og ég verð að fara varlega út af hnjánum. Annars bara rólegheit um helgina. Lotto stefnir í 50 milljónir um helgina og ég er að spá í að vinna þann stóra. Ég er ekki búinn að vinna ca. 1000 x í röð og mér...

Fyrsti í rækt

Mynd
Skellti mér í fyrsta skiptið í TFW síðan í mars. Fékk prufutíma í ræktinni í dag til að athuga hvernig öxlin myndi bregðast við áreitinu. Ég ætlaði að hafa þetta voðalega rólegt en endaði með því að velja mér óþarflega þung handlóð fyrir æfingar dagsins og það er viðbúið að ég eigi eftir að eiga erfitt með gang á morgun eftir framtstig og hnébeygjur. Hnéin á mér voru ekkert allt of hress með þetta á meðan á þessu stóð en góðu fréttirnar voru að öxlin var bara fín. Húrra fyrir því. Fyrir tímann hljóp ég 2,4 km á 6 min/km og var s.s. bara ágætur þó ég hafi ekki verið jafn sprækur og í gær. Ég hugsa að það væri sterkur leikur hjá mér að hvíla á morgun en svo er ég að hugsa um að skella mér á kort og reyna að vera duglegur í ræktinni. Ég fíla æfingarnar í TFW mjög vel og þetta er fín blanda af hreinum styrk með þungum lyftingum, hraða og léttari þyngdum líka. Þetta eru mjög góðar alhliða æfingar og skynsamleg nálgun. Surly Moloko (stærra stýrið) vs. Salsa Rustler (flat bar). www.wahatsbars...

Daglegur hamstur

Mynd
Dagbjört að stauta. Vikan fór fjörlega af stað og ég búinn að vera á hvolfi. Það fer að verða hálfgerð klisja að væla um það hérna en þannig er það bara. Náðum að klára eitt major verkefni í vinnunni í dag og því verður aðeins meiri ró í manni á kaffistofunni í fyrramálið. Og líka tilhlökkun að hendast í önnur verkefni sem setið hafa á hakanum. Ég skellti mér út að hlaupa áðan og nú gerðist það sem ég hef beðið eftir. Ég var miklu léttari á mér og fannst þetta í rauninni ekkert mál. Ég fékk reyndar verk í vinstra hnéið eftir 2 km en þjösnaðist bara áfram og þá hvarf hann. Ég hljóp 3,4 km á 5:30 min/km og hefði alveg getað haldið áfram. Stefni að einhverju svipuðu á morgun, svo dagur í hvíld, þá smá sprettir og svo "langur" laugardagur. Þegar ég kom heim tók ég 30 mínútna æfingu sem mætti alveg kalla yoga. Teygði vel á löppum og liðkaði blessaðar mjaðmirnar. Henti inn smá upphífingum og maga líka. Eftir hlaupin á morgun tek ég efripart. Sendi skilaboð á Egil í TFW og spurði hv...

"Langt" hlaup

Mynd
Helga Guðrún mætti og horfði á einn leik með Brynleifi í Smáranum og sendi eina mynd á pabbann sem var hálf eyðilagður að hafa ekki farið með. Þá er þessi helgi að verða um garð gengin og hún var bara alveg ágæt. Ég náði sæmilega vel að kúpla mig frá vinnunni og við höfðum það gott við Dagbjört á meðan Brynleifur var í keppnisferðinni. Það er ótrúlegt hvað hlutirnir breytast þegar annað barnið er í burtu. Þau eru nú alltaf eins og englar þessar elskur en manni finnst þetta samt hálfgert frí og gaman að geta gefið fulla athygli og dekrað svolítið. En við Dagbjört fórum í sund, kíktum á bókasafnið, borðuðum góðan mat og nammi. Síðan fór hún í afmæli í dag og náði eitthvað að leika við vinkonur sínar. Í dag var langt hlaup hjá mér. Eins og ég var búinn að segja þá er ég að reyna að fara rólega af stað í hlaupunum og það sem einu sinni var bara stutt skokk er orðið langt og erfitt. Ég fór 5 km á 6 min/km. iWatch-ið mitt er farið að vera með leiðindi og púlsinn var alltaf að detta út, en ég...

Hlaup, stress og svo slökunarhelgi.

Mynd
Brynleifur að fara einn í fyrsta skiptið í keppnisferð🥹 Vakur sonur Hörpu Barkar sem var með honum í leikskóla í Mývatnssveit í gamla daga er til vinstri á myndinni. Það er s.s. ekki mikið að frétta af mér. Vikan endaði í hálfgerðu rugli í vinnunni en við náðum samt að ganga þannig frá málum að maður gat farið nokkuð rólegur inn í helgina. En það var í nógu að snúast í gær og fyrradag. Utan við vinnu var ég að taka Brynleif til fyrir keppnisferð með Þór í körfunni, kaupa búning og láta merkja, koma Dabjörtu í fimleika og tónlist, fara í sund og svo vinna aukavinna þegar þau fóru að sofa. Ég var alveg búinn á því í gær en náði að hvíla mig ágætlega í nótt. Skellti mér út að hlaupa í gær og það gekk s.s. ágætlega. Ég var svolítið þungur til að byrja með en svo datt ég hressilega í gang, gaf aðeins í og ákvað að lengja aðeins frá því síðast. Það gekk mjög vel til þar til ég var að nálgast 3 km, þá fékk ég smá pirring í hnéin og lét gott heita. Þetta voru því rétt rúmir 3 km á 5:32/km og ...