Sunnudags
Drekkutími hjá Dagbjörtu Lóu um helgina. Nú er sunnudagur og fínni helgi að ljúka. Samvera með börnunum, lokahóf hjá hjólreiðafélaginu og sæmilegur slatti af frískandi æfingum og útiveru. Ég fór í ræktina í gærmorgun og þar var stöðvaþrek í boði sem vara drullu krefjandi og fínt. Áðan skellti ég mér svo út að hlaupa og fór 10 km á frekar rólegu pace-i. Lappirnar voru eitthvað frekar blúsaðar en góðu fréttirnar að hnéin eru ekki að kvarta neitt. En ég er helvíti þreyttur núna og þegar ég labbaði í búðina fann ég vel að það er kominn tími á hvíld. Æfingavikan úr Training Peaks- grænar æfingar eru þær sem ég setti inn fyrirfram og kláraði. Hinar voru ekki planaðar. Er reyndar ekki búinn að setja inn allar samgönguhjólreiðarnar. Miðað við að það sé off season hjá mér þá er ég sennilega að keyra óþarflega hart á þetta. Stundum missir maður yfirsýnina, sérstaklega þegar manni líður bara vel. Ég er búinn að taka 17 æfingar á þremur vikum og Vetrarhlaupið hefur líklega tekið aðeins úr mér...