Svo bregðast krosstré......
Hjólið er komið á nýjan stað og tilbúið í æfingu. Ég ætlaði í tíma í ræktinni í dag en ég var bara eitthvað illa upplagður og þreyttur og ákvað að það væri fínt að hvíla. Þetta gerist nú eiginlega aldrei hjá mér en maður verður að reyna að hlusta á líkamann þegar hann lætur vita að gott sé komið í bili. Ég verð örugglega drullusprækur á morgun og hendi mér í æfingu þá. En ég sat s.s. ekki auðum höndum eftir að ég kom heim heldur sparslaði ég í loftið í herberginu, þreif aðeins og kom hjólinu fyrir á nýja staðnum. Viftan svínvirkar, gott að hafa gluggakisuna fyrir brúsa og næringu og tölvan verður á sínum stað fyrir framan smettið á manni. Ef ég fer ekki á hausinn við Tene ferðina þá kaupi ég mér skjá eða snjallsjónvarp og Apple TV- annars má það bíða fram á næsta haust. Síðan ætla ég að setja fjöltengi með rofa á vegginn og ganga frá öllum snúrum. Lokafíneseringin verður einhver skemmtileg lýsing og svo langar mig til að hengja upp myndir úr mótum og hjólaferðum, númer, verðlaun o...