Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2019

Hamingjan

Nú er þessi vika að líða undir lok og annar súper bissý dagur að kveldi kominn. Svipuð rútína og í gær nema núna buðum við Patta vini Brynleifs í pizzu og bíókvöld. Keypti reyndar óvart líka  örbylgjupopp þar sem ég var búinn að gleyma að örbylgjuofninn elti fyrrverandi konuna mína niður í Aðalstræti. En í staðinn gróf ég upp frostpinna og svo áttum við jarðhnetur í skurn. Það var gríðarlegt sport að brjóta upp hneturnar, flokka og safna upp í hauga. Stofuborðið var orðið eins og vinnslulína og þau voru eiginlega alveg hætt að horfa á myndina. Nú er til fullt af hnetum sem búið er að taka utan af. Veit ekki alveg hvað við gerum á morgun en mamma er búin að tilkynna komu sína í bæinn og ætlar að bjóða þeim í bíó (á morgun eða sunnudag). Svo væri nú snjallt af manni að skella sér með þau á skauta eða í fjallið. En ég er allavega búinn að ákveða að gefa ræktinni frí í 2 daga enda búinn að taka 2 mjög erfiðar æfingar í röð. Svo verður næsta vika skrítin. Rúmir 7 dagar af barnaleysi.....

Góður og erilsamur dagur

Ég kann vel við svona daga. Var vaknaður fyrir 07.00 í morgun og byrjaði daginn á kaffi og fréttum (sem reyndar voru mjög sorglegar). Síðan kom ég börnunum í skóla og leikskóla og hélt mína leið í vinnuna. Skemmtilegt spjall og létt yfir fólki (þrátt fyrir tíðindin), hollur og góður hádegismatur og svo fundur sem kom hlutunum aftur á hreyfingu eftir smá ládeyðu. Eftir vinnu náði ég í Dagbjörtu í leikskólann og við hittum Brynleif heima. Drengurinn fór að stauta, ég skaust í búðina og tók þau svo með mér í ræktina. Þaðan fórum við í sund og svo heim þar sem ég gaf þeim að éta. Steikti mér síðan kjöt og grænmeti og leyfði þeim að horfa í hálftíma. Gekk frá, setti í vél og nú er klukkan orðin 22.00 og ég rétt að setjast niður. Næst á dagskrá bóklestur og zzzzzzz........

Hækka flugið

Í crossfit er gjarnan skrifað upp á töflu hvernig fólk stendur sig í "WOD-i" dagsins (Workout Of the Day). Ég skrifa nú yfirleitt ekki á þessa töflu en það getur samt verið ágætt til að sjá hvar maður stendur miðað þá bestu. Æfingin í gær sýndi mér að mikil ástundun og mataræði síðustu mánaða er að skila einhverjum árangri. Maður getur alveg skorað ágætlega, allavega þegar æfingar snúast meira um þol á kostnað styrks. Æfing gærdagsins var: Armbeygjur á handlóðum, Framstigsganga með 22,5 kg í front rack og Ground to overhead með 20 kg plötu; Endurtekningar 4,8,12,16,20 - 10 mínútna time cap. Ég náði að klára 20 + 6 reps og sýndist að einhverjir 3 gaurar hafi náð betra skori í gær. Eftir æfinguna rölti ég á klippistofuna Medúllu þar sem Guðrún hafði pantað í klippingu fyrir gríslingana. Við skutluðum svo Guðrúnu í Aðalstrætið og ég fór því næst með börnin í Bónus og svo náðum við í mat á Zerrano. Eftir þetta fór nú heldur að lyftast á manni brúnin og dagurinn í dag er mun...

Full vinna

Það er eiginlega með ólíkindum að ætlast sé til þess að maður skili 40 stunda vinnuviku á sama tíma og maður reynir að átta sig á því hver í andskotanum maður er, afhverju maður er hérna og hver sé tilgangurinn með þessu öllu? Þetta er full vinna. Annars eru skítadagar í gangi í augnablikinu. Guðrún flutt út og tómleikinn heltekur mann. Sorry, ég nenni ekki að fegra þetta. Ég veit að ég lifi þetta af en núna er þetta fucking sárt. Ég held samt mínu striki, fer í ræktina, borða hollan mat og reyni að lesa sálfræði og annað uppbyggilegt efni. Börnin koma líka til mín í kvöld og það færir mann nær þakklæti og gleði.

Fritz Perls

Mynd
Fritz Perls Maður hét Fritz Perls og var faðir skynheildarsálfræði. Hann tók þessa sálfræðistefnu saman í stutta bæn: Ég geri mitt og þú gerir þitt. Ég er ekki í þessum heimi til að lifa eins og þú vilt og þú ert ekki í þessum heimi til að lifa eins og ég vil. Þú ert þú og ég er ég og náum við saman er það fallegt. Ef ekki þá er ekkert við því að gera. Að lesa ágrip af skynheildarstefnunni minnir um margt á ýmislegt sem maður hefur rekist á í sjálfshjálparbókum tengdri núvitund. Mikið fjallað um að skynja og skoða tilfinningar. Mér finnst þessi "bæn" alveg frábær.

Skítaveður

Það brast skyndilega á með vetri aftur. Kannski ekkert sem maður þarf að furða sig á í mars en ég er ekki alveg í stuði fyrir þetta. Miðað við spárnar slapp þetta reyndar furðu vel. Swiftinn stóð sig eins og hetja í allan dag og kom mér á milli staða. En ég var búinn að ætla mér austur í sveit með börnin og varð að hætta við það. Við förum kannski af stað í fyrramálið. Vaknaði kl. 05.45 í morgun og fór í ræktina. Fór svo heim og fékk mér egg, avocato, reykt hrefnukjöt með piparsósu, feita pylsu og mygluost. Fór svo í heitt bað- ekki slæm byrjun á degi það. Hitti Þórð í hádeginu í bænum og við átum steik og bernaise. Kláraði svo að vinna og horfði svo á fótbolta með Þórði og við átum salat. Fullkomin næring í dag. Er að spá í að fara að leggjast upp í rúm og blaða í sálfræðibókinni sem ég er að lesa. Það gengur nú ekkert hratt að spóla sig í gegnum hana en mér finnst hún samt skemmtileg. Til hliðar hef ég svo verið að hlusta á Konan í dalnum eftir Guðmund Hagalín, bók um ævi Mónikk...

Húsnæðismál í bið

Nú er kauptilboð mitt í blokkaríbúðina í Tjarnarlundi endanlega runnið út og hún komin aftur á sölu. Konan sem er að selja hana gat ekki beðið lengur með svör og það er ekkert að frétta af sölumálum á okkar eign. Engin sem grennslast fyrir, enginn skoðar og þar af leiðandi berast engin tilboð. En þetta er viss léttir því mér fannst óþægilegt að vera að halda einhverri íbúð, jafnvel þegar útlit er fyrir að við fáum eitthvað minna fyrir Dalsgerðið en við reiknuðum með. Mér finnst ákveðinn kreppufílingur í loftinu. Þetta verður kannski ekki jafn stórt og síðasta kreppa en ég er nokkuð viss um að það er að koma hressileg dýfa. Ég byggi þetta bara á tilfinningu. Það gerði ég líka árið 2008 en hafði rétt fyrir mér. Maður þarf ekki að leggjast yfir verga landsframleiðslu og vaxtabótavísitölu bla bla. Þetta er bara í loftinu. Annars allt svipað. Guðrún er byrjuð að pakka og nær vonandi að flytja út um helgina eða í næstu viku. Það þýðir reyndar að ég þarf að fara út í einhver fjárútlát. Næ...

Toxic relationships

Mynd
Þessi hefur kannski áttað sig tímanlega? Ég rakst á þennan texta um daginn og fannst hann svo djöfull snjall að ég verð að birta hann: "Put a frog into a vessel fill with water and start heating the water. As the temperature of the water begins to rise, the frog adjust its body temperature accordingly. The frog keeps adjusting its body temperature with the increasing temperature of the water. Just when the water is about to reach boiling point, the frog cannot adjust anymore. At this point the frog decides to jump out. The frog tries to jump but it is unable to do so because it has lost all its strength in adjusting with the rising water temperature. Very soon the frog dies.  What killed the frog? Think about it! I know many of us will say the boiling water. But the truth about what killed the frog was its own inability to decide when to jump out. We all need to adjust with people & situations, but we need to be sure when we need to adjust & when we need to mov...

Fatakaup og umhverfisvernd

Mynd
Þar sem ég er trend-setter reikna ég með því að annar hver maður á Eyrinni verði farinn að ganga um í svona ullarlegghlífum fljótlega. Í vikunni birtist á ruv.is grein sem tengist fatasóun. Rætt er við Birgittu Stefánsdóttir sem er samstarfskona mín hjá Umhverfisstofnun. Gitta, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur ekki keypt sér föt í sex ár, ef frá eru talin nærföt og sokkar. Í greininni fer hún aðeins yfir ástæður þess að hún ákvað að fara þessa leið og ræðir svo hvernig hún hefur farið að þessu. Ég hef sjálfur verið í svipuðum pælingum, en eins og ég hef komið inná hérna á blogginu á maður aðeins erfitt með þetta þar sem maður þarf að ná að sameina þægindi, notagildi og endingu fatanna- án þess að líta út eins og asni. Kallið það hégóma, en ég hef gaman af fallegum fötum. Nú sé ég fram á bíllausa mánuði eftir að við skilum bílaleigubílnum og þá fer ég aftur að hjóla bæinn þveran og endilangan. Ég þarf því að vera í fötum sem gott er að hreyfa sig í, þvælast ekki mikið í ...

Jung

Mynd
Jungíska líkanið af mannshuganum Í fyrrakvöld fór ég á mjög skemmtilegan fyrirlestur sem bar yfirskriftina "Sálubót"- um djúpsálfræði Carl Jung. Fyrirlesari var Helgi Garðarsson geðlæknir sem ég þekki lítillega. Þetta var fínn inngangur að verkum Jung og fór Helgi m.a. yfir módelið hans fræga af mannshuganum (sjá mynd). Það kom mér reyndar á óvart hvað ég var farinn að þekkja þetta efni vel og það var s.s. ekki margt sem var mér framandi. En það var gaman að heyra Helga setja þessi fræði í samhengi við dæmi úr raunveruleikanum, t.d. klínísk dæmi úr hans starfi. Það sem er svo spennandi við Jung er að margt af því sem hann gerði er eiginlega á mörkum þess að vera yfirskilvitlegt. Enda var hann jaðarsettur og ekki alltaf litið á fræði hans sem vísindi. En hann var ótrúlega vel lesinn í heimspeki, mannkynssögu, forbókmenntum og líffræði. Blandið þessu saman við ótrúlegar gáfur, listræna hæfileika og eiginleika til að ná heildarsamhengi hlutanna, þá er útkoman bæði á dýpti...

Skíðaleysi

Mynd
Séð úr vinnunni og upp í fjall Ég var nú búinn að sjá fyrir mér að fara eitthvað á skíði í vetur en ekkert hefur orðið úr því. Ég keypti mér reyndar ekki kort í fjallið, en maður gæti nú alveg skroppið í 2 klukkutíma til að ná úr sér mesta hrollinum (og eflaust slasa sig). Maður horfir stundum þarna uppeftir þegar maður er í vinnunni og veltir því fyrir sér hvað það væri næs að vera á skíðum. Aldrei að vita nema ég reyni að plata Þórð eftir vinnu einhvern daginn. Annars er allt svipað. Ég er að malla léttsaltaðan þorsk og lauksmjör í augnablikinu og Brynleifur er að læra. Í kvöld ætla ég að bregða mér á fyrirlestur og svo að horfa á síðasta þáttinn af True Detective.

True detective

Mynd
Matthew Mcconaughey og Woody Harrelson Eftir að hafa verið í sjálfskipuðu áhorfsbanni (og um leið lestrarátaki), þá er ég búinn að horfa á 2 seríur á stuttum tíma. Ég var búinn að blogga um After Life hérna fyrir stuttu og síðan ákvað ég að koma því í verk að horfa á True detective eftir það. Ég á reyndar 3 þætti eftir en þetta er náttúrulega alveg geggjuð sería. Söguþráður, myndataka og umhverfi fá fullt hús og leikurinn jafnvel ennþá meira. Matthew Mcconaughey er náttúrulega bara fáránlega góður og yfirspilar jafnvel Woody Harrelson, sem sjálfur á stórleik! Ég hugsa að ég klári þessa seríu í kvöld en taki mér svo aftur frí frá glápi. Það er ekkert að því að horfa á góða þætti við og við, en mér líður einfaldlega betur þegar ég er duglegur að lesa. Á einhvern undarlegan hátt finnst mér ég ekki vera að eyða tímanum í eins mikla vitleysu og fæ það frekar á tilfinninguna að ég hafi verið að gera eitthvað uppbyggilegt. Í bóklestrinum er ég hinsvegar strand á Simone de Beauvoir b...

Andleg dýfa

Ég datt í einhvern gamalkunnan gír núna rétt fyrir helgi. Það væri vel í lagt að segja að það hafi skollið á svartnætti, það bara rökkvaði aðeins. Sársaukakvikan lét eitthvað á sér kræla og ég fór að velta mér upp úr einhverju gömlu og vorkenna mér. Búa til sögur í hausnum og allt sem því fylgir. Ég hef því verið að reyna að skoða þessar tilfinningar og reyna að átta mig á því hvað það er sem kveikir þær. Ég held ég átti mig á því að einhverju leiti, en vil ekki fara dýpra í það hér. En aðal málið er að átta sig á því að þetta er allt eðlilegt- partur af ferlinu. Þessum vondu stundum fækkar. Annars fékk ég skemmtilegan pakka frá þýskalandi í morgun; hnakkur, afturljós og pedalar. Nú eru bara 9 dagar í hjólið og ég farinn að verða annsi spenntur. Vona bara að það fari að hlána meira svo maður geti tekið fákinn til kostanna þegar hann kemur.

After Life

Mynd
Það besta sem hefur komið fyrir mig lengi er að detta inn á þættina After Life  með Ricky Gervais. Það segir kannski eitthvað um snilligáfu þessa manns, að hann semur, framleiðir og leikur aðalhlutverkið í þessari seríu. Þættirnir fjalla um blaðamanninn Tony sem missir konuna sína og lendir í miklu svartnætti. Í stað þess að drepa sig ákveður hann að fara að hegða sér eins og honum sýnist og láta reiði sína og biturð bitna á öllu sem á vegi hans verður. Hann lítur svo á, að hann geti svo alltaf farið til baka í plan A (að drepa sig) ef hann kemur sér í of mikil vandræði. Þó þættirnir séu drepfyndnir á köflum eru þeir líka allt í senn mjög átakanlegir og mannlegir. Ricky glímir þarna í raun við stærstu tilvistarlegu spurningu sem til er; um tilgang lífsins (svona ef maður reynir að einfalda þetta mjög mikið). Eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika upp á síðkastið og farið í gegnum mikla sjálfsskoðun, þá eru þessir þættir algert konfekt. Frá hinni stóru tilvistarlegu sp...

Hunter S. Thompson

Mynd
Hunter S. Thompson Hunter S. Thompson er sennilega frægastur fyrir að hafa samið bókina Fear and Loathing in Las Vegas og fyrir að vera upphafsmaður svokallaðrar Gonzo blaðamennsku; "þar sem per­sónu­leg upp­lif­un blaðamanns er í for­grunni og frá­sögn­in, sem er í fyrstu per­sónu, dreg­ur ríku­leg­an dám af þeim sem rit­ar, hugs­un­um hans og áliti, um leið og hann tek­ur þátt í kring­um­stæðunum." eins og segir í grein einni í Mogganum árið 2017. Ég hef ekki kynnt mér verk Hunter's neitt að ráði, en hef þó séð um hann heimildarmynd og svo að sjálfsögðu horft á hina frábæru Fear and Loathing in Las Vegas, sem gerð er eftir fyrrnefndri skáldsögu. Þar fer Johnny Depp á kostum sem Hunter sjálfur og fjallar myndin um ferð sem hann fór til að skrifa um mótorhjólakeppnina Mint400. Með í för er vinur hans og lögfræðingurinn snargeggjaði Dr. Gonzo og eru þeir félagar algerlega stjórnlausir af dópneyslu alla myndina. Hunter var nefnilega dálítið mikill dópisti mest al...

Rólegheit í húsnæðismálum

Mynd
Jól í Dalsgerðinu. Tréið til hægri er eik sem var gróðursett 1986. Í síðustu viku hélt ég að það væri eitthvað að fara að gerast í húsnæðismálum hjá okkur. Fengum nokkrar skoðanir á stuttum tíma en engin gerði tilboð. Ég hef ekki neitt farið inn á fasteignir.is upp á síðkastið, þannig ég veit s.s. ekkert hvað er að frétta af þessum markaði. Kannski er bara óvenju mikið framboð. En mig grunar líka að fólk sé orðið eitthvað nervous vegna yfirvofandi verkfalla og vegna horfa í efnahagsmálum almennt. Það getur vel verið að fólk setji líka fyrir sig að ekki sé búið að gera nægilega mikið fyrir eignina. Fólk gerir orðið svo miklar kröfur um innréttingar og allan fjandann. En mér leið alltaf vel hérna og staðsetningin er frábær. Eins og ég hef margoft sagt hérna á blogginu þá höfum við verið bíllaus síðan sumarið 2017. Við erum með allt við hendina; háskólann, Nettó, apótek, bakarí, pizzastað og sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Svo eru bara 300 metrar í skóla og leikskóla og KA svæðið...

Eplaedik

Mynd
Ég hef ekki drukkið gos í 3-4 ár. Þetta var eiginlega ekki meðvituð ákvörðun, heldur bara eitthvað sem gerðist. Ég geri reyndar undantekningar í kringum jólin. Þá fæ ég mér jólajöl og malt. Fyrst fannst mér þetta svolítið erfitt, sérstaklega þegar ég var að fá mér pizzu eða hammara, en núna bara sakna ég þess ekki neitt. Mér finnst reyndar orðið fjarstæðukennt að þamba þetta sull- dýrt og hrikalega óhollt. En nú hef ég dottið inn á eitt sem mér finnst helvíti gott að fá mér ef mig langar í eitthvað, og það er eplaedik í sódavatn. Til að slá á súra bragðið er ágætt að setja smá stevíu út í. Þá er þetta eiginlega orðið eins og gos eða cider. Ferskt og gott. Nú er ég ekki að gera þetta vegna einhverrar hollustu, en þetta ku víst geta haft nokkuð góð áhrif á heilsuna og líkamann. Hér koma nokkur atriði sem hafa verið vísindalega sönnuð: Lækkar blóðsykur Getur hjálpað til við þyngdartap Lækkar tríglíseríð og kólestról í blóði Getur komið í veg fyrir sveppasýkingar Getur unnið ...

Komin á Eyrina

Jæja þá erum við börnin komin heim eftir fína helgi í Mývó. Það bar nú s.s. ekkert til tíðinda og við gerðum eiginlega bara ekki neitt nema slappa af. Þó leyfði ég Brynleifi að fara og leika við strákana á Heiði í gær og var það mikið fjör eins og búast mátti við.  Vikan er frekar óráðin hjá mér. Ég hjálpa kannski Guðrúnu eitthvað með börnin á morgun og hinn ef hún verður upptekin við að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sinni. Annars ætla ég bara að reyna að njóta þess að hafa ekkert nema um sjálfan mig að hugsa. Það þýðir yfirleitt bara ræktin, góður matur, bóklestur og kannski sund. Svona hefur maður nú breyst með árunum.

Mótmæli

Mynd
Boðuð mótmæli ungmenna um heim allan 15. mars næstkomandi. Það merkilegasta sem er að gerast í heimsmálunum er án efa mótmæli ungmenna vegna skeytingaleysis stjórnvalda í baráttunni gegn loftslagsmálum. Það virðist ekki vera nein alvara að gera neitt af viti. Hetjan sem hratt þessu af stað er Greta Thunberg, 16 ára aktivisti, sem hefur lýst því þannig að ungmennin séu að berjast fyrir framtíð sinni, það sé engin hjálp í því að þurfa að berjast gegn fullorðna fólkinu líka. Svo er bara vonandi að þetta skili einhverju. Ég hef trú á þessari kynslóð og held að hún sé ekki alveg jafn forpokuð og þröngsýn og búðingarnir sem nú stjórna. Nú er vika síðan ég fékk eitthvað helvítis kvef og ég er ekki búinn að ná mér ennþá. Þetta er svona dæmigert leiðindajukk, ég er ekki nógu slappur til að geta sagst vera veikur með góðri samvisku, en heldur ekki nógu hress til að fúnkera fullkomlega. Ofan á þetta hefur svo bæst að maginn á mér er búinn að vera á hvolfi. En það er ekkert við þessu að ger...