Full vinna

Það er eiginlega með ólíkindum að ætlast sé til þess að maður skili 40 stunda vinnuviku á sama tíma og maður reynir að átta sig á því hver í andskotanum maður er, afhverju maður er hérna og hver sé tilgangurinn með þessu öllu? Þetta er full vinna.

Annars eru skítadagar í gangi í augnablikinu. Guðrún flutt út og tómleikinn heltekur mann. Sorry, ég nenni ekki að fegra þetta. Ég veit að ég lifi þetta af en núna er þetta fucking sárt.

Ég held samt mínu striki, fer í ræktina, borða hollan mat og reyni að lesa sálfræði og annað uppbyggilegt efni. Börnin koma líka til mín í kvöld og það færir mann nær þakklæti og gleði.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði