Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2022

Áramótauppgjör [hjóla] - 🚴‍♂️

Mynd
Hápunkturinn á árinu var náttúrulega að finna sér sálufélaga til að taka þátt í atinu. Hún styður mann í öllu sem maður gerir og stóð þétt við bakið á mér eftir slysið. Og ég reyndi að gera mitt besta þegar hún lenti á spítala. Myndin er tekin í fyrsta hjólatúrnum sem við fórum í saman í apríl 2022. Ég ætla núna aðeins að gera upp síðasta tímabil og reyna að leggja grunninn að markmiðum fyrir það næsta. Forskriftin af þessu uppgjöri kemur frá Trevor Connor hjá Fast Talk Labs- en hans útgáfa var reyndar mun ítarlegri og í rauninni margra daga vinna. Ég nenni því ekki. En ég tók niður nokkra punkta og tek þetta í sömu röð og hann þó það vanti eitthvað í restina. Var tímabilið vel heppnað? Þegar ég skoða markmiðin mín fyrir árið þá get ég ekki sagt að tímabilið hafi verið vel heppnað. Ef ég hefði ekki viðbeinsbrotnað þá hefði ég hinsvegar pottþétt getað strikað út 4 markmið í viðbót, kannski fleiri. Við því er ekkert að gera og ég tek því af æðruleysi. Ég feitletra þau sem ég náði en skál...

Meir snjór, meiri snjór, meiri snjór....

Mynd
Það snjóar og snjóar. Það er óhætt að segja að veturinn sé skollinn á hérna á Akureyri. Reyndar sýnist manni á fréttum að við séum ekkert að fara sérstaklega illa út úr þessu miðað við önnur landsvæði. Veðurfarið í haust og vetur hefur einkennst af óvenjumiklum stöðuleika. Reyndar það miklum að maður reiknar passlega með reikningsskilum fljótlega í formi einhvers viðbjóðs.  September til desember einkenndust af kyrru og hlýju veðri. Það var frekar blautt, en þó ekki eins mikil rigning og t.d. fyrir austan. Síðan tóku við froststillur og nú hefur snjóað mikið í logni og það er kominn býsna mikill snjór í bænum. Ég hef s.s. ekki verið mikill vetrarmaður en finnst þetta allt í lagi þegar stígar og gangstéttar eru hreinsaðar regluglega og veðrið hefur frið. Svo er náttúrulega voðalega jólalegt um að litast. Á meðan veðrið er svona þá gæti ég s.s. alveg tekið einhverjar hjólaæfingar á fatbike-inu úti en hef ekki nennt að græja mig í það. Það er svolítið snúið að klæða sig rétt í svona m...

Bjargast fyrir horn

Mynd
Garmin Forerunner 955 Solar. Síðan ég tók jólahlaupið á aðfangadag þá er ég búinn að vera frekar slæmur í hægra hnéi og hægri mjöðm. Þetta er búið að vera það slæmt að ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég gæti átt erfitt með að hjóla líka. En ég tók klukkutíma æfingu á hjólinu í gær og fann ekki fyrir neinu. Ekki nóg með það, þegar ég var búinn með æfinguna þá fann ég nánast ekkert til í hnéinu þegar ég labbaði niður stiga. Hreyfingarnar á hjólinu virðast því bara gera hnéinu og mjöðminni gott, sem er mjög jákvætt.  Þegar ég var að labba heim frá Hörpu í morgun prufaði ég að skokka aðeins en þá fékk ég stingandi verk í hnéið og sá ekki fram á annað en að þurfa að sleppa Vetrarhlaupinu á morgun. Þegar ég var að gúffa í mig morgunmatnum fór ég að skoða hvort það væri búið að auglýsa hvaða leið ætti að fara þá komst ég að því að næsta hlaup er ekki fyrr en í lok janúar. Þetta er þvílíkur léttir og nú fæ ég mánuð til að vinna mig upp í rólegheitum og koma mér í stand. Ég mun leg...

Jólahlaupið🎅🏻🎄

Mynd
Aðfangadagshlaup 2022. Ég skellti mér út í "langt" hlaup í gær til að loka vikunni. Ég var búinn að ákveða að fara 15 km ef hnéin myndu leyfa það. Það var fallegt veður í sveitinni og frostið í kringum -20°C. Í kuldapollinum við Neslönd fór það alveg niður í -23°C. En ég klæddi mig bara vel, fór í tvennar buxur, var með 2 buff, ullarhúfu og tvenna vettlinga. Hlaupið gekk bara vel til að byrja með en eftir ca. 6 km fór ég að fá verki í hægra hnéið sem var að stríða mér síðast þegar ég hljóp. Ég hélt samt bara áfram og reiknaði með að þetta myndi skána. Sú varð nú ekki raunin og þegar ég var kominn í tæplega 11 km vissi ég að þetta væri búið spil. Þegar ég labbaði síðasta spölinn upp á  hólinn heima var ég kominn með alveg djöfullegan verk og orðinn draghalltur. Annars gekk hlaupið vel og púlsinn var í 126 bpm fyrri partinn en svo jók ég aðeins hraðar seinni partinn og þá var hann í 136 slögum á mínútu. Þetta var því fín endurance æfing. Ég er helvíti svektur með þessa afturför...

Komin í sveitina

Mynd
Okkur fannst eitthvað svo jólalegt að stilla Perlu gömlu upp fyrir framan jólatréið þegar við vorum búin að skreyta það. Ég stóð við að taka frí úr vinnu í dag [Þorláksmessu] og hef í rauninni bara ekkert hugsað um vinnuna. Mikið hefur það verið gott að geta gleymt henni eftir allt stressið síðustu daga. Ég hefði alveg getað potast í einhverjum málum en það voru allt verkefni sem hanga á svo mörgum og fólk er komið út og suður. Ég ákvað því bara að njóta dagsins með börnunum og gefa þeim smá tíma. Við fórum með Hörpu, Þórði og Kára í skötu á Bryggjunni og svo brunuðum við heim í sveit þar sem við erum búin að vera að græja fyrir jólin, skreyta og borða góðan mat. Heilsan er öll að koma til og steraspreyið sem læknirinn ávísaði á mig virðist ætla að vera nóg til að hreinsa á mér hausinn. Hvíldarpúlsinn er orðinn er orðinn eðlilegtur, nefstíflurnar að hverfa og ég bara í fínu standi. Það er ekki slæm jólagjöf. Ég skellti mér í ræktina í gær og tók erfiða lappaæfingu. Ég er búinn að vera ...

Kleppur

Mynd
Skógarþröstur eftir Helga í Kristnesi. Það gerist orðið ekki oft að ég gleymi blogginu í 3 daga en það gerðist núna. Ástæðan er sú að það er búið að vera algerlega sturlað að gera hjá mér. Vinnan er alger Kleppur þessa dagana og ofaná það bætist allt jólastússið og börnin komin í jólafrí. Síðustu 2 daga hef ég farið í vinnuna fram að hádegi en tekið restina af deginum heima. Á sama tíma hefur húsið verið fullt af börnum sem maður hefur þurft að líta eftir og fóðra. Það hefur verið krefjandi að koma æfingum fyrir inn í planið en ég hef látið það ganga Ég fór í ræktina á mánudaginn, í gær tók ég 1,5 klst endurance og svo tók ég 3x8mín threshold æfingu í dag sem losaði klukkustund í heildina. Ég hef ekki tekið threshold æfingu lengi (ekki frekar en FTP test) þannig ég renndi nokkuð blint í sjóinn með þetta. Ég var í 235 vöttum í th-settunum og það gekk bara alveg prýðilega. Hjartslátturinn var í 150-155 í settunum og þetta ætti því að vera nokkuð nálægt því að vera threshold hjá mér. En é...

Vikulok

Mynd
Tæpir 5 tímar þessa vikuna. Ég vaknaði í morgun kafstíflaður og með særindi í hálsinum. Eftir að hafa ráðfært mig við minn helsta sérfræðing í heilbrigðismálum var niðurstaðan sú að ég þyrfti jafnvel að fara á sýklalyf til að hreinsa á mér hausinn. Viðkomandi sérfræðingur [móðir mín] taldi einnig að það myndi sennilega ekki saka að ég fengi mér nettan hlaupatúr til að prufa hvort það hreinsaði aðeins hausinn. Ég reimaði því á mig hlaupaskónna, klæddi mig eftir bestu vitund og hélt af stað. Ég leit aldrei á úrið allan tímann og reyndi bara að gera þetta eftir tilfinningu- ætlunin var að vera í 120 bpm og undir. Það kom svo í ljós þegar ég kom heim að ég var vel yfir því. Mér hafði samt liðið þokkalega vel allan tímann en hægra hnéið var samt eitthvað að stríða mér núna og ég er ekki alveg góður þegar ég geng. Eftir að ég kom inn eftir hlaupið ákvað ég að lengja aðeins og skellti mér á hjólið. Þar var það sama sagan, púlsinn of hár en mér leið samt vel og hélt alveg vöttunum ágætlega. Þe...

Pása, frost og útstáelsi.

Mynd
Orri og Þórður í jólagírnum. Ég var á svipuðum stað í gær (föstudag) hvað pestina varðar og ákvað því að setja allar æfingar á hold. Og ég er búinn að ákveða að hvíla líka í dag og á morgun. Ég hendi mér svo í ræktina á mánudaginn og sé til eftir það hvort heilsan leyfi ekki smá hlaup og eitthvað hjól. Ég ætla samt að fara varlega af stað en reyna svo að taka feita viku 26. des - 1. janúar. Svo má ég ekki gleyma Vetrarhlaupi #3 miðvikudaginn 28. desember.  Eftir jólafrí verð ég svo að fara að bæta við klukkustundum á hjólinu. Mig langar samt að halda inni fótaæfingum í ræktinni og spurning hvort ég reyni að semja við Egil í TFW um að vera bara á föstudögum. Sjáum hvort eða hvernig það gengur. Í gær skellti ég mér að hitta Orra og Þórð. Við kjöftuðum frameftir kvöldi en kíktum svo aðeins á Backpackers og R5. Þetta var ljómandi fínt og góð tilbreyting að komast aðeins út á meðal fólks. Ég hef ekki verið duglegur við það. Í dag er heilsan svona la la. Ég er með smá stíflur og væga hál...

Neikvæðni

Mynd
Ég er búinn að testa mig 5 sinnum síðustu vikuna og sem betur fer hef ég alltaf fengið neikvætt. Ég var heldur skárri í gær heldur en ég hef verið þegar ég kom úr vinnunni. Ég var búinn að ætla að fara út að hlaupa en frostið var bara svo mikið að ég ákvað að láta hjólið nægja. Ég setti upp 1,5 klst endurance æfingu þar sem ég var í 2,6 w/kg. Það var alveg krefjandi en ég hefði s.s. alveg getað haldið áfram. Eftir æfinguna leið mér prýðilega vel þó ég væri drullu stíflaður í nefinu. Fékk smá hausverk um klukkan 22 í gærkvöldi en hélt samt að ég væri að ná að vinda ofan af öllu þessu rugli og ná bata. Í morgun hafði hinsvegar hálsbólgan og kvefið versnað. Þegar leið á daginn í dag endaði ég með því að testa mig- en fékk sem betur fer neikvætt út. Ætli ég verði ekki að fara að éta það ofan í mig að ég sé ekki að gefa líkamanum nægilegt svigrúm til að jafna sig á þessu og verði að slaka á í æfingunum. Ég var búinn að setja upp plan fyrir 9 klst æfingaviku en nú mun ég þurfa að skera verul...

Þriðjudagur til þreytu

Mynd
Í blessaðri ræktinni. Ég er búinn að vera eitthvað asnalegur í gær og í dag. Mér hefur ekki liðið sem best í vinnunni en það lagast heldur þegar ég kemst út í fríska loftið og heim til mín. Ég er ekki laus við bölvað kvefið og þetta virðist magnast upp á skrifstofunni. Augnþurrkur, sviði í öndunarfærum og nefstíflur. Ég er heldur ekkert allt of góður í maganum. Það eina sem ég veit er að loftið á skrifstofunni er verulega þurrt, rokkar í kringum 20% raka. Loftgæðamælingar benda ekki til þess að nokkuð annað sé að. Svona hefur þetta verið í 2 vikur og ég er alveg búinn að fá nóg af þessu. En það eina sem ég get gert er að reyna að fara vel með mig, éta vel og reyna að fara ekki over board í æfingum. Fyrir rúmu ári síðan setti ég upp upphífingastöng heima og ég hef verið duglegur við að nota hana þegar ég hef tíma, þegar æfingaplönin leyfa og ég er ekki í ræktinni. Þá tek ég gjarnan 5-10 endurtekningar og 3-4 sett. Hugmyndin á bakvið þetta var að reyna að horfa á magn umfram ákefð og rey...

Vikulokin

Mynd
Ullin bjargaði mér í dag. Ég lokaði vikunni áðan með 10 kílómetra hlaupi og svo henti ég mér á hjólið í 35 mínútur þegar ég kom inn til að lengja aðeins. En það er smá forsaga af þessu öllu. Harpa hringdi í mig í gærkvöldi og var komin með covid. Ég fór strax að ímynda mér allt hið versta, enda leið mér ekkert allt of vel sjálfum. Kvefið sem loks var á undanhaldi dagana áður var að versna aftur. Í morgun skaust ég því niður í vinnu, en þar átti ég eitt slef-test til að prufa mig. Ég fékk neikvætt út úr því en treysti því ekki alveg. Ég fór því í apótek og keypti mér test með pinnum fyrir nef. Og ég fékk líka neikvætt úr því. Þó það sé svekkjandi að geta ekki hitt Hörpu í dag þá óneitanlega minnkar þetta flækjustigið næstu daga. En í ljósi þess að ég var þó allega ekki með covid þá skellti ég mér út að hlaupa til að loka vikunni. Það var djöfull kalt og ég var strax að frjósa á tánum. Ég fékk líka fljótlega smá verk í hnéin og ég reikna með að þar hafi kuldinn líka spilað inn í. En ég h...

Brjáluð traffík

Mynd
Jólahjól. Ég man eftir að hafa oftar en einu sinni skrifað vælupistla hérna inn þar sem ég var að velta fyrir mér að hætta að blogga. Á þeim tíma gerði ég það mjög óreglulega og traffíkin hérna inn var alveg dottin niður. Kannski var ég að vona að ég fengi haug af skilaboðum frá fólki um víða verlöld sem grátbæðu mig um að slíðra ekki pennan. Það gerðist nú ekki. En svo girti ég mig í brók og fór að skrifa og skrifa, bara fyrir sjálfan mig. Nú blogg ég helst daglega, aðalega um æfingarnar mínar og það helsta sem á daga okkar drífur. Þetta er hálf stefnulaust allt saman og stundum veit ég ekkert hvert ég stefni með þessu öllu. En þetta hefur greinilega verið að virka því ég er orðlaus yfir því hvað er oft mikil traffík hingað inn. Mér finnst ofsalega vænt um það. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti hent inn auglýsingum frá helstu verslunum sem ég versla við gegn afslætti. Í staðinn gæti ég fjallað aðeins um vörurnar frá þeim. Ég nenni ekki að hafa þetta of græjumiðað blogg en v...

Fyrsti í nöglum

Mynd
Brooks skórnir mínir eftir fyrstu kílómetrana á nöglum. Í dag er ég bara nokkuð hamingjusamur og bjartsýnn. Ég ætla að fara kátur inn í helgina og reyna að jólastússast eitthvað með börnunum. Dagbjörtu Lóu finnst ekki nægilega góður gangur í þessu hjá okkur og vill fá upp meira af ljósum og skreytingum, ekki síðar en strax. Ætli við byrjum ekki bara í kvöld. En ég er samt að reyna að létta af mér pressunni um að hafa allt fullkomið og í einhverri rútínu. Við gerum þetta með okkar hætti, gerum okkar skrítnu hefðir, á okkar tíma og okkar hraða. Ég skellti mér út að hlaupa í gær í nýnegldu skónnum og það var hreinlega frábært að hafa naglana undir. Það er svo mikil dempun í þessum skóm að maður finnur ekki neitt fyrir neinu, ekki einu sinni þegar maður var á hreinu malbiki. Botninn í þeim er reyndar svo mjúkur að ég hafði áhyggjur af því að þeir myndu spólast úr, en það gerðist allavega ekki í þetta skiptið. En hlaupið var gott. Það birti svo mikið við að fá snjóinn, lítið svifryk og þett...

Samhjól að morgni dags

Mynd
Samhjólið sem ég tók í morgun. Ég stillti klukku kl. 05:45 í gærmorgun og var búinn að skrá mig í Group Ride á Zwift. Ég svaf hinsvegar ekkert allt of vel og var búinn að vakna upp við hósta og var mökkstíflaður. Þegar klukkan hringdi voru mín fyrstu viðbrögð að slökkva, stilla hana á 07:00 og snúa mér á hina hliðina. Þannig lá ég í smástund áður en ég gaf sjálfum mér gott spark í rassgatið og kom mér fram úr. Þegar ég var búinn að græja mig á hjólið og borða einn banana var ég orðinn alveg þokkalegur. Hópurinn sem ég var að hjóla með var í styrkleika D og þetta var því frekar rólegt (Z2). Kvef og tvær æfingar í fyrradag gerðu það hinsvegar að verkum að þetta var frekar krefjandi. En það var hrikalega gott að klára og ég ákvað að reyna að taka því bara rólega seinnipartinn í gær. Hvort það var bara blessað kvefið eða viðbrigðin að vakna svona snemma tvo daga í röð, þá var ég alveg búinn á því seinnipartinn í gær. Ég rétt hafði orku í að koma heimilinu á réttan kjöl og var svo farinn í ...

Að reyna að ná mér á rétt flot

Mynd
Það er alltaf hressandi að hjóla í vinnuna, alltaf gaman og alltaf gott! Bara vera vel búinn og jafnvel með eitthvað gott í eyrunum. Börnin komu til mín í gær og það var ótrúlega gott að fá þau heim eftir langa fjarveru. Við skelltum okkur í Krónuna og keyptum sushi, ég fór með Brynleif í klippingu og svo fórum við á smá þvæling. Þegar við komum heim höfðum við það kósý, horfðum á jóladagatalið og borðuðum fyrir framan sjónvarpið. Ég ætlaði að ná æfingu í gær en í þetta skiptið ákvað ég að gefa börnunum forgang. Ég sleppi eiginlega aldrei æfingum en maður má ekki láta þær bitna á fjölskyldunni. Það er margt annað í lífinu sem skiptir meira máli og maður verður að gera sitt besta við að láta þetta ekki koma niður á börnunum. Ég nenni ekki að vera gaurinn sem hreytir í börnin vegna þess að hann er pirraður út af því að allt er á hvolfi þar sem hann þarf að æfa svo mikið það er ekki tími í neitt annað. Eða geyma þau í símanum tímunum saman á meðan ég sit á hjólinu. Ég ætla að reyna að ver...

Var Jón hlaupari góður hlaupari?

Mynd
Jón Guðlaugsson - Mynd Rúnar Gunnarsson - www.flickr.com Hver man ekki eftir Jóni hlaupara? Það er kannski tímanna tákn að alltaf var litið á manninn sem furðufugl eða rugludall. Reyndar heyrði maður oft eitthvað mun verra en það. Ég þekkti manninn ekki neitt og ætla ekki að dæma um hvort eða hvað gekk að honum, en hann var sannarlega litríkur karakter, pent orðað. Maður man eftir fleiri svona karakterum hér á Akureyri en þeir finnast varla lengur. Ég ætla ekki að leggjast í eitthvað sagnfræðigrúsk hér og nú en það væri sannarlega gaman ef einhver gæfi sér tíma til að skrifa eitthvað um hann og draga upp mynd af honum. Ég reyndar fletti honum upp á Íslendingabók að gamni og sé að sameiginlegur forfaðir okkar var Stefán Jónsson (1746) bóndi á Litlahóli og Guðrúnarstöðum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Jón hlaupari og langalangamma mín Kristín Jónsdóttir á Sandi voru fjórmenningar.  Hér er svo minningargrein um Jón ef einhver hefur áhuga að lesa um þennan undarlega Borgfirðing sem f...

Útilhlaup og heimaæfingar

Mynd
Harpa og Billi í slökun. Harpa er búin að vinna eins og skepna þessa viku og við ekki mikið getað verið saman. En það er að detta í fríhelgi hjá henni og við ætlum að hafa það rosalega næs. Það eina sem ég er með ákveðið fyrir helgina (utan við æfingar) er að reyna að ganga frá jólagjafakaupum. Ég er búinn að vera með einhvern hnút í maganum út af þessu jólastússi öllu og það hlýtur að létta aðeins af manni ef maður nær að klára gjafirnar að mestu. Hlaup dagsins var tæplega 5,5 km og frekar rólegt. Ég er búinn að vera drullu kvefaður í dag og hef oft verið betur upp lagður. Ég ákvað samt að láta mig hafa það að skella mér út að hlaupa. Ég fór 5,45 km á 5:33 min/km og var 95% af tímanum í Zone 2 (110 - 146 bpm).  Þegar ég kom heim fór ég að gera æfingar en mundi þá eftir 40 ára surprise afmælisparty hjá Davíð og henti mér í bað, pakkaði inn einhverri gjöf og dreif mig af stað. Þetta var mjög fínt teiti og ég kynntist nýju fólki og tróð í mig einhverjum veitingum. Þegar ég kom heim a...