Áramótauppgjör [hjóla] - 🚴♂️
Hápunkturinn á árinu var náttúrulega að finna sér sálufélaga til að taka þátt í atinu. Hún styður mann í öllu sem maður gerir og stóð þétt við bakið á mér eftir slysið. Og ég reyndi að gera mitt besta þegar hún lenti á spítala. Myndin er tekin í fyrsta hjólatúrnum sem við fórum í saman í apríl 2022. Ég ætla núna aðeins að gera upp síðasta tímabil og reyna að leggja grunninn að markmiðum fyrir það næsta. Forskriftin af þessu uppgjöri kemur frá Trevor Connor hjá Fast Talk Labs- en hans útgáfa var reyndar mun ítarlegri og í rauninni margra daga vinna. Ég nenni því ekki. En ég tók niður nokkra punkta og tek þetta í sömu röð og hann þó það vanti eitthvað í restina. Var tímabilið vel heppnað? Þegar ég skoða markmiðin mín fyrir árið þá get ég ekki sagt að tímabilið hafi verið vel heppnað. Ef ég hefði ekki viðbeinsbrotnað þá hefði ég hinsvegar pottþétt getað strikað út 4 markmið í viðbót, kannski fleiri. Við því er ekkert að gera og ég tek því af æðruleysi. Ég feitletra þau sem ég náði en skál...