Tilstand
Gripurinn kominn í töskuna. Í gær ákvað ég að vinna mér í haginn og pakka hjólinu mínu fyrir ferðina til Tenerife með góðri aðstoð frá Hörpu.. Ég byrjaði á því að þrífa hjólið og setja sealant í dekkin (fljótandi vökvi sem kemur í stað slöngu). Næsta skref var svo að rífa hjólið í sundur, taka af stýri og pedala og reyna að verja það fyrir hugsanlegu hnjaski með einagrun og plasti. Þegar maður er kominn á svona dýrt hjól er maður með í maganum fyrir svona ferðalög og verður bara að vona að það verði farið vel með þetta. Carbon-stell þurfa ekki mikið högg til að hrökkva í sundur. Listinn eins og hann er í dag. Sól, sumar og engir ullarsokkar. Næst á dagskrá var svo að grafa upp listann yfir hvað maður þarf að taka með sér og ég læt hann fylgja með hér að gamni. Ég á eftir að rýna hann betur og væntanlega bæta við hann hinu og þessu. Þetta sleppur vonandi í töskuna.