Korter í kvef
Frá fundi í dag. Í dag fór ég á fund hreindýraráðs á Egilsstöðum og dagurinn því langur. Við fórum 4 saman frá Akureyri og þetta var bara helvíti fínt. Fundurinn gekk vel og það var gaman að hitta fólkið. Ekki eyðilagði að við fengum kótilettur í raspi á Bókakaffi áður en við funduðum. Held það séu örugglega orðin 2 ár síðan ég komst í slíka veislu. Annars er ég búinn að vera hálfslappur eins og síðustu daga. Týpískt ástand þar sem maður er hvorki lasinn né heilbrigður. Kverkaskítur, stíflur, sviði í nefi og maginn ekki nægilega góður. Ég lendi stundum í svona kvefskít sem situr í mér lengi án þess að ég leggist í bælið. Þetta hefur ekki stoppað mig í að æfa en ég er hikandi við að fara út að hlaupa á morgun, sérstaklega ef svifryksmengunin heldur áfram að vera yfir heisluverndarmörkum. En ég skelli mér örugglega í ræktina ef ég versna ekki.