C - Group Ride

Group ride í C flokki í Zwift- tölur ekki alveg réttar, ég er orðinn 65 og veit ekki hvað FTP-ið er þessa dagana.

Það var stutt æfing hjá mér í dag og ég ákvað að prufa að færa mig upp í C flokk þar sem þetta var ekki nema klukkutími. Það er óhætt að segja að það hafi verið stórt stökk úr D flokki en þetta var drullu gaman og hjólaformið er greinilega alveg þokkalegt ennþá. Trainer-inn sýnir yfirleitt svona 20 vöttum minna miðað við þegar maður er úti, þannig ég er sáttur.

Við vorum ca. 40 sem byrjuðum en undir lokin vorum við 10 sem vorum búnir að slíta okkur frá restinni. Í blálokin sofnaði ég aðeins á verðinum í einni brekkunni og missti einhverja fram úr mér. Ég setti allt í að ná þeim aftur og það kostaði svo mikil átök að ég mér varð drullu óglatt og sat við klósettið á meðan ég jafnaði mig (þetta slapp til). Þetta endaði s.s. ekki sem endurance æfing eins og var upphaflega hugmyndin. 

Á morgun þarf ég að fara á fund til Egilsstaða og kem sennilega ekki heim fyrr en um kvöldmat. Ég hugsa að ég hvíli bara á morgun enda búinn að vera kvefaður og eitthvað tæpur í maganum. Á fimmtudaginn er ég að spá í að fara í ræktina og hlaupa smá eða hjóla. Ég er ekki búinn að setja upp æfingar fyrir helgina.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap