Dagbók 29.03.2022
Alltaf gott að fá þessi heim😊 Þær eru nokkuð ólíkar vikurnar hjá mér, eftir því hvort ég er með börnin eða ekki. Stundum finnst mér ég ekki gera nokkurn skapaðan hlut þegar þau eru ekki hjá mér. Þá rétt held ég heimilinu á floti, tek æfingar, elda og hvíli mig. Dagurinn í dag var nokkuð týpískur "barnadagur" hjá mér. 06:50: Vaknaði fékk mér búst og Special K. Kom börnunum á fætur, lét þau éta og klæða sig. Fékk mér einn kaffibolla á dollunni, burstaði tennur og kíkti aðeins á fréttir. 07:50: Börnin látin búa sig fyrir útivistardag og ég hjólaði með þeim út í skóla og hjálpaði Dagbjörtu með skíðadótið. Hjólaði svo heim þar sem ég gleymdi flíspeysunni hennar. Hjólaði í vinnuna. 08:03: Mættur í vinnu, kaffi og fyrsti fundur kl. 08:30. 10:00: Hummus, gróft kex, búst og annar fundur. 11:00: Risafundur sem ég var búinn að drullukvíða. Hann fór vel. 12:00: Hádegismatur, lasagna og spínat. Fundir og stress eftir hádegi. 15:30: Hjólaði upp í Lundarskóla, náði í Dagbjörtu Lóu...