Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2022

Dagbók 29.03.2022

Mynd
Alltaf gott að fá þessi heim😊 Þær eru nokkuð ólíkar vikurnar hjá mér, eftir því hvort ég er með börnin eða ekki. Stundum finnst mér ég ekki gera nokkurn skapaðan hlut þegar þau eru ekki hjá mér. Þá rétt held ég heimilinu á floti, tek æfingar, elda og hvíli mig. Dagurinn í dag var nokkuð týpískur "barnadagur" hjá mér. 06:50: Vaknaði fékk mér búst og Special K. Kom börnunum á fætur, lét þau éta og klæða sig. Fékk mér einn kaffibolla á dollunni, burstaði tennur og kíkti aðeins á fréttir.  07:50: Börnin látin búa sig fyrir útivistardag og ég hjólaði með þeim út í skóla og hjálpaði Dagbjörtu með skíðadótið. Hjólaði svo heim þar sem ég gleymdi flíspeysunni hennar. Hjólaði í vinnuna. 08:03: Mættur í vinnu, kaffi og fyrsti fundur kl. 08:30. 10:00: Hummus, gróft kex, búst og annar fundur.  11:00: Risafundur sem ég var búinn að drullukvíða. Hann fór vel. 12:00: Hádegismatur, lasagna og spínat. Fundir og stress eftir hádegi. 15:30: Hjólaði upp í Lundarskóla, náði í Dagbjörtu Lóu...

Af verðlagi

Mynd
Garmin Rally SPD-SL wattapedalar Nú er ég búinn að græja það sem uppá vantaði fyrir keppnistímabilið á götuhjólinu. Ég fór í Garminbúðina í gær og verslaði mér watta-pedala og get því farið að taka æfingar úti þegar veðrið skánar. Þetta er eitt af því dóti sem ekki borgar sig að panta að utan. Síðan kíkti ég í GÁP og mátaði skó sem kostuðu 29.000 kr. og ég var búinn að skoða dekk í Útisport sem kosta 10.900 kr/stk. Ég endaði með að fara á Bike24 á netinu (Þýskaland) og panta þetta auk tveggja verkfæra. Hingað komið með tollum og gjöldum borga ég ca. 30.000 kr. sem þýðir s.s. að ég er að fá dekkin og verkfærin ókeypis miðað við að versla hér heima. Mig langar að óskaplega að styrkja búðir hér heima og vera í viðskiptum við þær en stundum hefur maður bara ekki efni á að vera í góðgerðarstarfsemi. Eins og ég hef áður sagt þá ætla ég að versla hjól af Útisport fyrir næsta tímabil en aukahluti og annað dót held ég áfram að panta sjálfur, því miður.  

Hitt og þetta

Mynd
Rauðka komin í Jólahúsið! Eitthvað hef ég misst dampinn í að skrifa hér inn síðustu daga en finnst vænt um að sjá að það er töluverð traffík hér á blogginu- þessum dauða miðli. Ég hef aðeins verið að hafa áhyggjur af því að það nenni enginn að lesa allt þetta nördadrasl í tengslum við hjólaæfingar. En pælingin með þessu öllu er s.s. fyrst og fremst að halda dagbók fyrir sjálfan mig. Og nú styttist reyndar í hjólaferðalagið hjá mér og börnunum og þá fer ég væntanlega að blogga meira um það. Það eru óteljandi hlutir sem ég á eftir að púsla saman svo það gangi allt upp. Æfingar vikunnar hafa gengið vel og ég er farinn að halda að covid-ið hafi í raun verið ágætis hvíld fyrir mig og ég vann mig skynsamlega út úr því. Það er reyndar alveg ljóst að ég næ ekki tímaviðmiði vikunnar vegna ferðalaga en maður verður að spila þetta eftir hendinni. Ég er búinn að keyra nokkuð hart á þetta síðustu 3 daga og það verður gott að taka tveggja daga hvíld. Í morgun átti ég 53 mínútna æfingu með frekar þun...

Næstu tvær vikur- lífið vs. æfingarnar

Mynd
Næstu tvær vikur í Trainingpeaks Fyrir covid gekk mér ágætlega að láta 6-12 klst af æfingum flúkta við fjölskyldulíf og vinnu. En það er snúnara þegar maður er á faraldsfæti. Næstu 2 vikur þarf ég að fara í burtu, 3 nætur í Reykjavík og svo ein vinnuferð til Vestmannaeyja. Ég var búinn að vera með hausverk yfir því hvernig ég ætti að leysa þetta en er búinn að koma þessu inn í plan þar sem ég næ næstum því að púlla þetta. Ég missi niður 1:45 klst- sem er held ég alveg ásættanlegt. En til þess að ná þessu þá þarf ég að vakna tvisvar kl. 05:00. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og maður drullast nægilega snemma í rúmið. Annars er kominn föstudagur og notaleg tilhugsun að vera að fara inn í helgina. Það er s.s. ekki margt á prjónunum, kíkja í sund, baka bollur, hjóla og slappa af. Ég hugsa að börnin séu spenntust fyrir því að leika við vini sína. Allavega Dagbjört Lóa sem er aldrei í rónni nema eitthvað sé í gangi. Það er frí í dag á hjólinu en ein erfið over/under á morgun og sv...

Hollur matur og fjölskyldulíf

Mynd
Táknær mynd fyrir mataræðið upp á síðkastið Nú tel ég mig vera búinn að ná mér að fullu af veirunni og vikan hefur byrjað mjög vel að flestu leiti. Börnin eru hjá mér og því hefur verið í nógu að snúast. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem maður hefur ekki sest niður fyrr en eftir klukkan átta. En mér finnst líka fínt að hafa þetta svona og leiðist ekki á meðan. En annars er ég búinn að standa mig ljómandi vel í hollustunni eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér. Og ég velti því hreinlega fyrir mér hvort það hafi ekki örugglega flýtt fyrir bata eftir veikindin. Ég finn ekki fyrir neinni þreytu og mér finnst ég vera orðinn jafn öflugur og ég var fyrir. Ofan á hollt mataræði hef ég líka verið að éta kalsíum, magnesíum, D-vítamín og lýsi fyrir svefninn.  Veðrið hérna hefur s.s. ekki verið neitt til að kvarta yfir en það fór að kólna aftur. Ég hef s.s. ekki hjólað mikið úti upp á síðkastið, bara þetta venjulega transport í og úr vinnu. Nú er hjarn yfir öllu og þegar ég fór í vinnun...

Vikuuppgjör

Mynd
Vikuuppgjör úr Strava- vika 3 var covid. Þá er maður búinn að klára einhverskonar æfinga- "slash" hvíldarviku. Eins og ég hef verið að koma inn á þá hef ég verið að reyna að fara varlega af stað. Ég hef reynt að hjóla á litlu efforti og fylgjast með hvíldarpúlsinum þess á milli. Á síðustu 2 æfingum hefur mér liðið eins og ég sé alveg kominn í lag þó púlsinn sé kannski ívið hærri en venjulega. Þar sem mér hefur liðið svo vel hunsaði ég kannski aðeins púlsinn í dag, hlustaði bara á líkamann og keyrði meira á þetta. Ég hjólaði 36 km. á 1 klst og fannst ég vera í fantaformi. Á morgun er hvíldardagur og ég vona að hvíldarpúlsinn fari niður.  Næsta vika úr Trainingpeaks. Eins og ég var búinn að koma inn á hérna þá varð covid-ið eiginlega til þess að ég skar út lyftingarnar fyrr heldur en ég ætlaði. Með allt álagið í kringum covid, vinnuna og fjölskyldulfíð, þá verð ég aðeins að vera skynsamur. Svo er svo stutt í fyrsta mótið að tímanum er sennilega best varið á hjólinu. Ég held sam...

Áfram veginn

Mynd
Það eru ekki til margar myndir af manni úr vinnunni en þessa tók Þórdís Björt samstarfskona mín á teymisstjóradögunum sem fóru fram í Reykjavík um daginn. Ég held áfram að halda dagbók um hvernig manni gengur að koma sér á réttan kjöl eftir veiruna. Ég var bara fínn í morgun þó ég væri að hósta og snýta mér mikið. Mér leið vel í vinnunni framan af en þegar ég var að klára daginn þá var ég orðinn drullu skrítinn, með vægan hausverk og ringlaður. Maginn var heldur ekki upp á það besta. Eftir vinnu þá hjólaði ég heim og kom við í Nettó á leiðinni. Ég hresstist nú heldur við að fara aðeins út og ákvað því að taka æfingu þegar ég kom heim. Ég átti að hjóla í 2 tíma en ákvað að skrúfa það niður í klukkutíma og taka frekar aftur æfingu á morgun. Ég reyndi að færa mig upp um zone frá æfingu dagsins í gær- og það var reyndar ekkert svo auðvelt. En maður ætti kannski bara að vera feginn að geta gert eitthvað. Eftir æfinguna skellti ég mér í bað og á meðan ég lá þar ákvað ég að panta pizzu og tak...

Undantekningin sem sannar regluna- not!

Mynd
Fór í Salatsjoppuna í gær.   Einhvern veginn reiknar maður alltaf með því að maður verði undantekningin sem sannar regluna. Maður er búinn að heyra af öllu þessu fólki sem er þreklaust og lélegt lengi eftir þetta covid, en innst inni reiknaði ég með því að sleppa sjálfur við þetta.  Í morgun var mér illt í hálsinum, með hor og hósta. Það fór nú að lagast þegar leið á daginn og ég var á rúmlega fullum afköstum í vinnunni og hausinn eins góður og hann verður. Ég kom heim rétt fyrir kl. 18 og tók klukkutíma æfingu á 150 W og passaði að hafa púlsinn undir 120 fyrir það mesta. Síðan skellti ég mér í bað og nú er ég frekar þreyttur. Þetta er eiginlega eins og eftir æfinguna í gær, smá ónot í maga, orkulaus og hreinlega get ekki hugsað mér neitt annað en bara að leggjast fyrir og góna á eitthvað. Ég er með smá bakþanka yfir að vera byrjaður að æfa en reyni að telja mér trú um að þetta sé svo lítið effort að það skipti ekki máli. Í staðinn reyni ég að halda mig inni þess á milli og ve...

Heilsan upp og niður

Mynd
GIANT TCR ADVANCED PRO DISC 1 AXS Einn helsti mælikvarðinn á þessa veirupest hjá mér er að fylgjast með hvíldarpúlsinum. Í fyrradag var hann að malla í 55 sem er nokkuð eðlilegt fyrir mig þegar ég er ekki undir miklu æfingaálagi. Í gær rauk hann aftur upp í 70 og er á þeim slóðum í dag líka. Í gær var ég einnig mjög pirraður í slímhúðunum og ekkert allt of vel upp lagður yfirleitt. Ég notaði því tækifærið og fór með hjólið í yfirhalningu og sleppti æfingu. Miðað við margar ljótar sögur af eftirköstum þá þori ég ekki að taka neina áhættu. Ég ætla reyndar að pikka upp hjólið á eftir og mun taka klukkutíma rólega æfingu þegar ég kem heim. Annars held ég áfram að taka því rólega og er svo heppinn að vera með bílinn hennar mömmu síðustu daga og þarf því ekki að streða úti í kuldanum. Þegar ég hef verið heima við, þá hef ég aðalega legið fyrir og verið að hámorfa Gomorrah á rúv-sarpinum. Djöfull eru það svaðalegir þættir (ekki fyrir viðkvæma). En varðandi hjólið þá var ég að láta skipta um k...

Bless bless covid (vonandi er ég ekki að jinxa þetta)

Mynd
Ég og Dabjört á leið í fimleika í dag. Jæja þá held ég að ég sé að ná að losa mig við þetta covid ógeð- sem kannski var reyndar aldrei svo hroðalegt. Fyrir mér var þetta bara eins og frekar langvinn kvefpest. Í morgun var ég reyndar frekar stíflaður og eitthvað að hósta en ég gat alveg unnið. Og svo er ekki útséð með eftirköst en ég bara vona það besta. Eftir að hafa komið Brynleifi í tónlist og Dagjbörtu í fimleika þá settist ég á hjólið og kom löppunum aðeins í gang. Lungun og pumpan voru alveg fín en ég fann á löppunum að ég hef ekki hjólað í 6 daga. Það er sennilega lengsta pása sem ég hef tekið í tæpt ár. Eftir þetta fórum við svo í sund og létum líða úr okkur. Börnin fara svo til mömmu sinnar eftir skóla á morgun. Á morgun ætla ég að taka klukkutíma í rólegheitum og það sama er upp á teningnum á miðvikudaginn. Þá kemur einn hvíldardagur en svo 2 klst endurance, einn dagur frí og svo rúmlega 3 tímar á sunnudaginn. Ef ég geri þetta ekki með of miklum látum þá ætti þetta að vera alv...

Covid - Dagur V

Mynd
Performance Management Chart úr Trainingpeaks. Jæja þá er dagur 5 í covid búinn og ég hugsa að ég segi bara bless við þessa flensu. Mér hefur liðið býsna vel í dag ef frá er talið að nefið á mér hefur verið pakkað og ég alltaf að snýta mér. Ég er að reyna að halda aftur af mér í Otrivin-dælingum, þar sem ég held að það geti ekki verið of gott að nota það mikið. Ég dæli svo bara vel fyrir svefninn og sé hvort ég sofi þá ekki eins og ég sé andvana. Það var stefnan að fara í vinnuna á morgun, en þegar ég fór svo að telja dagana í dagatalinu, þá sá ég að ég á víst strangt til tekið að vera heima á morgun- allavega ef ég ætla að hlýða Víði. Og það er best að gera það bara, ég nenni ekki að smita fólk af óþörfu. Guðrún er ennþá drulluslöpp og ég verð því með börnin einn dag í viðbót. Ég ætla að hjóla í 30 mínútur á morgun og sjá hvort það fari ekki vel í mig. Áðan lagðist ég aðeins á gólfið og gerði smá teygjur og rúllaði mig þar sem ég var orðinn eitthvað hálfstirður af allri þessari kyrrse...

Covid - Dagur IV

Mynd
Þó ég verði alveg góður á morgun þá hugsa ég að ég bíði með hjólið fram á mánudag.   Þá er runninn upp laugardagur og hann hefur verið sá skásti síðan ég tók veiruna. Ég vaknaði um kl. 6 í morgun og var kafstíflaður í nefinu. Ég fékk mér Otrivin og náði svo að sofa til kl. 9. Síðan þá er ég aðalega búinn að vera hnerrandi og þarf stöðugt að vera að stnýta mér. Ég er kominn í vinnuna og þarf að sjá um hreindýraútdráttinn sem hefst kl. 14 í beinni útsendingu. Það væri freistandi að skella sér á hjólið á morgun ef ég verð orðinn góður en ég er að hugsa um að bíða með það fram á mánudag. Ég hugsa að ég byrji á 30 mínútum á 50% af FTP, fari svo upp í klukkustund daginn eftir og taki svo kannski bara klukkustund á dag fyrstu vikuna og hafi þetta rólegt. Þannig held ég við einhverri brennslu en keyri svo á fulla viku eftir það.  Skv. upprunalega planinu ætti ég að halda áfram lyftingum út þennan mánuð en ég hugsa að ég fari að henda þeim út núna þar sem ég þarf að fara að bæta inn me...

Covid - Dagur III

Mynd
Hádegismaturinn í dag. Morguninn í dag var sennilega sá versti síðan ég veiktist af þessu helvíti. Ég hef reyndar oft verið slappari en ég var eiginlega ekki fær um að vinna neitt af viti. Mér var illt í maganum, ringlaður og með nettan hausverk. Eftir það hef ég sveiflast milli þess að líða vel og yfir í að liggja bara fyrir. Ég hef aðeins þurft að vinna en þegar ég er ekki að því hef ég verið að hlusta á podcast og leggja kapal.  Ég er búinn að éta frekar mikið eins og hina dagana og nú ætla ég að fara að reyna að halda aðeins aftur af mér. Ég er reyndar aðalega búinn að éta eitthvað hollt- en fékk mér eitt hraun með miðdegiskaffinu. Annars get ég bara ekki beðið eftir því að komast á hjólið aftur, mér finnst ömurlegt að geta ekki tekið æfingar.  Um hádegi á morgun fer ég svo í vinnuna og sé um hreindýraútdrátt ársins 2022 í beinni útsendingu. Við nafnarnir erum búnir að vera að stilla saman strengi okkar og þetta ætti að ganga fínt. Ég er svona hæfilega stressaður en er vis...

Covid - Dagur II

Mynd
Covid kemst ekki í hálfkvist við góða ælupest, en sjáum hvernig eftirköstin verða. Jæja þá er dagur 2 í þessari veirupest að klárast. Ég var þokkalegur í gærkvöldi en vaknaði svo frekar slappur milli 3 og 4 í nótt og mokaði í mig verkjalyfjum og tók stíflueyði í nefið. Eftir það svaf ég ágætlega fram á morgun. Ég hef svo verið við ágætis heilsu í dag fyrir það mesta, sem er ágætt þar sem ég þurfti að vinna frekar mikið. En þetta gengur upp og niður og núna ligg ég í sófanum frekar druslulegur.  Börnin eru ennþá frísk og við bara verðum að bíða og sjá hvort þau hreppi hnossið líka. Brynleifur gisti hjá Árna vini sínum í nótt en Dagbjört greyið hefur að mestu mátt þola að hanga heima með mér og láta sér leiðast. Ég var að fara yfir dagatalið í vinnunni og það lítur út fyrir að það verði nóg að gera hjá mér á morgun líka og ég vona því að ég fari að skána. Að lokum vil ég nefna að ég er búinn að vera með alveg óhemju mikla matarlyst, sama hvað það á nú að þýða? Ég þarf hreinlega að ha...

Covid - Dagur I

Mynd
Mouth fluid covid test. Jæja það kom að því sem ég óttaðist. Í gærkvöldi var ég kominn með nettan hausverk og meiri pirring í hálsinn. Ég svaf ágætlega framan af nóttu en losaði svo svefninn um kl. 04:00 og svaf ekki vel eftir það. Ég fór að lokum fram úr klukkan rúmlega sex og skellti í eitt slefpróf sem staðfestið veiruna. Dagurinn byrjaði samt ágætlega og ég hjálpaði börnunum út í öskudaginn og fór svo aðeins að vinna. En eftir hádegismatinn fór eitthvað að lækka á mér risið og ég er ekki til stórræðanna núna. Ég er með hausverk, pirring í hálsi, ringlaður og latur. Annað sem ég ég tek eftir er að hvíldarpúlsinn hjá mér er 70 í dag sem er 15 yfir því sem hann er yfirleitt. Ég hugsa að ég fylgist vel með honum áður en ég fer að æfa aftur.  Ef batinn gengur vel hjá mér, þá stefni ég að setjast eitthvað á hjólið í næstu viku og reyna að halda púlsinum fyrir neðan 115. Ef það gengur vel mun ég smám saman bæta við mig og stefni að því að taka fulla viku 14-20. mars. Það er frekar erf...

Super

Mynd
Ég ætlaði nú að setja inn aðra mynd en hún var ekki búin að upload-ast. Þá set ég bara inn mynd af bollum, það er viðeigandi. Við lifum á áhugaverðum tímum. Eins og ég kom inn á í fyrri pósti þá á ég tæknilega séð að vera kominn með covid. Mér leið samt vel í gær og tók æfingu eins og vera bar. Það gekk super vel og ég var í fantaformi. Í gærkvöldi fór ég svo að finna aðeins til í hálsinum, ekki sársauka, heldur meira svona kitling. Í morgun var ég svo hálfringlaður og átti erfitt með að lesa af tölvuskjá. Og svo leið mér eins og það væri ekki nema 10°C hiti í íbúðinni þó ég væri kappklæddur og í náttslopp. Klukkan 09:00 skellti ég mér aftur í sýnatöku niður í Strandgötu- og niðurstaðan var aftur neivkæð. Ég dreif mig því í vinnuna og það gekk nú svona að mestu vel. Ég var samt eitthvað pínu ringlaður og átti erfitt með að einbeita mér. Ég ákvað að færa æfingu dagsins í dag fram á morgundaginn þar sem ég þori ekki alveg strax að fara að taka of mikið á því. Ef ég verð neikvæður á heima...