Vikuuppgjör

Vikuuppgjör úr Strava- vika 3 var covid.

Þá er maður búinn að klára einhverskonar æfinga- "slash" hvíldarviku. Eins og ég hef verið að koma inn á þá hef ég verið að reyna að fara varlega af stað. Ég hef reynt að hjóla á litlu efforti og fylgjast með hvíldarpúlsinum þess á milli. Á síðustu 2 æfingum hefur mér liðið eins og ég sé alveg kominn í lag þó púlsinn sé kannski ívið hærri en venjulega. Þar sem mér hefur liðið svo vel hunsaði ég kannski aðeins púlsinn í dag, hlustaði bara á líkamann og keyrði meira á þetta. Ég hjólaði 36 km. á 1 klst og fannst ég vera í fantaformi. Á morgun er hvíldardagur og ég vona að hvíldarpúlsinn fari niður. 

Næsta vika úr Trainingpeaks.

Eins og ég var búinn að koma inn á hérna þá varð covid-ið eiginlega til þess að ég skar út lyftingarnar fyrr heldur en ég ætlaði. Með allt álagið í kringum covid, vinnuna og fjölskyldulfíð, þá verð ég aðeins að vera skynsamur. Svo er svo stutt í fyrsta mótið að tímanum er sennilega best varið á hjólinu. Ég held samt áfram að gera styrktaræfingar hérna heimavið eins og ég er vanur.

Núna þegar styttist í keppni þá fer ég að bæta inn fleiri "race specific" æfingum sem eru á meiri ákefð. Fyrsta æfing vikunar er reyndar bara tempo þar sem ég er ekki alveg tilbúinn til að keyra upp á hámarkspúls alveg strax. Svo tekur við smá recovery, endurance og svo ein alvöru over/under sem er alger dauði. Ég enda svo vikuna á 3:35 klst endurance sem er algerlega nauðsynlegur partur af góðu æfingaprógrammi.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Nýa íbúðin