Þorvaldur í síld og Aliexpress
Þessar Focus hjólabuxur fást í Hjólaspretti og kosta tæpar 19 þúsund krónur. Ég hef verið að skoða hjólafatnað upp í síðkastið og þá einna helst renndar stuttermatreyjur með vasa á bakinu og hjólabuxur eins og á myndinni. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert í þessum markaði. Buxurnar hérna fyrir ofan kosta um 19 þúsund krónur út úr búð hér á Íslandi og kosta það mikið í Bretlandi að ekki borgar sig að panta þær á netinu. Svo get ég farið á Ali Express og keypt svipaðar buxur á 2-3 þúsund krónur! Ég hef ekki mikla reynslu af Ali Express, en ég keypti þó buxur í Crossfit-ið þar, og þær hafa bara reynst mér alveg helvíti vel. Þá er spurningin afhverju ég ætti að eyða 8x meiri pening í að kaupa einhverjar buxur sem eru eitthvað merki? Er t.d. eitthvað garantí fyrir því að þessar buxur frá Focus hafi verið framleiddar við betri aðstæður og hafi minna vistspor? Ég er með opna innkaupakörfu á Ali núna og þar eru tvennar svona buxur, tvær renndar treyjur og langerma undirlag; allt...