Listin

Strákur og stelpa - Kristján Davíðsson 1950

Fór í bíltúr í dag með Þórði í sólinni. Sunnanþeyr, sól í heiði og álftir og gæsir farnar að hamast á sverðinum. Tókum eitthvað af myndum af hrauni, vatni og öllu þessu drasli, þessari helvítis óreiðu sem mývetnsk náttúra er.

Stoppuðum í Vogafjósi og ræddum myndlist og ljósmyndun. Það var gott að ræða aftur listir og það kom löngun yfir mig að fara að mála aftur. Langar að mála grófar, drungalegar og brútal vatnslitamyndir. Og svo dreymir mig um að mála stórt abstract verk í stofuna hjá mér. Verk í miklum litum.

Í tilefni af þessari óvæntu heimsókn Músu birti ég hér mynd eftir Kristján Davíðsson frá 1950 sem er snilld.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði