3 af 5 komnir heim
Ákvað í kvöld að drífa mig aftur í Skagafjörðinn svo Daníel og Brynjar geti nú farið í skólann á morgun. Það var ekki auðvelt að skilja litla kút og Guðrúnu eftir en hann er samt orðinn svo hress og þau í góðum höndum. Fengum hvorki meira né minna en 3 barnalækna á stofugang í morgun og þeim leist bara ágætlega á þetta allt saman. Kemur væntanlega í ljós á morgun hvenær þau fá að fara heim. Það var frekar kuldalegt að koma heim og maður er búinn að hlaupa hringinn, loka rifum á gluggum og hækka aðeins á ofnum. Þar sem maður er nú almennileg húsmóðir lét maður ekki þar við sitja heldur moppaði gólf, gekk frá í eldhúsinu (fórum í burt með hraði), setti í þvottavél og lagði svo í súrdeig. Drengirnir komnir í bælið og ég fer að skríða inn í rúm líka. Tók 14km hring á Akureyri í gær með hröðu tempói ca. 4 km. Fékk í bæði hnéin og er búinn að panta mér tíma hjá sjúkraþjálfara. Nú er það bara ræktin og sund næstu 4 vikur eða svo. Veit samt ekki hvernig það verður að lifa það af. Ætla a...