Færslur

Sýnir færslur frá október, 2011

3 af 5 komnir heim

Mynd
Ákvað í kvöld að drífa mig aftur í Skagafjörðinn svo Daníel og Brynjar geti nú farið í skólann á morgun. Það var ekki auðvelt að skilja litla kút og Guðrúnu eftir en hann er samt orðinn svo hress og þau í góðum höndum. Fengum hvorki meira né minna en 3 barnalækna á stofugang í morgun og þeim leist bara ágætlega á þetta allt saman. Kemur væntanlega í ljós á morgun hvenær þau fá að fara heim. Það var frekar kuldalegt að koma heim og maður er búinn að hlaupa hringinn, loka rifum á gluggum og hækka aðeins á ofnum. Þar sem maður er nú almennileg húsmóðir lét maður ekki þar við sitja heldur moppaði gólf, gekk frá í eldhúsinu (fórum í burt með hraði), setti í þvottavél og lagði svo í súrdeig. Drengirnir komnir í bælið og ég fer að skríða inn í rúm líka. Tók 14km hring á Akureyri í gær með hröðu tempói ca. 4 km. Fékk í bæði hnéin og er búinn að panta mér tíma hjá sjúkraþjálfara. Nú er það bara ræktin og sund næstu 4 vikur eða svo. Veit samt ekki hvernig það verður að lifa það af. Ætla a...

Meiri hitavella

Finnst ég verða að setja hér inn smá fréttir af okkur fjölskyldunni í Laugatúni 3.Eftir að allt hafði gengið vel með Dreng Bjarnason (eins og hann heitir í bókhaldi sjúkrahúsa) í nokkra daga þurftum við að fara með hann í heimsókn á FSA aftur. Hann var búinn að vera óvær í 2 daga með einhverja magaverki, svona eins og gengur og gerist með 2 vikna gamla menn. Síðan þegar hitinn steig aðeins upp í kjölfarið var ekki annað þorandi en að kíkja á spítalann aftur þar sem hiti í ungbörnum er alltaf tekinn alvarlega. Fyrst eftir komuna hingað í gærmorgun var ákveðið að bíða með meðhöndlun þar sem prufur bentu ekki til þess að neitt amaði að og hitinn var heldur á undanhaldi. En í gærkvöldi var ennþá smá hitavella í gangi og einhver breyting á próteinum í blóði (mjög lítil) þannig að sem öryggisráðstöfun var ákveðið að setja hann á smá lyfjakúr. Annars er það nú þannig, að það virðist vera nóg fyrir kútinn að bara koma til Akureyrar til að verða frískur. Hann er búinn að vera mjög líkur sjálf...

H2O

Langar að henda hérna inn smá punktum um vatn sem ég fann í blaðinu Triathlete´s World.  Þetta ætti kannski frekar heima undir fróðleik, but what the hell. Maðurinn er ca. 60% vatn og við lifum ekki lengi án þess að fá vatn í einhverju formi. Vatn viðheldur líkama okkar en það bætir líka heilsu okkar á margvíslegan og jafnvel svolítið óvæntan hátt. Hitaeiningar . Í rannsókna sem gerð var í Bandaríkjunum kom í ljós, að þeir sem drukku 500ml af vatni fyrir máltíð tóku inn 13% færri hitaeiningar. Laga hausverk. Í annari rannsókn kom í ljós að mígrenissjúklingar sem drukku 1 líter af vatni á dag losnuðu við sársauka í 21 klukkustund á 2 vikna tímabili. Minnkar líkur á krabbameini. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að vatnsneysla og góð vökvun/vötnun líkamans getur minnkað líkur á ristil- og blöðruhálskrabbameini. Vinur nýrnanna. Að drekka það mikið af vatni að maður nái að losa 2 lítra af þvagi daglega hjálpar líkamanum að losna við óþverra sem annars gæti kostað nýrnasteina...

HÍ og Súrdeig

Mynd
Áðan fékk ég umslag inn um lúguna þar sem mér var tilkynnt að umsókn mín um meistaranám í Íþrótta og heilsufræði MS við íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands hefði verið samþykkt. Þar hafið þið það, ég er kominn í nám aftur. Svona geta hlutirnir breyst. Það eru ekki nema rétt 3-4 mánuðir síðan ég var skráður doktorsnemi við University of Higlands and Islands í Skotlandi og var að fara að rannsaka eitraða svifþörunga. Það var reyndar tengt vinnunni minni og ég ákvað að setja það á hold og afskráði mig því. Að þessu sinni er það bara af tómri ástríðu og áhuga sem ég fer í þetta og mun halda áfram að vinna hjá BioPol . Annars gengur allt vel hjá okkur hérna sem fyrr. Ég þarf varla að fara yfir uppskriftina; kúka upp á bak, sofa, éta og ropa. Það er ekki flókið. Fór í gær og hljóp tempó-hlaup. Þ.e hlaup þar sem maður byrjar rólega en tekur svo nokkra km á meiri hraða. Miða við að vera nánast á keppnishraða. Gekk ágætlega en fékk aðeins í hnéi...

Söngmaður er hann mikill

Mynd
Fyrsta alvöru baðferðin Jæja áfram heldur maður að dáðst að erfingjanum og bætir svo stoltur við mynd og mynd í albúm . Í gær var honum smellt í bað og kunni hann því svona líka ljómandi vel. Ég er ekki frá því hann sé vel syndur. Í dag lá hann svo upp í rúmi og hjalaði svo fallega að tárvotur faðirinn féll í öngvit og fór að leita að góðum söngkennara á netinu. Ég vil ekki senda hann strax til Ítalíu en þangað leitar hugurinn. Fór með bílinn á verkstæði í morgun og kom svo við í sundlauginni á leiðinni heim. Synti 1,5km og gekk svo sem ágætlega. Ljómandi gott fyrir hægðirnar að stunda svona morgunsund. En bætist við á græjusíðuna hjá mér og ég kvet alla sem eru áhugasamir um sundfit að kíkja þar inn. Ætla mér svo fljótlega að fara að koma þar inn umfjöllun um buxur, jakka of fleiri föt. Kveðja, Bjarni
Mynd
Lífið hjá okkur hérna í Laugatúninu hefur gengið vel frá þvi við komum heim aftur. Mestur tími fer í að stara dolfallinn á nýja fjölskyldumeðliminn og kynnast honum aðeins betur. Hann er farinn að hafa meiri eirð í sér til að "spjalla" í rólegheitunum, svona allavega þegar hann er ekki að ærast úr hungri eða með ólgu í maganum. Það hefur verið frekar rólegt með gestagang enn amma og afi í Mývó er að koma í heimsókn í dag og afi og amma í Svíþjóð voru að melda sig 11. nóv. Pabbinn heldur áfram að fara út að hlaupa eins og vitfirringur með misjöfnum árangri. Fór með Skokkhópnum í gær og hljóp 10km. Fórum þetta á góðum hraða og ég er nokkuð bjartsýnn á að ná hlaupi upp á 45 minútur um næstu helgi á Akureyri ef ég  kemst og veður verður þokkalegt. Hlauupið í  gær kostaði reyndar töluverða verki í hné í gærkvöldi og ég hamaðist á mér með frauðrúllu og nuddaði mig eins og úkraínskur valtari. Er mun betri í dag. Ætla að nudda og teygja aftur í dag og skokka svo ca. 5 í róleghei...

Nýjar myndir

Mynd
Jón Reynir að kíkja á augun Jæja þá er ég búinn að setja inn 3 myndaalbúm sem tengjat fæðingu frumburðarins. Fyrsta albúmið er frá fæðingardeginum sjálfum og daginn eftir og síðan er eitt albúm sem inniheldur myndir frá því við þurftum aftur að fara á sjúkrahúsið með hita. Margar af þeim myndum eru teknar á síma. Síðan er eitt albúm þar sem eru myndir frá því við komum heim í seinna skiptið. Það eiga nú eftir að bætast fleiri myndir við það. Annars höfum við það ljómandi gott og litli pjakkur  dafnar vel. Drekkur, sefur og kúkar, alveg eins og pabbinn sem hefur ekki sofið svona vel í fleiri ár. Foreldrarnir hafa ekki þorað að hætta sér mikið út í umræður um nöfn en nöfnin Sigurbaldur Hagalín og Micheal Fjólmundur eru annsi heit. Fór í sund í gær og synti 1000 metra. Byrjaði á því að synda 150 m skrið án hjálpartækja og ég held að þetta sé allt að koma, þarf bara að geta synt 10x lengra án þess að stoppa. Setti svo á mig sundfitin og gerði mismunandi æfingar. Ég ætla...

Fyrsta sturtan

Mynd
Fyrsta sturtan Jæja þá er dagur 2 eftir heimkomu 2 að byrja hjá okkur hérna í Laugatúninu. Tengdó skutlaði Daníel og Brynjari heim seinnipartinn í gær og við átum dýrindis kjúkling og höfðum það notalegt. Reyndar er Daníel með hálsbólgu og verður því að taka því rólega í dag. Hann segir að hálsbólgan stafi af miklum söng í Hóladómkirkju í vikunni. Árni Gísli kom líka í heimsókn og mátaði nýja frændann. Hann vissi nú ekki alveg hvernig ætti að taka á honum til að byrja með. Sat stjarfur eins og hann væri með tímasprengju í fanginu. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan mýktist hann nú allur upp og tók sig vel út í þessu hlutverki. Árni Gísli og Ónefndur Bjarnason Mamma var eithvað að nudda í mér að koma fleiri myndum af stráknum hérna inn á bloggið eða í albúm. Við fórum aðeins í gegnum þær myndir sem eru til í gær en það er þónokkur vinna að flokka þær og raða í albúm. Sjáum til hvort við gefum okkur tíma í það í dag. Fór út að hlapa í gærkvöldi. Fór 8,5km og var létt...

Örfréttir

Jæja þá erum við komin heim. Fengum brottfararleyfi í morgun enda allir við hestaheilsu. Tókum því rólega fram að kaffi en pökkuðum svo drengnum inn í bíl og brunuðum af stað. Hann svaf nú reyndar af sér Öxnadalinn greyið litla, sem var synd enda skein yfir landi sól á hálum vegi og Hraundrangarnir voru í essinu sínu. Allt hvítt og fallegt. Eftir komuna heim hefur hann sofið og drukkið á víxl og við skulum reikna með að svo verði áfram. Stóru strákarnir verða hjá tengdó í nótt og við hittum þá seinnipartinn á morgun. Það er ágætt að fá smá rólegheit svona fyrst eftir heimkomuna. Fór út að hlaupa áðan og svo skellti ég mér í sund. Hljóp rúmlega 5km og var léttur á mér. Synti 500 metra skrið og það gekk líka bara ágætlega. Keypti mér frauðrúllu í dag til að hamast á IT bandinu í von um að það lagi á mér hnéin. Er búinn að taka eitt session og hef trú á þessu. Kveðja, Bjarni
Mynd
Eins og Disney-álfur Á stofugangi í morgun var ákveðið að ónefndur Bjarnason þyrfti að klára 5 daga sýklalyfjakúr áður en við fengjum að fara heim. Það þýðir væntanlega að við munum dvelja hérna 2 nætur í viðbót. Gríslingurinn dafnar vel, er kominn með undirhöku og urrar af græðgi þegar hann kemst í námunda við brjóstin  á móður sinni. Hvíld milli brjósta En svo við útskýrum nú þessa flottu húfu sem drengurinn er með á myndinni þá er þetta nýr æðaleggur. Hann var farinn að kveinka sér undan sýklalyfjagjöf í hendina og því var ákveðið að setja legginn í hausinn þar sem auðvelt er að finna æðar. Þetta hljómar kannski óhuggulega en er víst besta lausnin. Alveg dolfallin hvort af öðru Fór út að hlaupa í gær og nú er hægr hnéið farið að kvarta aftur. Hljóp frá FSA, Naustaveg, Leirubrú og tók Litla Eyjafarðahring og á FSA aftur. Tók eitt orkugel á leiðinni og það virðis virka fínt að japla á svoleiðis sulli. Veit ekki hvað ég á að gera í hnéinu en get ekki sagt að ég ...

Allt gengur vel

Mynd
Mamma komin með alla strákana sína Eins og einhverjir hafa kannski heyrt, þá þurftum við að fara aftur með litla guttann okkar á spítalann. Eftir tæplega sólahring heima mældi ljósmóðirin 39°C hita og því ekkert annað að gera en að fara aftur á spítalann. Allt í einu var kominn sjúkrabílll fyrir utan, fullt af fólki inn í svefnherbergi og maður snérist bara í hringi. Mamman var svo drifin með drenginn inn í sjúkrabíl og ég þurfti að keyra með eitthvað dót í tösku -vissi ekkert hvað ég hafði tekið með- á eftir bílnum. Þetta er sennilega það erfiðasta sem ég hef lent í.  Drengurinn var tekin í allskonar test og próf,  tengdur við snúrur og slöngur og settur á mjög stíft drykkjarplan. Hitinn rjátlaði af honum mjög fljótlega, ekkert hefur ræktast úr prufum og nú er hann farinn að fá að ráða matartímunum. Í dag voru síðustu snúrurnar og slöngurnar teknar. Þau þora samt ekki að sleppa okkur heim strax en það er allt í lagi þar sem við höfum það alveg ljómandi fínt. Barnalæk...

Frumburðurinn mættur

Mynd
Kominn í Tígrisdýragallann Þegar ég ligg hérna á spítalanum með Guðrúnu og nýfæddan  son minn sofandi í vöggu við hliðina á mér, átta ég mig allt í einu á því að þetta er sennilega bara tilgangur lífsins. Meira kynlíf, meiri börn.  Lesendur mínir skulu samt hafa það í huga að ég er undir áhrifum mjög sterkra hormóna. Það er margoft búið að segja við mann; „Það er ekki hægt að lýsa þessari tilfinningu, hún er svo ótrúleg“. Ég var búinn að velta því fyrir mér hvort þetta væri eins og með bíómyndir eða bækur. Að það væri búið að byggju upp of miklar væntingar. Ég bæti um betur og segi að þetta er svo ótrúlegt, að það er alveg tilgangslaust að segja fólki að þetta sé svo ótrúlegt að það sé ekki hægt að lýsa þessu. Næst þegar einhver segist eiga von á sínu fyrsta barni mun ég bara setja upp yfirlætislegan svip og segja „Aha....“. Þá er maður mættur Tölum aðeins um fæðinguna sem slíka. Það var bara einn maður sem var búinn að vara mig nóg við því hvað þetta gæti veri...

Listir og lambakjöt

Mynd
Tveir frægir, vatnslitamyndir. Dróg fram penslana og penna í gær og fór að mála. Hef ekki málað í meira en ár og í minningunni er ég miklu betri málari en raun bar vitni. Gamla góða óþolinmæðin gerði fljótt vart við sig og ég fór að pirra mig á því að hendurnar vildu ekki gera það sem heilinn sagði svo sjálfsagt. Gat ekki málað neitt annað en vinstri-vanga prófílmyndir, annað klúðraðist. Málaði Mozart, Nietzsche, Beethoven og George Bizet (sem samdi Carmen). Mig dreymir um að setja upp almennilega vinnuaðstöðu einhversstaðar og gefa mér betri tíma í þetta en það er um margt að hugsa. Fór út að hlaupa í dag, enda langur sunnudagur. Var búinn að sjá fyrir mér að ég þyrfti að hvíla en var svo bara ágætur. Fann teygju sem virðist teygja vel á bandvefnum sem liggur úr mjöðm og niður í sinina sem er rétt fyrir neðan hné. Stirðleiki í þessu drasli getur víst orsakað einkenni sem bera það þjála nafn "Mjaðmar og sköflungstagsheilkenni /Iliotibial band syndrome", oft kallað hl...

Hlauparahné

Mynd
Sprettæfing dagsins, hraði og púls. Fór út að hlaupa áðan. Tók smá hring í kringum "miðbæinn" og fór svo  á íþróttavöllinn að taka spretti. Kom hjartsláttarmælinum í lag fyrir hlaupið en ég hef ekki haft hann með mér lengi. Það er reyndar galli við þessa mæla, sérstaklega þegar maður er í fötum úr gerviefnum, þá veldur stöðurafmagn því að mælirinn rýkur upp þar til fötin eru orðin rök og maður heitur. Þetta eyðileggur öll meðaltöl fyrir manni (arrrrrggggg). Hjartslátturinn er víst eitthvað mikilvægasta "æfingartækið" sem við getum haft og því er ég byrjaður skoða þetta aftur. Maður er klikkaður og farinn að spá í hvíldarpúls, hámarkspúls og ég veit ekki hvað. En sprettirnir voru svo sem ágætir og formið er gott en nú eru blessuð hnéin farin að kvarta aftur. Ég þarf að gera einhverjar sérstakar teygjur og styrktaræfingar fyrir lappirnar. Þetta helvítis hlauparahné. Jú og ætli maður verði ekki eitthvað að minnka álagið á næstunni. Fór í sund eftir æfinguna og ...

Allt rólegt

Mynd
  Brynjar og Daníel að fá sér fruit cocktail Ekkert að gerast hjá okkur skötuhjúum. Guðrún að verða nokkuð þreytt á þessu og frekar erfitt fyrir mig að geta ekki gert neitt. Maður reynir bara að vera góður við hana, nudda og elda matinn. Fór út að hlaupa áðan í rokinu. Fór 7,5km og er léttur á mér þessa dagana. Skellti mér aðeins í pottinn en gafst svo upp þar sem einhver maður þusaði einhver reiðinnar býsn um hvað Apple væri hættulegt, væru að njósna um alla og myndu yfirtaka heiminn. Fór heim og eldaðið mat. Eldaði kjúkling upp úr hvítvíni, púrrulauk, salti, pipar, kartöflur, gulrætur, baunabelgir og spergill. Brún grjón með þessu. Alltaf sama heilsan, eða næstum því. Merkilegt hvað getur verið erfitt að finna tíma til að nostra meira við bloggið. Það kemur að því. Læt fylgja með að gamni mynd úr símanum af pjökkunum þar sem þeir voru að snæða ávexti eitthvert kvöldið. Hafið það gott, Bjarni 

Nefdrykkja

Eitthvað hef ég nú misskilið þennan valmöguleika að bæta við síðum hérna á bloggið. Þetta er eitthvað takmarkaðra en ég hélt í fyrstu. Jæja, ég skoða þetta við tækifæri. Fórum á Akureyri í dag og allt lítur vel út með krílið, sem nú á að vera orðið 15 merkur, svona álíka stórt og ég. Það á samt ekki að gera neitt í þessum málum fyrr en 13 október. Ef ormurinn verður ekki kominn í heiminn þá verður farið í einhverjar særingar, geitur skornar og kveikt í hvítum lökum. Er skapi næst að fara að skrifa um pólítik og samfélagsmál. Ég er hálf ringlaður í allri þessari geðveiki sem geysar í þjóðfélaginu í dag. Það eru allir svo hrikalega reiðir og geðveikir. Fólk er svo reitt að það greinir ekki einu sinni í sundur meginatriði, sér ekki heildarmyndina. Greinir ekki skuldavanda heimila frá ríkisfjármálum, bankamenn, frá útrásarvíkingum, alþingismenn frá embættismönnum. Þetta hrærist bara allt saman í hausnum á fólki og það öskrar af reiði. Fólk hlustar líka á púkana á fjósbitunum. Púkana se...

Breytingar

Mynd
Er að bæta aðeins við bloggið hjá mér einhverjum síðum. Þetta verður nú allt mest tengt einhverri hreyfingu og golfi en ég er ekki búinn að ákveða þetta endanlega. Erum búin að hafa það fínt um helgina en ekkert bólar þó á blessuðu barninu. Förum til Akureyrar á morgun í skoðun. Ósmann á vaktinni Fór út að hlaupa í dag og fór ég út að ósnum á Vestari Héraðsvötnum. Áður en brúin yfir Vesturós rétt vestan við Sauðárkrók var byggð árið 1925 fóru menn yfir ósinn með ferju. Jón Ósmann (sem styttan er af) var ferjumaður, þjóðsagnapersóna í Skagafirði og drukknaði í Ósnum árið 1914. Það væri hægt að skrifa mikinn bálk um Jón en ég læt það ógert. Gamla brúin yfir Ósinn Þetta er hinsvegar fjandi skemmtileg hlaupaleið. Þegar maður kemur upp á útsýnisplanið getur maður farið eftir slóða sem liggur yfir gömlu brúnna og veg sem leiðir mann aftur inn á þjóðveginn. Einnig er hægt að taka fjöruna til baka sem er oft góður kostur þegar það er hálka og snjór. Var frekar þungur á mér í dag e...