Dagur #30
Það var styrktarsamhjól í gær og þar sem ég gat ekki hjólað tók ég að mér að aðstoða við undirbúning og grill. Eftir æfinguna í gær brunaði ég fram í fjörð og aðstoðaði við að taka á móti hjólafólki sem var í styrktarsamhjóli Akureyrardætra. Þetta fór fram á Hrísum og veðrið var mjög gott og allt gekk vel. Það var gaman að hitta þetta hressa og skemmtilega fólk og taka þátt í þessu. Harpa hjólaði inneftir en ákvað svo að koma með mér til baka á bílnum- sem ég held að hafi verið sterkur leikur. Ég var pínu aumur í öxlinni í gærkvöldi eftir þetta, enda hafði ég borið einhverja stóla og gert eitthvað sem ég hefði betur sleppt. En ég er búinn að vera fínn í dag og held að þetta sé allt að koma. Núna er stóra spurningin hvort ég treysti mér með börnunum í einhver almennileg tívolítæki í Köben. Eins og ég var búinn að nefna hér í síðasta pósti þá er formið að koma fínt til baka og mér líður ágætlega líkamlega. Ég skrúfaði niður kaffidrykkjuna í vinnunni og það hafði ótrúleg áhrif á mig. Í da...