Veturkonungur
Það má með sanni segja að veturinn hafi gert vart við sig síðustu vikur. Það hefur snjóað töluvert á Akureyri og verið kalt, en kyrrt. Það er ekki svo slæmt. Þetta er allavega mun betra heldur en helvítis umhleypingarnir sem hafa stundum gert manni lífið leitt. Kannski maður skelli sér á skíði um helgina eða í næstu viku. Eftir vinnu í dag fór ég og náði í Dabjörtu á leikskólann og við fórum í Bónus og fiskbúðina. Þegar heim var komið eldaði ég svo fiskibollur, lét Brynleif læra og setti börnin í bað. Síðan var bara að lesa og sofa- allt eins og það á að vera. Nú malla svið í pottinum og ég á eftir að gera sultu áður en ég skríð í bælið. Þorrablótið okkar barnanna er á morgun. Ég held áfram hræra í blogginu og nú hef ég verið að bæta við efni undir Hjólaferð 2019. Ég var reyndar að hugsa það að ég ætti líka að skrifa eitthvað um þriggja daga ferðina sem ég og Brynleifur ætlum í næsta sumar inn Eyjafarðardali. Stefnan tekin alveg fram að Úlfá þar sem forfaðir okkar fæddist. Það var ...