Hljóp á snærið
Það má segja að það hafi hlaupið á snærið hjá mér núna varðandi undirbúning fyrir hjólaferðina. Mig var búið að langa í þýskar Ortlieb hjólatöskur en þær voru bara of stór biti peningalega séð í augnablikinu, sérstaklega í ljósi þess að þær eru langt frá því að vera það eina sem mig vantar. En svo rakst ég á þær á rýmingarsölu hjá netversluninni fjalli.is og fæ þetta á rúmlega helmings afslætti. Kaupi 2 að framan, 2 að aftan og svo eina stýristösku.
En að öðru. Þegar maður gengur í gegnum krísur er merkilegt hvað maður getur fengið æði fyrir einhverri ákveðinni tónlist. Nú er ég búinn að hlusta hrikalega mikið á lagið Bráðum vetur með KK. Ég var einhverntíman að raula með og langaði þá til að finna textann- en eins skrítið og það nú er, þá bara er hann ekki á netinu. Ég skrifaði hann því snöggvast upp í gær og set hann hér inn. Textinn einn og sér er s.s. ekkert meistarastykki, en mér finnst lagið alveg ótrúlega gott. Gott í krísu.
Bráðum vetur
Ég hefði getað verið miklu betri en ég var
ég hefði getað verið sem mér bar
en ég var líka ungur og ég vissi ekki betur
en nú er komið haust, bráðum vetur
Og þegar vetur leggst á okkur og nóttin verður löng
skal ég eyða fortíðinni með söng
því það að vera ungur er að vita ekki betur
og nú er komið haust, bráðum vetur
Gegnum myrkur, gegnum göng, gegnum þunglyndisleg ský
hef ég leitað árin löng af minningum um þig
La la la la …..
Gegnum myrkur, gegnum göng, gegnum þunglyndisleg ský
hef ég leitað árin löng af minningum um þig
Og þegar vetur leggst á okkur og nóttin verður löng
skal ég eyða fortíðinni með söng
því það að vera ungur er að vita ekki betur
og nú er komið haust, bráðum vetur
La la la la …..
Jákvæðni #12 Með því að sýna jákvætt hugarfar kemst ég nær því að ná markmiðum mínum. Ég fer jákvæður í rúmið í kvöld.
En að öðru. Þegar maður gengur í gegnum krísur er merkilegt hvað maður getur fengið æði fyrir einhverri ákveðinni tónlist. Nú er ég búinn að hlusta hrikalega mikið á lagið Bráðum vetur með KK. Ég var einhverntíman að raula með og langaði þá til að finna textann- en eins skrítið og það nú er, þá bara er hann ekki á netinu. Ég skrifaði hann því snöggvast upp í gær og set hann hér inn. Textinn einn og sér er s.s. ekkert meistarastykki, en mér finnst lagið alveg ótrúlega gott. Gott í krísu.
Bráðum vetur
Ég hefði getað verið miklu betri en ég var
ég hefði getað verið sem mér bar
en ég var líka ungur og ég vissi ekki betur
en nú er komið haust, bráðum vetur
Og þegar vetur leggst á okkur og nóttin verður löng
skal ég eyða fortíðinni með söng
því það að vera ungur er að vita ekki betur
og nú er komið haust, bráðum vetur
Gegnum myrkur, gegnum göng, gegnum þunglyndisleg ský
hef ég leitað árin löng af minningum um þig
La la la la …..
Gegnum myrkur, gegnum göng, gegnum þunglyndisleg ský
hef ég leitað árin löng af minningum um þig
Og þegar vetur leggst á okkur og nóttin verður löng
skal ég eyða fortíðinni með söng
því það að vera ungur er að vita ekki betur
og nú er komið haust, bráðum vetur
La la la la …..
Jákvæðni #12 Með því að sýna jákvætt hugarfar kemst ég nær því að ná markmiðum mínum. Ég fer jákvæður í rúmið í kvöld.
Ummæli