Allt að taka á sig mynd


Það er búið að vera ótrúlega eitthvað gefandi að breyta blogginu og laga til á því. Kannski er þetta einhver partur af skilnaðarferlinu, einhver hluti af ímyndaðri umbreytingu sem fólki finnst það þurfa að fara í gegnum á ýmsum sviðum. En sama hver skýringin er þá  allavega líður mér eins og eftir góða tiltekt.

Í þessari tiltekt er ég búinn að fara aftur í tímann og skoða gamlar færslur, t.d. frá Noregi og Sauðárkróki. Það hefur verið mjög gaman og það rifjast upp fyrir manni góðar minningar og fullt af atvikum sem maður var alveg búinn að gleyma. Eins kemur  mér á óvart hvað er oft mikill kraftur og sköpun í því sem ég var að skrifa á þessum tíma. Ég sleppti oft fram af mér beislinu og gusaði út úr mér efninu. Síðan gerðist eitthvað.... ég veit ekki hvað en kannski kemur þetta aftur.

Jákvæðni #14 Mér er búið að líða ágætlega 2 síðustu daga og ætla að halda því áfram

Ps. Myndina setti ég til að skoða hvernig hún kemur út sem efsta færsla.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði