Ársuppgjör- markmið og mót
Uppáhaldsmynd eftir sumarið- bikarmót 3 í Kjós. Nú [keppnis]árið er liðið í aldanna skaut og því ágætt að fara aðeins yfir hvernig gekk hjá mér. Ég skrifaði á sínum tíma pistil þar sem ég fór ítarlega yfir öll markmið fyrir tímabilið og annan pistil þar sem ég fór yfir hvernig maður setur sér markmið. Þann síðari má lesa hér . En ég ætla að byrja á því að lista upp markmiðin og merkja hvort ég náði þeim eða ekki. Ég er í vandræðum með sum þeirra og tek því umfjöllun um hvert og eitt líka. Process goals Drekka meira vatn ✅ Liðkun og teygjur ✅ Long ride ❌ Performance goals: 4 w/kg í ágúst (eða fyrr) ✅ 1,5 mínútur af tímanum Glerá - Skíðahótel ❌ 30 sek bæting upp Skautasvellsbrekkuna ❌ Outcome goals: Vera ekki droppaði í Íslands- og bikarmótum ❌ Komast á pall í Orminum ❌ Keppa til að hafa gaman ✅ Varðandi vatnsdrykkjuna þá var ég í rauninni ekki alveg viss um hvað ég ætti að setja þar inn. En þegar ég lít heilt yfir þá drakk ég alveg örugglega meira af vatni en í fyrra. Ég fæ mér t....